Johnson hvetur Breta til að megra sig Kjartan Kjartansson skrifar 27. júlí 2020 15:58 Johnson segist hafa misst rúmlega sex kíló frá því að hann veiktist af Covid-19 í vor. Hann hafi verið í yfirþyngd. Vísir/EPA Bretar ættu að „grenna sig aðeins“ að mati Boris Johnson, forsætisráðherra en ríkisstjórn hans ætlar að grípa til aðgerða gegn því sem þau telja offitufaraldur í landinu. Vísar Johnson til eigin reynslu af glímu við aukakílóin og Covid-19-veikindi til þess að styðja átakið. Auglýsingar fyrir skyndibita verða bannaðar fyrir klukkan 21:00 á kvöldin og tveir fyrir einn tilboð á ruslfæði sömuleiðis með herferð ríkisstjórnarinnar sem gengur undir heitinu „Betri heilsa“. Veitingastöðum verður einnig gert að láta hitaeiningafjölda fylgja á matseðlum. Ríkisstjórnin lýsir offituvandamáli þjóðarinnar sem „tímasprengju“. Johnson sagði í myndskeiði sem hann birti á Twitter-síðu sinni til að kynna átakið að hann hefði verið í ofþyngd þegar hann greindist með nýtt afbrigði kórónuveirunnar í vor. „Ég hef alltaf viljað léttast heillengi og eins og margir aðrir átti ég í vandræðum með þyngdina, ég sveiflast upp og niður. Frá því að ég náði mér af kórónuveirunni hef ég stöðugt bætt formið mitt,“ sagði Johnson. Losing weight is hard but with some small changes we can all feel fitter and healthier.If we all do our bit, we can reduce our health risks and protect ourselves against coronavirus as well as taking pressure off the NHS. Our Better Health Strategy https://t.co/WdazXhuhRN pic.twitter.com/KZhW8p17FJ— Boris Johnson #StayAlert (@BorisJohnson) July 27, 2020 Upplýsti forsætisráðherrann að hann hefði misst meira en sex kíló eftir veikindin. Hann hlypi nú á hverjum degi. Sagðist hann vonast til þess að fólk teldi herferðina ekki of mikla forsjárhyggju, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. Bresk lýðheilsuyfirvöld vöruðu við því í síðustu viku að þeir sem eru of þungir eða þjást af offitu séu í mun meiri hættu áð veikjast alvarlega af kórónuveirunni en aðrir. Þeir séu líklegri til að látast af völdum sjúkdómsins. Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Fundu leifar af fíkniefnum í þinghúsinu eftir jólagleði þingflokka Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Sjá meira
Bretar ættu að „grenna sig aðeins“ að mati Boris Johnson, forsætisráðherra en ríkisstjórn hans ætlar að grípa til aðgerða gegn því sem þau telja offitufaraldur í landinu. Vísar Johnson til eigin reynslu af glímu við aukakílóin og Covid-19-veikindi til þess að styðja átakið. Auglýsingar fyrir skyndibita verða bannaðar fyrir klukkan 21:00 á kvöldin og tveir fyrir einn tilboð á ruslfæði sömuleiðis með herferð ríkisstjórnarinnar sem gengur undir heitinu „Betri heilsa“. Veitingastöðum verður einnig gert að láta hitaeiningafjölda fylgja á matseðlum. Ríkisstjórnin lýsir offituvandamáli þjóðarinnar sem „tímasprengju“. Johnson sagði í myndskeiði sem hann birti á Twitter-síðu sinni til að kynna átakið að hann hefði verið í ofþyngd þegar hann greindist með nýtt afbrigði kórónuveirunnar í vor. „Ég hef alltaf viljað léttast heillengi og eins og margir aðrir átti ég í vandræðum með þyngdina, ég sveiflast upp og niður. Frá því að ég náði mér af kórónuveirunni hef ég stöðugt bætt formið mitt,“ sagði Johnson. Losing weight is hard but with some small changes we can all feel fitter and healthier.If we all do our bit, we can reduce our health risks and protect ourselves against coronavirus as well as taking pressure off the NHS. Our Better Health Strategy https://t.co/WdazXhuhRN pic.twitter.com/KZhW8p17FJ— Boris Johnson #StayAlert (@BorisJohnson) July 27, 2020 Upplýsti forsætisráðherrann að hann hefði misst meira en sex kíló eftir veikindin. Hann hlypi nú á hverjum degi. Sagðist hann vonast til þess að fólk teldi herferðina ekki of mikla forsjárhyggju, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. Bresk lýðheilsuyfirvöld vöruðu við því í síðustu viku að þeir sem eru of þungir eða þjást af offitu séu í mun meiri hættu áð veikjast alvarlega af kórónuveirunni en aðrir. Þeir séu líklegri til að látast af völdum sjúkdómsins.
Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Fundu leifar af fíkniefnum í þinghúsinu eftir jólagleði þingflokka Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Sjá meira