Ríkisstjórnin mynduð um völd en ekki málefni og því verði kosningar að hausti Birgir Olgeirsson skrifar 24. júlí 2020 17:21 „Hún kemur ekki á óvart, þetta var sú dagsetning sem ég hafði giskað á,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, um ákvörðun Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, að stefna á þingkosningar 25. september 2021. Hann er ekki hrifinn af þessari dagsetningu. „Því það er afleitt fyrir nýja ríkisstjórn að taka við fjárlögum þeirrar síðustu. Þegar kosið er að vori eins og venjan var þá hefst ríkisstjórn handa við að marka sína stefnu og láta hana birtast í fjárlögum. Með þessu er komið í veg fyrir það og ný ríkisstjórn situr uppi með fjárlög þeirrar gömlu,“ segir Sigmundur Davíð. Spurður hvers vegna hann telji þessa dagsetningu hafa orðið fyrir valinu segir Sigmundur Davíð svarið augljóst. „Þetta er ríkisstjórn sem var mynduð um að skipta með sér stólum, frekar en pólitísk markmið. Þannig að þau munu halda í þá stóla eins lengi og þau geta.“ Hann segir að nú blasi við kosningabarátta að sumri og það hafi sína galla. Þjóðin hafi til að mynda takmarkaðan áhuga á pólitískri baráttu að sumarlagi. „Það má segja að hún vilji frið fyrir pólitíkinni að mestu leyti á sumrinu,“ segir Sigmundur Davíð. Hann bendir á að pólitísk umræða detti niður á sumrin. „Kannski er leikurinn til þess gerður. Allt mæli með því að færa kosningarnar yfir á vori, líkt og fjármálaráðherra orðaði það sjálfur skömmu eftir síðustu kosningar að mikilvægt væri að halda kosningar næst að vori. „En svo þegar þau eru komin í ráðherrastólana, þá er erfitt að sleppa þeim.“ Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata. Vísir/Vilhelm Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, segir kosningar að hausti breyta allri vinnu með fjárlög. Uppbyggingar sé þörf haustið 2021 eftir niðursveifluna sem fylgir kórónuveirunni. „En þingið mun þá taka við fjárlögum sem eru tilbúin fyrir kosningar án þess að hafa fengið að sjá innihaldið. Kannski er innihald þess allt annað en við vildum segja með atkvæðum okkar,“ segir Björn Leví. Spurður hvers vegna hann telji dagsetninguna 25. september hafa orðið fyrir valinu segir hann þetta síðustu mögulega dagsetninguna sem ríkisstjórn Katrínar gat sett fram og sloppið þar með við að sýna fjárlögin. Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Innlent Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Innlent Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Innlent Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Innlent Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Innlent Dómurinn valdi vonbrigðum og hafi neikvæðar afleiðingar Innlent Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar ógilt Innlent Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni Innlent Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Erlent „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að drepa móður sína Vopnahlé á Gaza, brúin sem klúðraðist og tvöfaldar greiðslur Nýskipaður varaseðlabankastjóri peningastefnu Brýnt að endurskoða atkvæðagreiðslu utan kjörfundar Brottvísuninni frestað fram yfir aðgerð Auglýsa skipulag fyrir 180 íbúðir á Árstúnshöfða Dómurinn valdi vonbrigðum og hafi neikvæðar afleiðingar Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar ógilt Kjörnir fulltrúar þurfi að huga að ímynd sinni Lítil virkni frá hrinunni Handritin öll komin á nýja heimilið Klukkan tifar en kandídatar undir hnausþykkum feldi Segja að ögurstund sé runnin upp í Seyðisfirði Nefndin hefur víðtækar heimildir og getur farið fram á endurtalningu Kennarar mæta aftur í Karphúsið Skipulagði loftslagsverkföll og aðstoðar nú loftslagsráðherra Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Holtavörðuheiðin opin á ný Þingmannanefnd skipuð um rannsókn á kosningu þingmanna Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Rólegt við Bárðarbungu Holtavörðuheiði lokað í nótt Með ógnandi hegðun á veitingahúsum í miðborginni Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Segir miður að þurfa að lyfta hnefa svo hlustað sé á kennara Flugvélin ekki flughæf vegna bilunar Sjá meira
„Hún kemur ekki á óvart, þetta var sú dagsetning sem ég hafði giskað á,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, um ákvörðun Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, að stefna á þingkosningar 25. september 2021. Hann er ekki hrifinn af þessari dagsetningu. „Því það er afleitt fyrir nýja ríkisstjórn að taka við fjárlögum þeirrar síðustu. Þegar kosið er að vori eins og venjan var þá hefst ríkisstjórn handa við að marka sína stefnu og láta hana birtast í fjárlögum. Með þessu er komið í veg fyrir það og ný ríkisstjórn situr uppi með fjárlög þeirrar gömlu,“ segir Sigmundur Davíð. Spurður hvers vegna hann telji þessa dagsetningu hafa orðið fyrir valinu segir Sigmundur Davíð svarið augljóst. „Þetta er ríkisstjórn sem var mynduð um að skipta með sér stólum, frekar en pólitísk markmið. Þannig að þau munu halda í þá stóla eins lengi og þau geta.“ Hann segir að nú blasi við kosningabarátta að sumri og það hafi sína galla. Þjóðin hafi til að mynda takmarkaðan áhuga á pólitískri baráttu að sumarlagi. „Það má segja að hún vilji frið fyrir pólitíkinni að mestu leyti á sumrinu,“ segir Sigmundur Davíð. Hann bendir á að pólitísk umræða detti niður á sumrin. „Kannski er leikurinn til þess gerður. Allt mæli með því að færa kosningarnar yfir á vori, líkt og fjármálaráðherra orðaði það sjálfur skömmu eftir síðustu kosningar að mikilvægt væri að halda kosningar næst að vori. „En svo þegar þau eru komin í ráðherrastólana, þá er erfitt að sleppa þeim.“ Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata. Vísir/Vilhelm Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, segir kosningar að hausti breyta allri vinnu með fjárlög. Uppbyggingar sé þörf haustið 2021 eftir niðursveifluna sem fylgir kórónuveirunni. „En þingið mun þá taka við fjárlögum sem eru tilbúin fyrir kosningar án þess að hafa fengið að sjá innihaldið. Kannski er innihald þess allt annað en við vildum segja með atkvæðum okkar,“ segir Björn Leví. Spurður hvers vegna hann telji dagsetninguna 25. september hafa orðið fyrir valinu segir hann þetta síðustu mögulega dagsetninguna sem ríkisstjórn Katrínar gat sett fram og sloppið þar með við að sýna fjárlögin.
Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Innlent Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Innlent Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Innlent Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Innlent Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Innlent Dómurinn valdi vonbrigðum og hafi neikvæðar afleiðingar Innlent Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar ógilt Innlent Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni Innlent Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Erlent „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að drepa móður sína Vopnahlé á Gaza, brúin sem klúðraðist og tvöfaldar greiðslur Nýskipaður varaseðlabankastjóri peningastefnu Brýnt að endurskoða atkvæðagreiðslu utan kjörfundar Brottvísuninni frestað fram yfir aðgerð Auglýsa skipulag fyrir 180 íbúðir á Árstúnshöfða Dómurinn valdi vonbrigðum og hafi neikvæðar afleiðingar Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar ógilt Kjörnir fulltrúar þurfi að huga að ímynd sinni Lítil virkni frá hrinunni Handritin öll komin á nýja heimilið Klukkan tifar en kandídatar undir hnausþykkum feldi Segja að ögurstund sé runnin upp í Seyðisfirði Nefndin hefur víðtækar heimildir og getur farið fram á endurtalningu Kennarar mæta aftur í Karphúsið Skipulagði loftslagsverkföll og aðstoðar nú loftslagsráðherra Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Holtavörðuheiðin opin á ný Þingmannanefnd skipuð um rannsókn á kosningu þingmanna Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Rólegt við Bárðarbungu Holtavörðuheiði lokað í nótt Með ógnandi hegðun á veitingahúsum í miðborginni Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Segir miður að þurfa að lyfta hnefa svo hlustað sé á kennara Flugvélin ekki flughæf vegna bilunar Sjá meira