Styrkur jarðhitagass í Múlakvísl geti farið yfir heilsumörk Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 27. júlí 2020 11:49 Jarðhitavatn sem kemur fram í Múlakvísl veldur aukinni rafleiðni í vatninu. Þá getur styrkur jarðhitagass farið yfir heilsuverndarmörk nálægt upptökum Múlakvíslar. Mynd úr safni. Vísir/Vilhelm Gunnarsson Jarðskjálfti 3,4 að stærð mældist í Mýrdalsjökli í morgunn. Skjálftinn er sá stærsti sem mælst hefur á svæðinu í tvö ár. Náttúruvársérfræðingur varar við aukinni rafleiðni í Múlakvísl þar sem styrkur jarðhitagass getur farið yfir heilsuverndarmörk. Tveir jarðskjálftar urðu með stuttu millibili á áttunda tímanum í morgun um sex kílómetrum vestnorðvestur af Austmannsbungu í Mýrdalsjökli. Kristín Jónsdóttir er náttúruvársérfræðingur á vakt hjá Veðurstofu Íslands. „Sá fyrri var 2,8 og sá síðari 3,4. Svo í rauninni dregur mjög hratt úr þessari virkni, það koma nokkrir mjög litlir á eftir og svo hefur ekki meira gerst. En þessir skjálftar eru vestan við Austmannsbungu inni í Kötluöskjunni og þegar við skoðum virknina aftur í tímann þá er þetta alls ekki óvenjulegt að það mælist aukin skjálftavirkni á sumrin og síðsumars,“ segir Kristín. Síðari skjálftinn er sá stærsti sem mælst hefur í Mýrdalsjökli síðan 2. ágúst 2018 en sá var 3,7 að stærð. Veðurstofunni hafa borist nokkrar tilkynningar frá fólki sem fann fyrir skjálftanum í morgun, meðal annars frá göngufólki á Fimmvörðuhálsi og þá fannst skjálftinn á Hvolsvelli. Kristín segir engin merki vera um gosóróa en ekki sé hægt að útiloka auknar líkur á hlaupi. „Það er ekki hægt að útiloka það að það geti komið fram meira vatn þarna undan jöklinum. En það er svo sem ekkert sem bendir til þess að neitt slíkt sé yfirvofandi núna,“ segir Kristín. „Það sem við sjáum samferða þessari virkni er að það er meira jarðhitavatn að koma fram í Múlakvísl og þetta veldur aukinni rafleiðni í vatninu sem við erum að mæla og einnig mælum við meira gas og það er kannski helst að benda fólki á það, sem er nálægt upptökum Múlakvíslar að ekki vera að staldra lengi við upptökin af því þar getur mengun og styrkur jarðhitagass farið yfir heilsumörk.“ Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Útför páfans á laugardag Erlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Fleiri fréttir Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Sjá meira
Jarðskjálfti 3,4 að stærð mældist í Mýrdalsjökli í morgunn. Skjálftinn er sá stærsti sem mælst hefur á svæðinu í tvö ár. Náttúruvársérfræðingur varar við aukinni rafleiðni í Múlakvísl þar sem styrkur jarðhitagass getur farið yfir heilsuverndarmörk. Tveir jarðskjálftar urðu með stuttu millibili á áttunda tímanum í morgun um sex kílómetrum vestnorðvestur af Austmannsbungu í Mýrdalsjökli. Kristín Jónsdóttir er náttúruvársérfræðingur á vakt hjá Veðurstofu Íslands. „Sá fyrri var 2,8 og sá síðari 3,4. Svo í rauninni dregur mjög hratt úr þessari virkni, það koma nokkrir mjög litlir á eftir og svo hefur ekki meira gerst. En þessir skjálftar eru vestan við Austmannsbungu inni í Kötluöskjunni og þegar við skoðum virknina aftur í tímann þá er þetta alls ekki óvenjulegt að það mælist aukin skjálftavirkni á sumrin og síðsumars,“ segir Kristín. Síðari skjálftinn er sá stærsti sem mælst hefur í Mýrdalsjökli síðan 2. ágúst 2018 en sá var 3,7 að stærð. Veðurstofunni hafa borist nokkrar tilkynningar frá fólki sem fann fyrir skjálftanum í morgun, meðal annars frá göngufólki á Fimmvörðuhálsi og þá fannst skjálftinn á Hvolsvelli. Kristín segir engin merki vera um gosóróa en ekki sé hægt að útiloka auknar líkur á hlaupi. „Það er ekki hægt að útiloka það að það geti komið fram meira vatn þarna undan jöklinum. En það er svo sem ekkert sem bendir til þess að neitt slíkt sé yfirvofandi núna,“ segir Kristín. „Það sem við sjáum samferða þessari virkni er að það er meira jarðhitavatn að koma fram í Múlakvísl og þetta veldur aukinni rafleiðni í vatninu sem við erum að mæla og einnig mælum við meira gas og það er kannski helst að benda fólki á það, sem er nálægt upptökum Múlakvíslar að ekki vera að staldra lengi við upptökin af því þar getur mengun og styrkur jarðhitagass farið yfir heilsumörk.“
Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Útför páfans á laugardag Erlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Fleiri fréttir Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent