Megn brennisteinsfnykur við Múlakvísl Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 25. júlí 2020 14:34 Ekki er talin mikil hætta á hlaupi í Múlakvísl en þó hefur mikið magn jarðhitavatns streymt í ánna síðustu daga. Vísir/Jóhann Rafleiðni í ánni Múlakvísl hefur verið mjög há miðað við eðlilegt ástand undanfarna daga. Það getur bent til að áin hlaupi en náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir í samtali við fréttastofu að ekki sé búist við hlaupi í Múlakvísl að svo stöddu. Þó sé mikið gas á svæðinu sem fylgi uppstreymi jarðhitavatns og fólk er hvatt til að vera ekki mikið á ferðinni við upptök árinnar við rætur Mýrdalsjökuls. „Við erum ekki að búast við hlaupi, það getur svo sem kannski breyst en búumst ekki við því. Rafleiðnin er komin upp yfir 250 míkrósímens, sem er mjög hátt miðað við eðlilegt ástand. Þetta þýðir að það er jarðhitavatn að leka undan Mýrdalsjökli ofan í ána. Það er gas að mælast á svæðinu,“ segir Sigurdís Björg Jónasdóttir, náttúruvársérfræðingur. Hún segist hafa rætt við konu sem hafi verið á ferð um svæðið og hafi greint frá því að megna brennisteinslykt legði yfir svæðið við upptök árinnar undan Mýrdalsjökli en konan var sjálf að koma úr Þakgili. „Fólk þarf að hafa það í huga þegar það er þarna á svæðinu að það er gas að mælast þarna og fólk ætti að halda sig frá því að fara í hella og lægðir í landinu. Hún segir að jarðhitavatnsúrrennslinu fylgi gas sem er sterkara við upptök árinnar, það er nær jöklinum. „Ef maður er farinn að finna mikla lykt þá er alltaf vísast að koma sér burt eða leita hærra upp í landslagið og vera ekki að dvelja lengi við upptöku árinnar þar sem er svona mikil lykt,“ segir Sigurdís. „Við erum búin að vera að fylgjast með þessu og rafleiðnin hefur verið að fara hægt hækkandi síðustu daga og hún er svolítið gruggug áin.“ „Fólk er að finna mikla brennisteinslykt þarna og það var ein sem ég talaði við sem sagði að hún væri mjög mikil. Það væri varla líft sagði hún í bílnum en þá viljum við að fólk sé ekki að staldra við við ána og alls ekki fara nær upptökunum þar sem gasið er ennþá meira,“ segir Sigurdís. „Það er allvanalegt að á sumrin leki talsvert magn af jarðhitavatni hægar en er í hlaupi út í ána. Þetta hefur gerst öll síðustu sumur núna í nokkur ár í Múlakvísl. Við búumst eiginlega við þessu á hverju sumri en við þurfum alltaf að vera tilbúin við að þetta aukist eða verði meira,“ segir Sigurdís. Ekki sé þó búist við hlaupi en þau séu ávallt tilbúin fyrir það. Mýrdalshreppur Veður Tengdar fréttir Hætta talin á gasmengun við Múlakvísl Jarðhitavatn undan Mýrdalsjökli sem lekur í Múlakvísl er talin ástæða þess að rafleiðni í ánni hefur vaxið hægt undanfarna daga. Veðurstofan varar við því að hætta sé að mögulegri gasmengun á svæðinu við austanverðan jökulinn. 8. júlí 2020 18:57 Mest lesið Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Máttu ekki banna fréttamenn AP Erlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Innlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Erlent Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Innlent Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Fleiri fréttir Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Sjá meira
Rafleiðni í ánni Múlakvísl hefur verið mjög há miðað við eðlilegt ástand undanfarna daga. Það getur bent til að áin hlaupi en náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir í samtali við fréttastofu að ekki sé búist við hlaupi í Múlakvísl að svo stöddu. Þó sé mikið gas á svæðinu sem fylgi uppstreymi jarðhitavatns og fólk er hvatt til að vera ekki mikið á ferðinni við upptök árinnar við rætur Mýrdalsjökuls. „Við erum ekki að búast við hlaupi, það getur svo sem kannski breyst en búumst ekki við því. Rafleiðnin er komin upp yfir 250 míkrósímens, sem er mjög hátt miðað við eðlilegt ástand. Þetta þýðir að það er jarðhitavatn að leka undan Mýrdalsjökli ofan í ána. Það er gas að mælast á svæðinu,“ segir Sigurdís Björg Jónasdóttir, náttúruvársérfræðingur. Hún segist hafa rætt við konu sem hafi verið á ferð um svæðið og hafi greint frá því að megna brennisteinslykt legði yfir svæðið við upptök árinnar undan Mýrdalsjökli en konan var sjálf að koma úr Þakgili. „Fólk þarf að hafa það í huga þegar það er þarna á svæðinu að það er gas að mælast þarna og fólk ætti að halda sig frá því að fara í hella og lægðir í landinu. Hún segir að jarðhitavatnsúrrennslinu fylgi gas sem er sterkara við upptök árinnar, það er nær jöklinum. „Ef maður er farinn að finna mikla lykt þá er alltaf vísast að koma sér burt eða leita hærra upp í landslagið og vera ekki að dvelja lengi við upptöku árinnar þar sem er svona mikil lykt,“ segir Sigurdís. „Við erum búin að vera að fylgjast með þessu og rafleiðnin hefur verið að fara hægt hækkandi síðustu daga og hún er svolítið gruggug áin.“ „Fólk er að finna mikla brennisteinslykt þarna og það var ein sem ég talaði við sem sagði að hún væri mjög mikil. Það væri varla líft sagði hún í bílnum en þá viljum við að fólk sé ekki að staldra við við ána og alls ekki fara nær upptökunum þar sem gasið er ennþá meira,“ segir Sigurdís. „Það er allvanalegt að á sumrin leki talsvert magn af jarðhitavatni hægar en er í hlaupi út í ána. Þetta hefur gerst öll síðustu sumur núna í nokkur ár í Múlakvísl. Við búumst eiginlega við þessu á hverju sumri en við þurfum alltaf að vera tilbúin við að þetta aukist eða verði meira,“ segir Sigurdís. Ekki sé þó búist við hlaupi en þau séu ávallt tilbúin fyrir það.
Mýrdalshreppur Veður Tengdar fréttir Hætta talin á gasmengun við Múlakvísl Jarðhitavatn undan Mýrdalsjökli sem lekur í Múlakvísl er talin ástæða þess að rafleiðni í ánni hefur vaxið hægt undanfarna daga. Veðurstofan varar við því að hætta sé að mögulegri gasmengun á svæðinu við austanverðan jökulinn. 8. júlí 2020 18:57 Mest lesið Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Máttu ekki banna fréttamenn AP Erlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Innlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Erlent Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Innlent Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Fleiri fréttir Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Sjá meira
Hætta talin á gasmengun við Múlakvísl Jarðhitavatn undan Mýrdalsjökli sem lekur í Múlakvísl er talin ástæða þess að rafleiðni í ánni hefur vaxið hægt undanfarna daga. Veðurstofan varar við því að hætta sé að mögulegri gasmengun á svæðinu við austanverðan jökulinn. 8. júlí 2020 18:57