Elon Musk: Tesla Cybertruck hannaður án markaðsrannsókna Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 4. ágúst 2020 07:00 Cybertruck á ferð og flugi. Tesla Framkvæmdastjóri Tesla, Elon Musk hefur viðurkennt að Cybertruck hafi verið hannaður án rannsókna á óskum og þörfum markaðarins. Hann segir að ef Cybertruck seljist illa þá muni Tesla framleiða hefðbundnari pallbíl í staðinn. Frumsýning Tesla Cybertruck var viðburður sem vakti mikla eftirtekt. Misheppnuð sýningin vakti jafnvel meiri athygli en sjálfur bíllinn, þá sérstaklega brotnar rúður. Elon Musk hefur ekki áhyggjur af því að Cybertruck seljist ekki, hann er með varaáætlun. Hann hefur sagt að Tesla muni fara að framleiða hefðbundnari og einfaldari raf-pallbíl ef á þarf að halda. „Ég er ekkert ofuráhyggjufullur yfir því að það vilji enginn kaupa okkar skringilega pallbíl. Ef þetta fer þannig þá smíðum við bara venjulegan pallbíl, ekkert mál. Það er mikið af venjulegum pallbílum á markaðnum og það er varla hægt að sjá mun á þeim. Við gætum alveg gert það líka, það er auðvelt, það er varaáætlunin okkar,“ sagði Musk í viðtali við Automotive News. Miðað við 200.000 staðfestar pantanir fyrir Cybertruck þá þarf Musk og Tesla ekki að hafa áhyggjur. Hins vegar þarf einungis að greiða 100 dollara staðfestingargjald, sem er hægt að fá endurgreitt það eru tæpar 13500 íslenskar krónur. Það er því erfitt að lesa raunverulegan áhuga úr þeim tölum. Bíllinn verður kynntur á næsta ári og þá verður áhugavert að sjá hversu nálægt þeim sem rúðurnar brotnuðu í á frumsýningunni. Vistvænir bílar Tesla Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Ekki vika liðin frá grjóthruninu þegar annar bíll sveitarstjórans stórskemmdist Innlent Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent
Framkvæmdastjóri Tesla, Elon Musk hefur viðurkennt að Cybertruck hafi verið hannaður án rannsókna á óskum og þörfum markaðarins. Hann segir að ef Cybertruck seljist illa þá muni Tesla framleiða hefðbundnari pallbíl í staðinn. Frumsýning Tesla Cybertruck var viðburður sem vakti mikla eftirtekt. Misheppnuð sýningin vakti jafnvel meiri athygli en sjálfur bíllinn, þá sérstaklega brotnar rúður. Elon Musk hefur ekki áhyggjur af því að Cybertruck seljist ekki, hann er með varaáætlun. Hann hefur sagt að Tesla muni fara að framleiða hefðbundnari og einfaldari raf-pallbíl ef á þarf að halda. „Ég er ekkert ofuráhyggjufullur yfir því að það vilji enginn kaupa okkar skringilega pallbíl. Ef þetta fer þannig þá smíðum við bara venjulegan pallbíl, ekkert mál. Það er mikið af venjulegum pallbílum á markaðnum og það er varla hægt að sjá mun á þeim. Við gætum alveg gert það líka, það er auðvelt, það er varaáætlunin okkar,“ sagði Musk í viðtali við Automotive News. Miðað við 200.000 staðfestar pantanir fyrir Cybertruck þá þarf Musk og Tesla ekki að hafa áhyggjur. Hins vegar þarf einungis að greiða 100 dollara staðfestingargjald, sem er hægt að fá endurgreitt það eru tæpar 13500 íslenskar krónur. Það er því erfitt að lesa raunverulegan áhuga úr þeim tölum. Bíllinn verður kynntur á næsta ári og þá verður áhugavert að sjá hversu nálægt þeim sem rúðurnar brotnuðu í á frumsýningunni.
Vistvænir bílar Tesla Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Ekki vika liðin frá grjóthruninu þegar annar bíll sveitarstjórans stórskemmdist Innlent Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent