Sveindís Jane: Elska að spila á móti Val Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 21. júlí 2020 22:03 Hetja kvöldsins; Sveindís Jane Jónsdóttir. vísir/daníel Sveindís Jane Jónsdóttir brosti breitt eftir leik Breiðabliks og Vals í kvöld. Og það var svo sannarlega tilefni til því hún skoraði þrennu í 4-0 sigri Blika. „Þetta var geggjaður leikur hjá okkur og ég er ótrúleg ánægð með stelpurnar og frammistöðuna í dag,“ sagði Sveindís í samtali við Vísi eftir leikinn á Kópavogsvelli. Staðan var markalaus í hálfleik en Sveindís skoraði tvö mörk með mínútu millibili í upphafi seinni hálfleiks. „Við vissum að við værum að fara að skora. Það var bara tímaspursmál hvenær mörkin kæmu. Það var frábært að byrja seinni hálfleikinn af krafti,“ sagði Sveindís. „Mér fannst við miklu áræðnari en í fyrri hálfleik. Við sóttum á þær, gáfum ekkert eftir og vorum sterkari í baráttunni. Við gerðum þetta allt mjög vel.“ Sveindís valdi svo sannarlega rétta leikinn til að skora sína fyrstu þrennu í efstu deild; leik milli efstu liða Pepsi Max-deildarinnar og liðanna sem allir búast við að berjist um Íslandsmeistaratitilinn. „Þetta var geggjað. Ég elska að spila á móti Val. Það er svo gaman að fá svona alvöru leiki og klára þá vel,“ sagði Sveindís. Sem kunnugt er þurfti Breiðablik að fara í sóttkví vegna kórónuveirunnar. Hún virðist ekki hafa sett liðið út af laginu, eiginlega þvert á móti. Blikar hafa unnið báða deildarleiki sína eftir sóttkvína með fjórum mörkum gegn engu og komu einnig áfram í átta liða úrslit Mjólkurbikarsins. „Við vorum með æfingaáætlun og æfðum alla daga. Þetta voru öðruvísi æfingar en við héldum okkur í formi,“ sagði Sveindís að lokum. Pepsi Max-deild kvenna Breiðablik Tengdar fréttir Umfjöllun: Breiðablik - Valur 4-0 | Íslandsmeistararnir kjöldregnir á Kópavogsvelli Íslandsmeistarar Vals voru kjöldregnir á Kópavogsvelli í kvöld. Lokatölur 4-0 Breiðabliki í vil og liðið því enn með fullt hús stiga í Pepsi Max-deild kvenna. 21. júlí 2020 21:32 Mest lesið „Við erum búnir að brenna skipin“ Íslenski boltinn Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Golf „Við bara brotnum“ Körfubolti „Þetta er fyrir utan teig“ Íslenski boltinn „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ Körfubolti Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust Íslenski boltinn „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ Íslenski boltinn „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí Körfubolti Daði leggur skóna á hilluna Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Við erum búnir að brenna skipin“ Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust „Þetta er fyrir utan teig“ „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ Daði leggur skóna á hilluna Uppgjörið: Stjarnan - ÍA 2-1 | Tveir sigrar í röð hjá Stjörnumönnum Uppgjörið: KR - Valur 3-3 | Ótrúleg dramatík í Laugardalnum „Þetta var eitt af þessum stóru augnablikum sem ég mun aldrei gleyma“ KA búið að landa fyrirliða Lyngby Versti sóknarleikur nýliða í meira en þrjá áratugi Lærðu að fagna eins og verðandi feður Besta-spáin 2025: Áframhaldandi hamingja í Víkinni „Aðeins léttari þegar það er saklaus sál heima sem þarf að sjá um“ Besta-spáin 2025: Stórir draumar í Laugardalnum Mörkin úr Bestu: Fram afgreiddi meistara Blika á ellefu mínútna kafla „Við erum að reyna að skapa vonir og trú á þetta verkefni“ Uppgjörið: Víkingur - KA 4-0 | Meiðslum hrjáðir Víkingar léku KA-menn grátt Uppgjörið: Fram - Breiðablik 4-2 | Skoruðu fjögur mörk á minna en tíu mínútum til að tryggja sigur „Ég skil ekki hvernig við náum ekki að klára þetta“ Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 0-0 | Markalaust í nýliðaslagnum Uppgjörið: Vestri - FH 1-0 | Daði Berg hetja Vestra Hundur hljóp inn á völlinn í leik Vestra og FH VAR í Bestu deildina? Völsungur vann vítaspyrnukeppni á afmælisdeginum Adam Ægir á heimleið Formaðurinn ósáttur við tveggja leikja bannið og aganefnd Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Uppgjörið: Breiðablik - Valur 0-1 | Valskonur meistarar meistaranna Blikum spáð öðrum titli en stutt stopp hjá nýliðunum Fjögur prósent eru bara í fótbolta og langflestar vilja VAR og gervigras Sjá meira
Sveindís Jane Jónsdóttir brosti breitt eftir leik Breiðabliks og Vals í kvöld. Og það var svo sannarlega tilefni til því hún skoraði þrennu í 4-0 sigri Blika. „Þetta var geggjaður leikur hjá okkur og ég er ótrúleg ánægð með stelpurnar og frammistöðuna í dag,“ sagði Sveindís í samtali við Vísi eftir leikinn á Kópavogsvelli. Staðan var markalaus í hálfleik en Sveindís skoraði tvö mörk með mínútu millibili í upphafi seinni hálfleiks. „Við vissum að við værum að fara að skora. Það var bara tímaspursmál hvenær mörkin kæmu. Það var frábært að byrja seinni hálfleikinn af krafti,“ sagði Sveindís. „Mér fannst við miklu áræðnari en í fyrri hálfleik. Við sóttum á þær, gáfum ekkert eftir og vorum sterkari í baráttunni. Við gerðum þetta allt mjög vel.“ Sveindís valdi svo sannarlega rétta leikinn til að skora sína fyrstu þrennu í efstu deild; leik milli efstu liða Pepsi Max-deildarinnar og liðanna sem allir búast við að berjist um Íslandsmeistaratitilinn. „Þetta var geggjað. Ég elska að spila á móti Val. Það er svo gaman að fá svona alvöru leiki og klára þá vel,“ sagði Sveindís. Sem kunnugt er þurfti Breiðablik að fara í sóttkví vegna kórónuveirunnar. Hún virðist ekki hafa sett liðið út af laginu, eiginlega þvert á móti. Blikar hafa unnið báða deildarleiki sína eftir sóttkvína með fjórum mörkum gegn engu og komu einnig áfram í átta liða úrslit Mjólkurbikarsins. „Við vorum með æfingaáætlun og æfðum alla daga. Þetta voru öðruvísi æfingar en við héldum okkur í formi,“ sagði Sveindís að lokum.
Pepsi Max-deild kvenna Breiðablik Tengdar fréttir Umfjöllun: Breiðablik - Valur 4-0 | Íslandsmeistararnir kjöldregnir á Kópavogsvelli Íslandsmeistarar Vals voru kjöldregnir á Kópavogsvelli í kvöld. Lokatölur 4-0 Breiðabliki í vil og liðið því enn með fullt hús stiga í Pepsi Max-deild kvenna. 21. júlí 2020 21:32 Mest lesið „Við erum búnir að brenna skipin“ Íslenski boltinn Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Golf „Við bara brotnum“ Körfubolti „Þetta er fyrir utan teig“ Íslenski boltinn „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ Körfubolti Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust Íslenski boltinn „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ Íslenski boltinn „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí Körfubolti Daði leggur skóna á hilluna Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Við erum búnir að brenna skipin“ Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust „Þetta er fyrir utan teig“ „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ Daði leggur skóna á hilluna Uppgjörið: Stjarnan - ÍA 2-1 | Tveir sigrar í röð hjá Stjörnumönnum Uppgjörið: KR - Valur 3-3 | Ótrúleg dramatík í Laugardalnum „Þetta var eitt af þessum stóru augnablikum sem ég mun aldrei gleyma“ KA búið að landa fyrirliða Lyngby Versti sóknarleikur nýliða í meira en þrjá áratugi Lærðu að fagna eins og verðandi feður Besta-spáin 2025: Áframhaldandi hamingja í Víkinni „Aðeins léttari þegar það er saklaus sál heima sem þarf að sjá um“ Besta-spáin 2025: Stórir draumar í Laugardalnum Mörkin úr Bestu: Fram afgreiddi meistara Blika á ellefu mínútna kafla „Við erum að reyna að skapa vonir og trú á þetta verkefni“ Uppgjörið: Víkingur - KA 4-0 | Meiðslum hrjáðir Víkingar léku KA-menn grátt Uppgjörið: Fram - Breiðablik 4-2 | Skoruðu fjögur mörk á minna en tíu mínútum til að tryggja sigur „Ég skil ekki hvernig við náum ekki að klára þetta“ Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 0-0 | Markalaust í nýliðaslagnum Uppgjörið: Vestri - FH 1-0 | Daði Berg hetja Vestra Hundur hljóp inn á völlinn í leik Vestra og FH VAR í Bestu deildina? Völsungur vann vítaspyrnukeppni á afmælisdeginum Adam Ægir á heimleið Formaðurinn ósáttur við tveggja leikja bannið og aganefnd Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Uppgjörið: Breiðablik - Valur 0-1 | Valskonur meistarar meistaranna Blikum spáð öðrum titli en stutt stopp hjá nýliðunum Fjögur prósent eru bara í fótbolta og langflestar vilja VAR og gervigras Sjá meira
Umfjöllun: Breiðablik - Valur 4-0 | Íslandsmeistararnir kjöldregnir á Kópavogsvelli Íslandsmeistarar Vals voru kjöldregnir á Kópavogsvelli í kvöld. Lokatölur 4-0 Breiðabliki í vil og liðið því enn með fullt hús stiga í Pepsi Max-deild kvenna. 21. júlí 2020 21:32