Íslendingar blésu á varnaðarorð um reykingar í faraldrinum Stefán Ó. Jónsson skrifar 30. júlí 2020 06:43 Íslendingar virðast ekki hafa lagt reykingunum í faraldrinum. getty/boonchai wedmakawand Á meðan sum nýttu tilbreytingaleysi samkomubannsins í gönguferðir, framkvæmdir og umpottun virðast önnur hafa reykt sem aldrei fyrr. Sala á hvers kyns reyktókbaki á Íslandi hefur aukist umtalsvert á milli ára frá 16. mars, þegar fyrsta samkomubannið tók gildi, ef marka má sölutölur út ÁTVR. Á sama tíma hvöttu heilbrigðisyfirvöld Íslendinga til að leggja sígarettuna á hilluna í faraldrinum. Framleiðendur Marlboro-sígaretta leiðréttu í vikunni spár sínar fyrir árið. Þeir höfðu áður áætlað að samdráttur síðustu ára í Bandaríkjunum héldi áfram og sígarettusalan myndi dragast saman um 6 prósent á árinu. Eftir innreið kórónuveirunnar hefur salan hins vegar glæðst nokkuð. Marlboro-menn gera nú ráð fyrir því að samdrátturinn verði á bilinu 2 til 3,5 prósent, eða um helmingi minni en áætlað var. Haft er eftir forstjóranum í Wall Street Journal að svo virðist því sem Bandaríkjamenn reyki meira en áður. Líklega sé það vegna þess að þeir verji meiri tíma heima hjá sér en áður og eyði minna í ferðalög og aðra afþreyingu. Þar að auki hafa vinsældir rafsígaretta minnkað vestanhafs en Bandaríkjastjórn hefur takmarkað sölu þeirra með ýmsum hætti, t.a.m. bannað margar vinsæla bragðtegundir. Það varð þó enginn samdráttur í tóbakssölunni á Íslandi. Þvert á móti jókst sala reyktókbaks í öllum flokkum frá 16. mars til gærdagsins; það er sígarettum, vindlum og reyktóbaki sem fólk notar til að vefja eigin sígarettur. Sala tóbaks 16 mars til 28 júlí árin 2019 og 2020 Mest varð aukningin í síðasta flokknum. Rúmlega 2820 kíló af reyktóbaki seldist á landinu á þessu rúmlega 4 mánaða tímabili í fyrra en í ár var salan 3605 kíló. Það er aukning upp á rúmlega 27,5 prósent. Landsmenn reyktu auk þess 166 þúsund fleiri vindla á þessum mánuðum en þeir gerðu árið á undan. Rúmlega 1,6 milljónir vindla seldust í fyrra en næstum 1,8 milljón vindlar í ár, fjölgun um 10 prósent. Sígarettusalan jókst jafnframt nokkuð. Fjórtán prósent fleiri sígarettukarton hafa selst á landinu frá upphafi samkomubanns m.v. sama tímabil í fyrra. Íslendingar hafa því reykt um 3,7 milljónir sígarettupakka á síðustu fjórum mánuðum en reyktu 3,2 milljónir pakka á síðasta ári. Hins vegar hefur orðið nokkuð skarpur samdráttur í sölu neftóbaks á árinu, eins og Vísir greindi frá á dögunum. Sigrún Ósk Sigurðardóttir, aðstoðarforstjóri ÁTVR, telur innkomu nikótínpúða á íslenskan markað geta útskýrt þennan samdrátt. Neftóbakið er jafnframt eina tóbaksafurðin sem ÁTVR selur til Fríhafnarinnar á Keflavíkurflugvelli, annað tóbak er keypt í gegnum aðrar heildsölur. Söluaukningin sem ÁTVR tekur eftir í reyktóbaksflokkunum kann því að skýrast af fólki sem er hætt að kaupa sígarettur í flugstöðinni en kaupir þær þess í stað í sjoppum landsins. Hlýddu ekki Hvað sem því líður er ljóst að Íslendingar létu varnaðarorð heilbrigðisstétta um reykingar í faraldrinum sem vind um eyru þjóta. Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómalækninga Landspítalans, sagði þannig í byrjun mars að kórónuveiran legðist illa á reykingafólk. „Það er ekki sögusögn. Það á sér líffræðilegar skýringar. Það verða þannig breytingar í öndunarþekju reykingafólks að viðtakinn fyrir veiruna, honum fjölgar. Magnið af viðbragðinu við sýkingunnni verður meira í lungunum á reykingarfólki heldur en öðrum þannig að þeir standa höllum fæti,“ sagði Már. Hvatning Tómasar Guðbjartssonar læknis um svipað leyti var einföld: Burt með tóbak og veip - og verjum lungun gegn árás Covid-19 Áfengi og tóbak Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Nikótínpúðar Tengdar fréttir Vinsældir nikótínpúða taldar hafa áhrif á sölu neftóbaks Sala á neftóbaki hefur dregist saman um 36 prósent milli ára. 24. júlí 2020 06:41 Um 17 þúsund Íslendingar reykja daglega og um 13 þúsund veipa Tæplega 17 þúsund Íslendingar reykja nú daglega, samkvæmt nýjum mælingum embættis landlæknis. Verkefnisstjóri Tóbaksvarna segir tölurnar aldrei hafa verið lægri og telur að kórónuveirufaraldurinn hafi áhrif. 25. maí 2020 19:16 Mest lesið Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Innlent Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Fleiri fréttir Dynjandisheiði boðin út með verklokum haustið 2026 Segir fréttir af pólitísku andláti sínu stórlega ýktar Grautfúl eftir að hafa tapað forsetakosningum Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Lögreglumanni ekki gerð refsing átta árum eftir að hann réðst á fanga Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Mannlaus bifreið á miðjum vegi Sjá meira
Á meðan sum nýttu tilbreytingaleysi samkomubannsins í gönguferðir, framkvæmdir og umpottun virðast önnur hafa reykt sem aldrei fyrr. Sala á hvers kyns reyktókbaki á Íslandi hefur aukist umtalsvert á milli ára frá 16. mars, þegar fyrsta samkomubannið tók gildi, ef marka má sölutölur út ÁTVR. Á sama tíma hvöttu heilbrigðisyfirvöld Íslendinga til að leggja sígarettuna á hilluna í faraldrinum. Framleiðendur Marlboro-sígaretta leiðréttu í vikunni spár sínar fyrir árið. Þeir höfðu áður áætlað að samdráttur síðustu ára í Bandaríkjunum héldi áfram og sígarettusalan myndi dragast saman um 6 prósent á árinu. Eftir innreið kórónuveirunnar hefur salan hins vegar glæðst nokkuð. Marlboro-menn gera nú ráð fyrir því að samdrátturinn verði á bilinu 2 til 3,5 prósent, eða um helmingi minni en áætlað var. Haft er eftir forstjóranum í Wall Street Journal að svo virðist því sem Bandaríkjamenn reyki meira en áður. Líklega sé það vegna þess að þeir verji meiri tíma heima hjá sér en áður og eyði minna í ferðalög og aðra afþreyingu. Þar að auki hafa vinsældir rafsígaretta minnkað vestanhafs en Bandaríkjastjórn hefur takmarkað sölu þeirra með ýmsum hætti, t.a.m. bannað margar vinsæla bragðtegundir. Það varð þó enginn samdráttur í tóbakssölunni á Íslandi. Þvert á móti jókst sala reyktókbaks í öllum flokkum frá 16. mars til gærdagsins; það er sígarettum, vindlum og reyktóbaki sem fólk notar til að vefja eigin sígarettur. Sala tóbaks 16 mars til 28 júlí árin 2019 og 2020 Mest varð aukningin í síðasta flokknum. Rúmlega 2820 kíló af reyktóbaki seldist á landinu á þessu rúmlega 4 mánaða tímabili í fyrra en í ár var salan 3605 kíló. Það er aukning upp á rúmlega 27,5 prósent. Landsmenn reyktu auk þess 166 þúsund fleiri vindla á þessum mánuðum en þeir gerðu árið á undan. Rúmlega 1,6 milljónir vindla seldust í fyrra en næstum 1,8 milljón vindlar í ár, fjölgun um 10 prósent. Sígarettusalan jókst jafnframt nokkuð. Fjórtán prósent fleiri sígarettukarton hafa selst á landinu frá upphafi samkomubanns m.v. sama tímabil í fyrra. Íslendingar hafa því reykt um 3,7 milljónir sígarettupakka á síðustu fjórum mánuðum en reyktu 3,2 milljónir pakka á síðasta ári. Hins vegar hefur orðið nokkuð skarpur samdráttur í sölu neftóbaks á árinu, eins og Vísir greindi frá á dögunum. Sigrún Ósk Sigurðardóttir, aðstoðarforstjóri ÁTVR, telur innkomu nikótínpúða á íslenskan markað geta útskýrt þennan samdrátt. Neftóbakið er jafnframt eina tóbaksafurðin sem ÁTVR selur til Fríhafnarinnar á Keflavíkurflugvelli, annað tóbak er keypt í gegnum aðrar heildsölur. Söluaukningin sem ÁTVR tekur eftir í reyktóbaksflokkunum kann því að skýrast af fólki sem er hætt að kaupa sígarettur í flugstöðinni en kaupir þær þess í stað í sjoppum landsins. Hlýddu ekki Hvað sem því líður er ljóst að Íslendingar létu varnaðarorð heilbrigðisstétta um reykingar í faraldrinum sem vind um eyru þjóta. Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómalækninga Landspítalans, sagði þannig í byrjun mars að kórónuveiran legðist illa á reykingafólk. „Það er ekki sögusögn. Það á sér líffræðilegar skýringar. Það verða þannig breytingar í öndunarþekju reykingafólks að viðtakinn fyrir veiruna, honum fjölgar. Magnið af viðbragðinu við sýkingunnni verður meira í lungunum á reykingarfólki heldur en öðrum þannig að þeir standa höllum fæti,“ sagði Már. Hvatning Tómasar Guðbjartssonar læknis um svipað leyti var einföld: Burt með tóbak og veip - og verjum lungun gegn árás Covid-19
Áfengi og tóbak Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Nikótínpúðar Tengdar fréttir Vinsældir nikótínpúða taldar hafa áhrif á sölu neftóbaks Sala á neftóbaki hefur dregist saman um 36 prósent milli ára. 24. júlí 2020 06:41 Um 17 þúsund Íslendingar reykja daglega og um 13 þúsund veipa Tæplega 17 þúsund Íslendingar reykja nú daglega, samkvæmt nýjum mælingum embættis landlæknis. Verkefnisstjóri Tóbaksvarna segir tölurnar aldrei hafa verið lægri og telur að kórónuveirufaraldurinn hafi áhrif. 25. maí 2020 19:16 Mest lesið Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Innlent Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Fleiri fréttir Dynjandisheiði boðin út með verklokum haustið 2026 Segir fréttir af pólitísku andláti sínu stórlega ýktar Grautfúl eftir að hafa tapað forsetakosningum Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Lögreglumanni ekki gerð refsing átta árum eftir að hann réðst á fanga Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Mannlaus bifreið á miðjum vegi Sjá meira
Vinsældir nikótínpúða taldar hafa áhrif á sölu neftóbaks Sala á neftóbaki hefur dregist saman um 36 prósent milli ára. 24. júlí 2020 06:41
Um 17 þúsund Íslendingar reykja daglega og um 13 þúsund veipa Tæplega 17 þúsund Íslendingar reykja nú daglega, samkvæmt nýjum mælingum embættis landlæknis. Verkefnisstjóri Tóbaksvarna segir tölurnar aldrei hafa verið lægri og telur að kórónuveirufaraldurinn hafi áhrif. 25. maí 2020 19:16