Hátíðleg en lágstemmd athöfn við innsetningu forseta Íslands Heimir Már Pétursson skrifar 1. ágúst 2020 10:36 Guðni Th. Jóhannesson verður settur i embætti forseta Íslands öðru sinni við hátíðlega en lágstemmda athöfn sem hefst klukkan 15:30 í alþingishúsinu. Gestum við athöfnina hefur verið fækkað umfram það sem áður hafði verið ákveðið og verða aðeins 29 manns viðstaddir innsetninguna. Um miðjan mánuðin hafði verið ákveðið að gestum yrði fækkað úr tæplega þrjú hundruð í áttatíu. En eftir að hert var á sóttvarnaaðgerðum í gær var gestum fækkað enn frekar. Bryndís Hlöðversdóttir ráðuneytisstjóri í forsætisráðuneytinu hefur þurft að gera miklar breytingar á dagskrá innsetningar Guðna Th. Jóhannessonar í embætti forseta Íslands, nú síðast í gær.Stöð 2/Einar Árnason Bryndís Hlöðversdóttir ráðuneytisstjóri í forsætisráðuneytinu hefur stjórnað undirbúningi embættistökunnar. „Fyrirkomulagið verður þannig, fyrir utan að við þurftum að fækka boðsgestum verulega í ljósi tveggja metra reglunnar sem hefur nú tekið gildi aftur, að þá verður athöfninni ekki varpað á skjá út á Austurvöll eins og verið hefur. Forsetahjónin munu ekki stíga út á svalir þinghússins. Auk þess sem það verður ekki helgistund í Dómkirkjunni og ganga milli kirkju og þinghúss eiins og verið hefur. En biskup mun flytja sín blessunarorð inni í alþingishúsinu," segir Bryndís. Forseti Alþingis, forseti Hæstaréttar og forsætisráðherra hafa farið með forsetavald frá miðnætti þegar fyrsta kjörtímabil Guðna rann út. Einungis þrír ráðherrar verða viðstaddir athöfnina í dag, forsætisráðherra, fjármálaráðherra og samgönguráðherra, það er að segja formenn stjórnarflokkanna. Þá verða formenn stjórnarandstöðuflokkanna sömuleiðis viðstaddir ásamt Vigdísi Finnbogadóttur og Ólafi Ragnari Grímssyni fyrrverandi forsetum Íslands og Dorrit Moussaieff eiginkonu hans og nánasta fjölskylda forseta Íslands. Forseta Íslands verður ekki óskað til hamingju að athöfn lokinni með handabandi vegna sóttvarna. Guðni hefur hætt við móttöku fyrir nánustu fjölskyldu og vini á Bessastöðum í dag vegna sóttvarnareglna sem kynntar voru í gær. Athöfninni verður streymt beint á Vísi. Forseti Íslands Tengdar fréttir Mun færri verða við innsetningu forseta Íslands en áður Mun færri verða viðstaddir innsetningu Guðna Th. Jóhannessonar í embætti forseta Íslands öðru sinni en venja er vegna kórónuveirufaraldursins. Þannig munu formenn flokkanna einir verða fulltrúar þingmanna við athöfnina. 18. júlí 2020 19:01 Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Greint frá dánarorsök páfans Erlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Fleiri fréttir Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Sjá meira
Guðni Th. Jóhannesson verður settur i embætti forseta Íslands öðru sinni við hátíðlega en lágstemmda athöfn sem hefst klukkan 15:30 í alþingishúsinu. Gestum við athöfnina hefur verið fækkað umfram það sem áður hafði verið ákveðið og verða aðeins 29 manns viðstaddir innsetninguna. Um miðjan mánuðin hafði verið ákveðið að gestum yrði fækkað úr tæplega þrjú hundruð í áttatíu. En eftir að hert var á sóttvarnaaðgerðum í gær var gestum fækkað enn frekar. Bryndís Hlöðversdóttir ráðuneytisstjóri í forsætisráðuneytinu hefur þurft að gera miklar breytingar á dagskrá innsetningar Guðna Th. Jóhannessonar í embætti forseta Íslands, nú síðast í gær.Stöð 2/Einar Árnason Bryndís Hlöðversdóttir ráðuneytisstjóri í forsætisráðuneytinu hefur stjórnað undirbúningi embættistökunnar. „Fyrirkomulagið verður þannig, fyrir utan að við þurftum að fækka boðsgestum verulega í ljósi tveggja metra reglunnar sem hefur nú tekið gildi aftur, að þá verður athöfninni ekki varpað á skjá út á Austurvöll eins og verið hefur. Forsetahjónin munu ekki stíga út á svalir þinghússins. Auk þess sem það verður ekki helgistund í Dómkirkjunni og ganga milli kirkju og þinghúss eiins og verið hefur. En biskup mun flytja sín blessunarorð inni í alþingishúsinu," segir Bryndís. Forseti Alþingis, forseti Hæstaréttar og forsætisráðherra hafa farið með forsetavald frá miðnætti þegar fyrsta kjörtímabil Guðna rann út. Einungis þrír ráðherrar verða viðstaddir athöfnina í dag, forsætisráðherra, fjármálaráðherra og samgönguráðherra, það er að segja formenn stjórnarflokkanna. Þá verða formenn stjórnarandstöðuflokkanna sömuleiðis viðstaddir ásamt Vigdísi Finnbogadóttur og Ólafi Ragnari Grímssyni fyrrverandi forsetum Íslands og Dorrit Moussaieff eiginkonu hans og nánasta fjölskylda forseta Íslands. Forseta Íslands verður ekki óskað til hamingju að athöfn lokinni með handabandi vegna sóttvarna. Guðni hefur hætt við móttöku fyrir nánustu fjölskyldu og vini á Bessastöðum í dag vegna sóttvarnareglna sem kynntar voru í gær. Athöfninni verður streymt beint á Vísi.
Forseti Íslands Tengdar fréttir Mun færri verða við innsetningu forseta Íslands en áður Mun færri verða viðstaddir innsetningu Guðna Th. Jóhannessonar í embætti forseta Íslands öðru sinni en venja er vegna kórónuveirufaraldursins. Þannig munu formenn flokkanna einir verða fulltrúar þingmanna við athöfnina. 18. júlí 2020 19:01 Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Greint frá dánarorsök páfans Erlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Fleiri fréttir Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Sjá meira
Mun færri verða við innsetningu forseta Íslands en áður Mun færri verða viðstaddir innsetningu Guðna Th. Jóhannessonar í embætti forseta Íslands öðru sinni en venja er vegna kórónuveirufaraldursins. Þannig munu formenn flokkanna einir verða fulltrúar þingmanna við athöfnina. 18. júlí 2020 19:01
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent