HK er komið í átta liða úrslit Mjólkurbikarsins eftir 6-2 stórsigur á Aftureldingu í kvöld.
Gestirnir úr Mosfellsbæ komust yfir með marki Andra Freys Jónassonar á 3. mínútu en þrettán mínútum síðar jafnaði Guðmundur Þór Júlíusson metin.
Á 19. mínútu var staðan orðin 2-1er Atli Arnarson skoraði og Stefán Alexander Ljubicic skoraði sitt fyrsta mark fyrir HK skömmu fyrir leikhlé.
Alexander Aron Davorsson minnkaði muninn á 52. mínútu fyrir Aftureldingu en Ívar Orri Gissurason og Ari Sigurpálsson, ungir HK-ingar, skoruðu áður en yfir lauk.
Einnig skoraði HK eitt sjálfsmark og lokatölur 6-2. HK því komið í átta liða úrslitin ásamt FH, KR, Breiðabliki og ÍBV.