Hænsnastand á föngunum á Sogni í Ölfusi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 2. ágúst 2020 20:21 14 fangar eru í dag á Sogni, allt karlmenn en pláss er fyrir 21 fanga í fangelsinu, þar af 3 konur. Magnús Hlynur Hreiðarsson. Þeir fjórtán fangar sem eru í fangelsinu á Sogni í Ölfusi þurfa ekki að láta sér leiðast því þeir hafa nóg að gera við að hugsa um hænurnar á staðnum, fiskeldið, plönturnar í gróðurhúsinu og þá er fullkomið hljóðver í fangelsinu. Fangelsið á Sogni er skilgreint sem opið fangelsi en það þýðir að þar eru engar girðingar eða múrar sem afmarka fangelsið en fangar þurfa að vera tilbúnir til að fylgja skýrum reglum. Pláss er fyrir 21 fanga en fangelsið en það vekur þó athygli að það eru bara 14 fangar á Sogni í dag, allt karlmenn. Fangar hafa nógan tíma og hann getur verið langur að líða en á Sogni er hugsað vel fyrir afþreyingu fyrir fangana, bæði hvað vinnu snertir og tómstundir. Á staðnum er t.d. hljóðver með upptökugræjum og fullt af hljóðfærum. Tveir hænsnakofar eru á Sogni, auk gróðurhúss og svo er það bleikjueldið, hljóðverið, vinnustofan og kennslustofan svo eitthvað sé nefnt.Magnús Hlynur Hreiðarsson. „Þetta er Stúdíó Sogn en fangelsið fékk þessar rausnalegu gjöf, öll þessi hljóðfæri frá Lionsklúbbi Mosfellsbæjar gegnum góða menn. Hér er stundaður tónlistarflutningur, upptökur og fleira. Það er alltaf einhver hópur, sem hefur tónlistarhæfileika, þetta er frábært, styttir stundirnar mikið, öll tónlist veitir fólki ánægju,“ segir Hróbjartur Eyjólfsson varðstjóri á Sogni Fangarnir eru með bleikjueldi, sem þeir hugsa um frá A til Ö og þá eru þeir með hænur í tveimur hænsnakofum og fá þar með nóg af eggjum frá þeim og það eru nokkrir nýklaktir hænsnaungar. Á Sogni er líka gróðurhús, sem fangarnir sinna. „Fólk hefur það býsna gott hérna miðað við aðstæðurnar sem það er í, hér getur það verið mikið úti við og það er fallegt allt hér í kring,“ bætir Hróbjartur við. Fangarnir á Sogni eru í heilmiklu dýrahaldi. „Já, það er svolítð hænsnastand á okkur hérna og svo erum við með fiskeldi, bleikjueldi, sem við erum að nostra líka við. Þetta er náttúrulega ekki í stórum stíl en veitir heilmikla ánægju.“ En hversu nauðsynlegt er að hafa svona mikla afþreyingu í boði og nóg að gera fyrir fangana? „Það skiptir öllu máli, hér er það sem fólk hefur mest af en það er tími. Það er gríðarlega mikilvægt að hafa eitthvað svona til að getað snúið sér að og svo tekur við nám yfir vetrartímann þegar það byrjar allt saman á vegum FSU á Selfossi,“ segir Hróbjartur. Ölfus Fangelsismál Landbúnaður Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Fleiri fréttir „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Sjá meira
Þeir fjórtán fangar sem eru í fangelsinu á Sogni í Ölfusi þurfa ekki að láta sér leiðast því þeir hafa nóg að gera við að hugsa um hænurnar á staðnum, fiskeldið, plönturnar í gróðurhúsinu og þá er fullkomið hljóðver í fangelsinu. Fangelsið á Sogni er skilgreint sem opið fangelsi en það þýðir að þar eru engar girðingar eða múrar sem afmarka fangelsið en fangar þurfa að vera tilbúnir til að fylgja skýrum reglum. Pláss er fyrir 21 fanga en fangelsið en það vekur þó athygli að það eru bara 14 fangar á Sogni í dag, allt karlmenn. Fangar hafa nógan tíma og hann getur verið langur að líða en á Sogni er hugsað vel fyrir afþreyingu fyrir fangana, bæði hvað vinnu snertir og tómstundir. Á staðnum er t.d. hljóðver með upptökugræjum og fullt af hljóðfærum. Tveir hænsnakofar eru á Sogni, auk gróðurhúss og svo er það bleikjueldið, hljóðverið, vinnustofan og kennslustofan svo eitthvað sé nefnt.Magnús Hlynur Hreiðarsson. „Þetta er Stúdíó Sogn en fangelsið fékk þessar rausnalegu gjöf, öll þessi hljóðfæri frá Lionsklúbbi Mosfellsbæjar gegnum góða menn. Hér er stundaður tónlistarflutningur, upptökur og fleira. Það er alltaf einhver hópur, sem hefur tónlistarhæfileika, þetta er frábært, styttir stundirnar mikið, öll tónlist veitir fólki ánægju,“ segir Hróbjartur Eyjólfsson varðstjóri á Sogni Fangarnir eru með bleikjueldi, sem þeir hugsa um frá A til Ö og þá eru þeir með hænur í tveimur hænsnakofum og fá þar með nóg af eggjum frá þeim og það eru nokkrir nýklaktir hænsnaungar. Á Sogni er líka gróðurhús, sem fangarnir sinna. „Fólk hefur það býsna gott hérna miðað við aðstæðurnar sem það er í, hér getur það verið mikið úti við og það er fallegt allt hér í kring,“ bætir Hróbjartur við. Fangarnir á Sogni eru í heilmiklu dýrahaldi. „Já, það er svolítð hænsnastand á okkur hérna og svo erum við með fiskeldi, bleikjueldi, sem við erum að nostra líka við. Þetta er náttúrulega ekki í stórum stíl en veitir heilmikla ánægju.“ En hversu nauðsynlegt er að hafa svona mikla afþreyingu í boði og nóg að gera fyrir fangana? „Það skiptir öllu máli, hér er það sem fólk hefur mest af en það er tími. Það er gríðarlega mikilvægt að hafa eitthvað svona til að getað snúið sér að og svo tekur við nám yfir vetrartímann þegar það byrjar allt saman á vegum FSU á Selfossi,“ segir Hróbjartur.
Ölfus Fangelsismál Landbúnaður Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Fleiri fréttir „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Sjá meira