Fljúga fimm tímum lengur á mánuði fyrir sömu grunnlaun Birgir Olgeirsson skrifar 20. júlí 2020 18:54 Frá fundi Flugfreyja á Hilton Nordica í dag. Flugfreyjur þurfa að fljúga fimm tímum meira á mánuði fyrir sömu grunnlaun samkvæmt nýjum kjarasamningi. Flugfreyjur segjast vilja samþykkja samninginn til að halda Flugfreyjufélaginu á lífi sem hafi orðið fyrir kjaftshöggi. Kjarasamningurinn gildir til ársins 2025 er þar er búið að samþætta ákvæði flugmanna og flugfreyja um hversu lengi má fljúga á einni vakt. „Það hefur verið samræmi í því. Og eftir þeirra nýja samning og okkar nýja samning erum við á pari,“ segir Guðlaug Líney Jóhannsdóttir, formaður Flugfreyjufélags Íslands. Flugfreyjur verða fyrir varanlegri kjaraskerðingu en formaðurinn vildi ekki ræða efnisatriði samningsins. Heimildir fréttastofu herma að stærsta breytingin sé sú að nú þurfi flugfreyjur að fljúga fimm tímum lengur í hverjum mánuði til að fá sömu grunnlaun. Nýi samningurinn er að mestu leyti sá sami og flugfreyjur felldu fyrr í mánuðinum fyrir utan orðalagsbreytingar á nokkrum ákvæðum. „Mér líst ekki á hann en ég held að það sé nauðsynlegt að samþykkja hann svo við höldum stéttarfélaginu okkar á lífi,“ sagði Sigrún Birna Norðfjörð, flugfreyja, eftir kynningarfundinn á Hilton Nordica hótelinu í dag. „Höfum við eitthvað val?“ spurði Helga Möller flugfreyja þegar hún var spurð hvort hún telji að flugfreyjur muni samþykkja þennan samning. „Ég veit það ekki, það er verið að vega að stéttarfélaginu okkar, allhressilega.“ Flugfreyjur hafi hingað til viljað Icelandair vel. Það sé erfitt eftir framkomu félagsins. „Þetta er kjaftshögg og rúmlega það, þetta er kjálkabrot.“ „Mér verður að lítast vel á samninginn,“ sagði Rósa Sturludóttir flugfreyja. „Stemningin er þannig í hópnum, held ég. „Við erum stétt í sárum. En við erum sterk og við höldum áfram og samstaðan er gífurlega mikil. Það er engan bilbug á okkur að finna.“ Atkvæðagreiðsla um samninginn hefst á miðvikudag og lýkur á mánudag. „Og í dag erum við ekki einungis að kjósa um kjarasamning. Við erum líka að kjósa um það að stéttarfélagið okkar hafi eitthvað um kaup og kjör fyrir flugfreyjur til framtíðar að segja, þar sem við vitum ekki hvaða raunveruleiki bíður okkar ef leitað verður til annars stéttarfélags sem er ekki til.“ Icelandair Tengdar fréttir Aldrei upplifað annað eins „kjálkabrot“ Flugfreyjur sem voru viðstaddar fund Flugfreyjufélags Íslands, þar sem nýr kjarasamningur félagsins við Icelandair var kynntur, segja stéttina og félagið í sárum eftir að Icelandair ákvað að slíta kjaraviðræðum á föstudag. 20. júlí 2020 14:11 Samræma ákvæði kjarasamnings við samning flugmanna Með nýundirrituðum kjarasamningi Flugfreyjufélags Íslands eru ákvæði samræmd við kjarasamning Félags íslenskra atvinnuflugmanna. 20. júlí 2020 13:42 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Fleiri fréttir „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Sjá meira
Flugfreyjur þurfa að fljúga fimm tímum meira á mánuði fyrir sömu grunnlaun samkvæmt nýjum kjarasamningi. Flugfreyjur segjast vilja samþykkja samninginn til að halda Flugfreyjufélaginu á lífi sem hafi orðið fyrir kjaftshöggi. Kjarasamningurinn gildir til ársins 2025 er þar er búið að samþætta ákvæði flugmanna og flugfreyja um hversu lengi má fljúga á einni vakt. „Það hefur verið samræmi í því. Og eftir þeirra nýja samning og okkar nýja samning erum við á pari,“ segir Guðlaug Líney Jóhannsdóttir, formaður Flugfreyjufélags Íslands. Flugfreyjur verða fyrir varanlegri kjaraskerðingu en formaðurinn vildi ekki ræða efnisatriði samningsins. Heimildir fréttastofu herma að stærsta breytingin sé sú að nú þurfi flugfreyjur að fljúga fimm tímum lengur í hverjum mánuði til að fá sömu grunnlaun. Nýi samningurinn er að mestu leyti sá sami og flugfreyjur felldu fyrr í mánuðinum fyrir utan orðalagsbreytingar á nokkrum ákvæðum. „Mér líst ekki á hann en ég held að það sé nauðsynlegt að samþykkja hann svo við höldum stéttarfélaginu okkar á lífi,“ sagði Sigrún Birna Norðfjörð, flugfreyja, eftir kynningarfundinn á Hilton Nordica hótelinu í dag. „Höfum við eitthvað val?“ spurði Helga Möller flugfreyja þegar hún var spurð hvort hún telji að flugfreyjur muni samþykkja þennan samning. „Ég veit það ekki, það er verið að vega að stéttarfélaginu okkar, allhressilega.“ Flugfreyjur hafi hingað til viljað Icelandair vel. Það sé erfitt eftir framkomu félagsins. „Þetta er kjaftshögg og rúmlega það, þetta er kjálkabrot.“ „Mér verður að lítast vel á samninginn,“ sagði Rósa Sturludóttir flugfreyja. „Stemningin er þannig í hópnum, held ég. „Við erum stétt í sárum. En við erum sterk og við höldum áfram og samstaðan er gífurlega mikil. Það er engan bilbug á okkur að finna.“ Atkvæðagreiðsla um samninginn hefst á miðvikudag og lýkur á mánudag. „Og í dag erum við ekki einungis að kjósa um kjarasamning. Við erum líka að kjósa um það að stéttarfélagið okkar hafi eitthvað um kaup og kjör fyrir flugfreyjur til framtíðar að segja, þar sem við vitum ekki hvaða raunveruleiki bíður okkar ef leitað verður til annars stéttarfélags sem er ekki til.“
Icelandair Tengdar fréttir Aldrei upplifað annað eins „kjálkabrot“ Flugfreyjur sem voru viðstaddar fund Flugfreyjufélags Íslands, þar sem nýr kjarasamningur félagsins við Icelandair var kynntur, segja stéttina og félagið í sárum eftir að Icelandair ákvað að slíta kjaraviðræðum á föstudag. 20. júlí 2020 14:11 Samræma ákvæði kjarasamnings við samning flugmanna Með nýundirrituðum kjarasamningi Flugfreyjufélags Íslands eru ákvæði samræmd við kjarasamning Félags íslenskra atvinnuflugmanna. 20. júlí 2020 13:42 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Fleiri fréttir „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Sjá meira
Aldrei upplifað annað eins „kjálkabrot“ Flugfreyjur sem voru viðstaddar fund Flugfreyjufélags Íslands, þar sem nýr kjarasamningur félagsins við Icelandair var kynntur, segja stéttina og félagið í sárum eftir að Icelandair ákvað að slíta kjaraviðræðum á föstudag. 20. júlí 2020 14:11
Samræma ákvæði kjarasamnings við samning flugmanna Með nýundirrituðum kjarasamningi Flugfreyjufélags Íslands eru ákvæði samræmd við kjarasamning Félags íslenskra atvinnuflugmanna. 20. júlí 2020 13:42