Hafna því að flóttamaðurinn sé smitaður Sylvía Hall skrifar 27. júlí 2020 07:18 Frá Pyongyang í Norður-Kóreu. Sé maðurinn smitaður er það fyrsta staðfesta tilfelli Covid-19 í Norður-Kóreu. Vísir/Getty Yfirvöld í Suður-Kóreu hafna því að maður sem flúði til landsins og sneri aftur til Norður-Kóreu fyrir rúmri viku síðan sé smitaður af kórónuveirunni. Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, lýsti yfir neyðarástandi vegna grunsins um að maðurinn væri smitaður, sem væri fyrsta staðfesta tilfelli Covid-19 í landinu. Hinn meinti smitberi er sagður hafa flúið Norður-Kóreu fyrir um þremur árum og snúið aftur þann 19. júlí. Á vef breska ríkisútvarpsins kemur fram að maðurinn sé grunaður um að hafa skriðið í gegnum frárennslisrör og synt um það bil 1,6 kílómetra til þess að koma sér yfir landamærin, en hann er sagður hafa farið svipaða leið þegar hann flúði fyrst fá norðrinu. Í gær var greint frá frá því að maðurinn væri grunaður um nauðgun í Suður-Kóreu. Yonhap fréttaveitan sagði yfirvöld hafa leitað 24 ára gamals manns frá Norður-Kóreu sem hafði nauðgað konu í síðasta mánuði sem flúði einnig frá landinu. Upptökur úr eftirlitsmyndavélum sýna að maðurinn synti yfir frá eyjunni Ganghwa og skreið svo undir gaddavír í frárennslisröri sem leiðir til Gulahafs. Þaðan synti hann yfir til Norður-Kóreu til borgarinnar Kaesong þar sem útgöngubanni hefur nú verið komið á vegna gruns um smit. Hingað til hafa norður-kóresk stjórnvöld haldið því fram að engin kórónuveirusmit hafi greinst í landinu. Því er mögulega um að ræða fyrsta opinbera tilfelli veirunnar í landinu lokaða. „Neyðaratvik varð í Kaesong þegar að flóttamaður, sem flúði til suðurs, sneri aftur með ólögmætum hætti og virðist smitaður af veirunni skæðu,“ sagði í fréttaflutningi ríkismiðilsins KCNA. Suður-Kórea Norður-Kórea Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Grunur um kórónuveirusmit í Norður-Kóreu Leiðtogi Norður-Kóreu, Kim Jong-un, kallaði til neyðarfundar eftir að einstaklingur sem grunaður erum að vera smitaður af veirunni laumaðist yfir landamæri Norður- og Suður-Kóreu fyrr í mánuðinum. 25. júlí 2020 22:48 Mest lesið Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Máttu ekki banna fréttamenn AP Erlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Innlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Erlent Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Innlent Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Fleiri fréttir Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Sjá meira
Yfirvöld í Suður-Kóreu hafna því að maður sem flúði til landsins og sneri aftur til Norður-Kóreu fyrir rúmri viku síðan sé smitaður af kórónuveirunni. Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, lýsti yfir neyðarástandi vegna grunsins um að maðurinn væri smitaður, sem væri fyrsta staðfesta tilfelli Covid-19 í landinu. Hinn meinti smitberi er sagður hafa flúið Norður-Kóreu fyrir um þremur árum og snúið aftur þann 19. júlí. Á vef breska ríkisútvarpsins kemur fram að maðurinn sé grunaður um að hafa skriðið í gegnum frárennslisrör og synt um það bil 1,6 kílómetra til þess að koma sér yfir landamærin, en hann er sagður hafa farið svipaða leið þegar hann flúði fyrst fá norðrinu. Í gær var greint frá frá því að maðurinn væri grunaður um nauðgun í Suður-Kóreu. Yonhap fréttaveitan sagði yfirvöld hafa leitað 24 ára gamals manns frá Norður-Kóreu sem hafði nauðgað konu í síðasta mánuði sem flúði einnig frá landinu. Upptökur úr eftirlitsmyndavélum sýna að maðurinn synti yfir frá eyjunni Ganghwa og skreið svo undir gaddavír í frárennslisröri sem leiðir til Gulahafs. Þaðan synti hann yfir til Norður-Kóreu til borgarinnar Kaesong þar sem útgöngubanni hefur nú verið komið á vegna gruns um smit. Hingað til hafa norður-kóresk stjórnvöld haldið því fram að engin kórónuveirusmit hafi greinst í landinu. Því er mögulega um að ræða fyrsta opinbera tilfelli veirunnar í landinu lokaða. „Neyðaratvik varð í Kaesong þegar að flóttamaður, sem flúði til suðurs, sneri aftur með ólögmætum hætti og virðist smitaður af veirunni skæðu,“ sagði í fréttaflutningi ríkismiðilsins KCNA.
Suður-Kórea Norður-Kórea Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Grunur um kórónuveirusmit í Norður-Kóreu Leiðtogi Norður-Kóreu, Kim Jong-un, kallaði til neyðarfundar eftir að einstaklingur sem grunaður erum að vera smitaður af veirunni laumaðist yfir landamæri Norður- og Suður-Kóreu fyrr í mánuðinum. 25. júlí 2020 22:48 Mest lesið Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Máttu ekki banna fréttamenn AP Erlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Innlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Erlent Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Innlent Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Fleiri fréttir Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Sjá meira
Grunur um kórónuveirusmit í Norður-Kóreu Leiðtogi Norður-Kóreu, Kim Jong-un, kallaði til neyðarfundar eftir að einstaklingur sem grunaður erum að vera smitaður af veirunni laumaðist yfir landamæri Norður- og Suður-Kóreu fyrr í mánuðinum. 25. júlí 2020 22:48