SA óskar eftir viðbrögðum Seðlabankans vegna afskipta VR af Lífeyrissjóði verzlunarmanna Jakob Bjarnar skrifar 21. júlí 2020 14:15 Halldór Benjamín Þorbergsson er framkvæmdastjóri SA. Samtök atvinnulífsins (SA) telja afskipti VR af Lífeyrissjóði verzlunarmanna óeðlileg og hafa nú sent erindi til Seðlabanka Íslands þar sem fundið er að afskiptum stjórnar VR. Í bréfinu óskar SA eftir því að Seðlabankinn grípi til tafarlausra aðgerða, umfram almenn tilmæli til hagsmunaaðila almennt, til að standa vörð um sjálfstæði sjóðsins og hag sjóðsfélaga. „Þannig má tryggja að faglega verði staðið að fjárfestingaákvörðunum í sambandi við fyrirhugað hlutafjárútboð Icelandair.“ Óeðlileg afskipti af kjaraviðræðum Í yfirlýsingu er forsaga máls rakin en þar segir að 17. júlí síðastliðinn hafi stjórn stjórn VR sent frá sér yfirlýsingu vegna málefna Icelandair sem hafa verið í deiglunni. „Þar er þeim tilmælum beint til þeirra fjögurra stjórnarmanna af átta, sem VR skipar í stjórn sjóðsins, að sniðganga eða greiða atkvæði gegn þátttöku í væntanlegu hlutafjárútboði Icelandair. Er það gert vegna óánægju stjórnar VR með það hvernig Icelandair hafi staðið að kjaraviðræðum við Flugfreyjufélag Íslands.“ Í yfirlýsingu er vísað til viðtals Ragnars Þórs Ingólfssonar formanns VR við Fréttablaðið þann sama daga. Þar var Ragnar Þór spurður hvað gerist ef stjórnarmenn VR í sjóðnum fari ekki eftir tilmælum stjórnar VR; „að þeim verði einfaldlega skipt út eins og gert hafi verið ekki alls fyrir löngu. Að þessu hefur varaseðlabankastjóri fundið í fjölmiðlum og kallað ummælin bæði „óeðlileg og ófagleg.”“ Meint lítilsvirðing Ragnars Þórs gagnvart Seðlabankanum Í yfirlýsingu segir jafnframt að með kjaraviðræðum við Flugfreyjufélag Íslands hafi Icelandair reynt að búa flugfreyjum sambærileg starfskilyrði og tíðkast í nágrannalöndum okkar eins og bæði Félag íslenskra atvinnuflugmanna og Flugvirkjafélag Íslands hafa fallist á. „Með því er verið að reyna að tryggja samkeppnishæfni félagsins og standa þannig vörð um fjölda starfa hjá félaginu, og afleidd störf, sem mörg hver eru unnin af sjóðsfélögum í sjóðnum. Með yfirlýsingu sinni frá 17. júlí er stjórn VR að reyna að taka beina stjórn á sjóðnum og þeim fyrirtækjum sem hann er hluthafi í þvert á lög, reglur og góða stjórnhætti. Virðist þetta nú vera orðinn árviss viðburður stjórnarinnar, að sýna Seðlabankanum algera lítilsvirðingu og láta varnaðarorð aðstoðarseðlabankastjóra fjármálaeftirlits sem vind um eyru þjóta.“ Að endingu segir að samkvæmt lögum og eðli máls sé sjóðurinn ekki í eigu eða undir stjórn VR heldur er hann til fyrir sjóðsfélaga hans og er stjórnað af stjórnarmönnum sem eiga að vera sjálfstæðir í störfum sínum gagnvart öllum, þar á meðal þeim sem tilnefna þau í stjórn, og fara að öllum lögum og reglum. Icelandair Efnahagsmál Tengdar fréttir Segir verkalýðsforingja reyna að knésetja Icelandair Þorsteinn Víglundsson segir framgöngu verkalýðshreyfingarinnar til skammar með því að reyna að hafa áhrif á ákvarðanatöku um fjárfestingar í Icelandair. Unnur Gunnarsdóttir, varaseðlabankastjóri fjármálaeftirlits, segir að fulltrúum í stjórnum lífeyrissjóða sé óheimilt að láta undan slíkum þrýstingi. 20. júlí 2020 20:29 Segir fullyrðingar Ragnars Þórs um blekkingar og vandræði „úr lausu lofti gripnar“ Framkvæmdastjóri Lindarvatns ehf., eiganda Landsímareitsins við Austurvöll, segir fullyrðingar Ragnars Þórs Ingólfssonar, formanns VR, um ógöngur í verkframkvæmdum á Landsímareitnum ekki standast skoðun. 20. júlí 2020 21:04 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Fleiri fréttir „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Sjá meira
Samtök atvinnulífsins (SA) telja afskipti VR af Lífeyrissjóði verzlunarmanna óeðlileg og hafa nú sent erindi til Seðlabanka Íslands þar sem fundið er að afskiptum stjórnar VR. Í bréfinu óskar SA eftir því að Seðlabankinn grípi til tafarlausra aðgerða, umfram almenn tilmæli til hagsmunaaðila almennt, til að standa vörð um sjálfstæði sjóðsins og hag sjóðsfélaga. „Þannig má tryggja að faglega verði staðið að fjárfestingaákvörðunum í sambandi við fyrirhugað hlutafjárútboð Icelandair.“ Óeðlileg afskipti af kjaraviðræðum Í yfirlýsingu er forsaga máls rakin en þar segir að 17. júlí síðastliðinn hafi stjórn stjórn VR sent frá sér yfirlýsingu vegna málefna Icelandair sem hafa verið í deiglunni. „Þar er þeim tilmælum beint til þeirra fjögurra stjórnarmanna af átta, sem VR skipar í stjórn sjóðsins, að sniðganga eða greiða atkvæði gegn þátttöku í væntanlegu hlutafjárútboði Icelandair. Er það gert vegna óánægju stjórnar VR með það hvernig Icelandair hafi staðið að kjaraviðræðum við Flugfreyjufélag Íslands.“ Í yfirlýsingu er vísað til viðtals Ragnars Þórs Ingólfssonar formanns VR við Fréttablaðið þann sama daga. Þar var Ragnar Þór spurður hvað gerist ef stjórnarmenn VR í sjóðnum fari ekki eftir tilmælum stjórnar VR; „að þeim verði einfaldlega skipt út eins og gert hafi verið ekki alls fyrir löngu. Að þessu hefur varaseðlabankastjóri fundið í fjölmiðlum og kallað ummælin bæði „óeðlileg og ófagleg.”“ Meint lítilsvirðing Ragnars Þórs gagnvart Seðlabankanum Í yfirlýsingu segir jafnframt að með kjaraviðræðum við Flugfreyjufélag Íslands hafi Icelandair reynt að búa flugfreyjum sambærileg starfskilyrði og tíðkast í nágrannalöndum okkar eins og bæði Félag íslenskra atvinnuflugmanna og Flugvirkjafélag Íslands hafa fallist á. „Með því er verið að reyna að tryggja samkeppnishæfni félagsins og standa þannig vörð um fjölda starfa hjá félaginu, og afleidd störf, sem mörg hver eru unnin af sjóðsfélögum í sjóðnum. Með yfirlýsingu sinni frá 17. júlí er stjórn VR að reyna að taka beina stjórn á sjóðnum og þeim fyrirtækjum sem hann er hluthafi í þvert á lög, reglur og góða stjórnhætti. Virðist þetta nú vera orðinn árviss viðburður stjórnarinnar, að sýna Seðlabankanum algera lítilsvirðingu og láta varnaðarorð aðstoðarseðlabankastjóra fjármálaeftirlits sem vind um eyru þjóta.“ Að endingu segir að samkvæmt lögum og eðli máls sé sjóðurinn ekki í eigu eða undir stjórn VR heldur er hann til fyrir sjóðsfélaga hans og er stjórnað af stjórnarmönnum sem eiga að vera sjálfstæðir í störfum sínum gagnvart öllum, þar á meðal þeim sem tilnefna þau í stjórn, og fara að öllum lögum og reglum.
Icelandair Efnahagsmál Tengdar fréttir Segir verkalýðsforingja reyna að knésetja Icelandair Þorsteinn Víglundsson segir framgöngu verkalýðshreyfingarinnar til skammar með því að reyna að hafa áhrif á ákvarðanatöku um fjárfestingar í Icelandair. Unnur Gunnarsdóttir, varaseðlabankastjóri fjármálaeftirlits, segir að fulltrúum í stjórnum lífeyrissjóða sé óheimilt að láta undan slíkum þrýstingi. 20. júlí 2020 20:29 Segir fullyrðingar Ragnars Þórs um blekkingar og vandræði „úr lausu lofti gripnar“ Framkvæmdastjóri Lindarvatns ehf., eiganda Landsímareitsins við Austurvöll, segir fullyrðingar Ragnars Þórs Ingólfssonar, formanns VR, um ógöngur í verkframkvæmdum á Landsímareitnum ekki standast skoðun. 20. júlí 2020 21:04 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Fleiri fréttir „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Sjá meira
Segir verkalýðsforingja reyna að knésetja Icelandair Þorsteinn Víglundsson segir framgöngu verkalýðshreyfingarinnar til skammar með því að reyna að hafa áhrif á ákvarðanatöku um fjárfestingar í Icelandair. Unnur Gunnarsdóttir, varaseðlabankastjóri fjármálaeftirlits, segir að fulltrúum í stjórnum lífeyrissjóða sé óheimilt að láta undan slíkum þrýstingi. 20. júlí 2020 20:29
Segir fullyrðingar Ragnars Þórs um blekkingar og vandræði „úr lausu lofti gripnar“ Framkvæmdastjóri Lindarvatns ehf., eiganda Landsímareitsins við Austurvöll, segir fullyrðingar Ragnars Þórs Ingólfssonar, formanns VR, um ógöngur í verkframkvæmdum á Landsímareitnum ekki standast skoðun. 20. júlí 2020 21:04