Undirbýr frekari flutninga opinberra stofnana út á land Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 26. júlí 2020 13:51 Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra hyggst færa fleiri opinberar stofnanir út á land. Vísir/Vilhelm Félags- og barnamálaráðherra hyggst flytja fleiri opinberar stofnanir út á land á næstunni. Brunavarnasvið Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar verður flutt norður á Sauðárkrók í haust að ákvörðun ráðherrans en sérfræðingar innan deildarinnar hafa áður lýst því yfir að þeir hyggist ekki flytjast búflutningum norður. Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, sagði í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun að það væri mikilvægt fyrir landsbyggðina að þangað séu fluttar opinberar stofnanir. Því fylgi mikil verðmætasköpun sem einnig skapi fjölbreytni. „Það er þjóðhagslega mikilvægt, við erum að reyna að byggja allt upp hér í kring um landið. Atvinnuuppbyggingu, gjaldeyrisskapandi uppbyggingu, hvort sem er í ferðaþjónustu, landbúnaði, iðnaði, einhverri náttúrunýtingu og þessi tegund starfa sem opinber störf eru þau styðja mjög vel fyrir þá uppbyggingu,“ segir Ásmundur. „Skapar aukna fjölbreytni, skapar betri stoðir undir þessa auðlindanýtingu og gjaldeyrissköpun þjóðarinnar.“ Ákvörðun Ásmundar um að flytja brunavarnasvið Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar hefur verið harðlega gagnrýnd af starfsmönnum þess og Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna. Sex menn sem búa yfir sérþekkingu í brunamálum og starfa í deildinni eru allir búsettir á höfuðborgarsvæðinu og ætlar enginn þeirra að flytja búferlum til Sauðárkróks. „Ég held það sé alveg ljóst að um það séu pólitískt skiptar skoðanir hversu hart eigi að ganga fram í þessu. Mín skoðun er, og hefur alltaf verið, sú að við eigum að ráðast í róttækar aðgerðir til þess að dreifa hinum opinberu störfum betur,“ segir Ásmundur. „Við sjáum það að nágrannaþjóðir okkar, Norðmenn og Danir hafa verið að gera þetta með góðum árangri.“ Hann segist sannfærður um að mikill meirihluti þjóðarinnar vilji sjá meiri dreifingu á opinberum stofnunum um landið. „Ég held það þurfi að taka frekari pólitískar ákvarðanir um flutning opinberra starfa út á land, líkt og ég var að gera með Húsnæðis- og mannvirkjastofnun.“ Hann tekur dæmi um flutning Matvælastofnunar á Selfoss, Landmælinga Íslands til Akraness og Atvinnuleysistryggingar á Skagaströnd. „Það er vinnustaður á Skagaströnd í dag sem skiptir miklu máli fyrir það samfélag. Ég held að við eigum að stíga frekari skref í þessa veruna.“ „Ég er að undirbúa frekari skref í þessa veruna. Frekari flutninga.“ Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Félagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Framsóknarflokkurinn Tengdar fréttir Passar landsbyggðin hvergi inn í excel? Ritari Framsóknar gagnrýnir flutning starfa frá landsbyggðinni og gagnrýni á flutninga starfa út á land. 14. júlí 2020 10:12 Landsbyggðafólk sótillt út í RÚV og Sigríði Dögg Sigurður Ingi skorar á RÚV að birta frétt um störf sem hafa verið flutt frá landsbyggð og til Reykjavíkur. 13. júlí 2020 16:22 Fresta lokun fangelsisins á Akureyri Dómsmálaráðherra segist hafa farið fram á það við fangelsismálastjóra að lokun fangelsisins á Akureyri verði frestað til 15. september. 16. júlí 2020 16:59 Mest lesið Steindór Andersen er látinn Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Fleiri fréttir „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Sjá meira
Félags- og barnamálaráðherra hyggst flytja fleiri opinberar stofnanir út á land á næstunni. Brunavarnasvið Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar verður flutt norður á Sauðárkrók í haust að ákvörðun ráðherrans en sérfræðingar innan deildarinnar hafa áður lýst því yfir að þeir hyggist ekki flytjast búflutningum norður. Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, sagði í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun að það væri mikilvægt fyrir landsbyggðina að þangað séu fluttar opinberar stofnanir. Því fylgi mikil verðmætasköpun sem einnig skapi fjölbreytni. „Það er þjóðhagslega mikilvægt, við erum að reyna að byggja allt upp hér í kring um landið. Atvinnuuppbyggingu, gjaldeyrisskapandi uppbyggingu, hvort sem er í ferðaþjónustu, landbúnaði, iðnaði, einhverri náttúrunýtingu og þessi tegund starfa sem opinber störf eru þau styðja mjög vel fyrir þá uppbyggingu,“ segir Ásmundur. „Skapar aukna fjölbreytni, skapar betri stoðir undir þessa auðlindanýtingu og gjaldeyrissköpun þjóðarinnar.“ Ákvörðun Ásmundar um að flytja brunavarnasvið Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar hefur verið harðlega gagnrýnd af starfsmönnum þess og Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna. Sex menn sem búa yfir sérþekkingu í brunamálum og starfa í deildinni eru allir búsettir á höfuðborgarsvæðinu og ætlar enginn þeirra að flytja búferlum til Sauðárkróks. „Ég held það sé alveg ljóst að um það séu pólitískt skiptar skoðanir hversu hart eigi að ganga fram í þessu. Mín skoðun er, og hefur alltaf verið, sú að við eigum að ráðast í róttækar aðgerðir til þess að dreifa hinum opinberu störfum betur,“ segir Ásmundur. „Við sjáum það að nágrannaþjóðir okkar, Norðmenn og Danir hafa verið að gera þetta með góðum árangri.“ Hann segist sannfærður um að mikill meirihluti þjóðarinnar vilji sjá meiri dreifingu á opinberum stofnunum um landið. „Ég held það þurfi að taka frekari pólitískar ákvarðanir um flutning opinberra starfa út á land, líkt og ég var að gera með Húsnæðis- og mannvirkjastofnun.“ Hann tekur dæmi um flutning Matvælastofnunar á Selfoss, Landmælinga Íslands til Akraness og Atvinnuleysistryggingar á Skagaströnd. „Það er vinnustaður á Skagaströnd í dag sem skiptir miklu máli fyrir það samfélag. Ég held að við eigum að stíga frekari skref í þessa veruna.“ „Ég er að undirbúa frekari skref í þessa veruna. Frekari flutninga.“ Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér að neðan.
Félagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Framsóknarflokkurinn Tengdar fréttir Passar landsbyggðin hvergi inn í excel? Ritari Framsóknar gagnrýnir flutning starfa frá landsbyggðinni og gagnrýni á flutninga starfa út á land. 14. júlí 2020 10:12 Landsbyggðafólk sótillt út í RÚV og Sigríði Dögg Sigurður Ingi skorar á RÚV að birta frétt um störf sem hafa verið flutt frá landsbyggð og til Reykjavíkur. 13. júlí 2020 16:22 Fresta lokun fangelsisins á Akureyri Dómsmálaráðherra segist hafa farið fram á það við fangelsismálastjóra að lokun fangelsisins á Akureyri verði frestað til 15. september. 16. júlí 2020 16:59 Mest lesið Steindór Andersen er látinn Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Fleiri fréttir „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Sjá meira
Passar landsbyggðin hvergi inn í excel? Ritari Framsóknar gagnrýnir flutning starfa frá landsbyggðinni og gagnrýni á flutninga starfa út á land. 14. júlí 2020 10:12
Landsbyggðafólk sótillt út í RÚV og Sigríði Dögg Sigurður Ingi skorar á RÚV að birta frétt um störf sem hafa verið flutt frá landsbyggð og til Reykjavíkur. 13. júlí 2020 16:22
Fresta lokun fangelsisins á Akureyri Dómsmálaráðherra segist hafa farið fram á það við fangelsismálastjóra að lokun fangelsisins á Akureyri verði frestað til 15. september. 16. júlí 2020 16:59