Ný og verri bylgja verði skólar opnaðir án betri skimunar Samúel Karl Ólason skrifar 4. ágúst 2020 11:49 Þær sviðsmyndir sem vísindamennirnir settu upp benda allar á að umfangsmikil skimun sé nauðsynleg til að koma í veg fyrir að veiran ná mikilli dreifingu á nýjan leik. EPA/ANDY RAIN Bretar standa fram fyrir annarri og mun stærri bylgju af Covid-19 smitum í vetur, verði skimun þar í landi ekki bætt verulega. Sú bylgja gæti orðið tvöfalt umfangsmeiri en sú sem nú gengur yfir landið, ef svo má að orði komast. Vísindamenn við University College London og London School of Hygiene and Tropical Medicine sögðu hægt að koma í veg fyrir aðra bylgju með því að 75 prósent þeirra sem hafi smitast verði fundnir og smitrakning framkvæmd. Þetta kom fram í rannsókn skólanna á mögulegum áhrifum þess að opna skóla að nýju í haust og að opna vinnustaði að nýju. Þær sviðsmyndir sem vísindamennirnir settu upp benda allar á að umfangsmikil skimun sé nauðsynleg til að koma í veg fyrir að veiran ná mikilli dreifingu á nýjan leik. Versta sviðsmyndin benti til þess að rúmlega tvisvar sinnum fleiri myndu smitast í nýrri bylgju, samkvæmt frétt Sky News. Eins og staðan er í dag hafa rúmlega 300 þúsund smitast af Covid-19 í Bretlandi, svo vitað sé. Minnst 46.295 hafa dáið. Það er samkvæmt tölum Johns Hopkins háskólans sem heldur utan um opinberar tölur. Verði skólar opnaðir í september án þess að skimun verði aukin myndi seinni bylgjan ná hámarki í desember, miðað við spálíkön vísindamannanna. Boris Johnson, forsætisráðherra, hefur sagt að börn muni snúa aftur í skóla í september og að það sé í algeran forgang hjá ríkisstjórn hans. Simon Clarke, ráðherra, hefur þar að auki sagt samhug innan ríkisstjórnarinnar um að auka þyrfti skimun og smitrakningu. Allir væru meðvitaðir um mikilvægi þess. Sömuleiðis sagði hann embættismenn sannfærða um að allt yrði klárt fyrir opnun skóla í haust. Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Fundu leifar af fíkniefnum í þinghúsinu eftir jólagleði þingflokka Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Sjá meira
Bretar standa fram fyrir annarri og mun stærri bylgju af Covid-19 smitum í vetur, verði skimun þar í landi ekki bætt verulega. Sú bylgja gæti orðið tvöfalt umfangsmeiri en sú sem nú gengur yfir landið, ef svo má að orði komast. Vísindamenn við University College London og London School of Hygiene and Tropical Medicine sögðu hægt að koma í veg fyrir aðra bylgju með því að 75 prósent þeirra sem hafi smitast verði fundnir og smitrakning framkvæmd. Þetta kom fram í rannsókn skólanna á mögulegum áhrifum þess að opna skóla að nýju í haust og að opna vinnustaði að nýju. Þær sviðsmyndir sem vísindamennirnir settu upp benda allar á að umfangsmikil skimun sé nauðsynleg til að koma í veg fyrir að veiran ná mikilli dreifingu á nýjan leik. Versta sviðsmyndin benti til þess að rúmlega tvisvar sinnum fleiri myndu smitast í nýrri bylgju, samkvæmt frétt Sky News. Eins og staðan er í dag hafa rúmlega 300 þúsund smitast af Covid-19 í Bretlandi, svo vitað sé. Minnst 46.295 hafa dáið. Það er samkvæmt tölum Johns Hopkins háskólans sem heldur utan um opinberar tölur. Verði skólar opnaðir í september án þess að skimun verði aukin myndi seinni bylgjan ná hámarki í desember, miðað við spálíkön vísindamannanna. Boris Johnson, forsætisráðherra, hefur sagt að börn muni snúa aftur í skóla í september og að það sé í algeran forgang hjá ríkisstjórn hans. Simon Clarke, ráðherra, hefur þar að auki sagt samhug innan ríkisstjórnarinnar um að auka þyrfti skimun og smitrakningu. Allir væru meðvitaðir um mikilvægi þess. Sömuleiðis sagði hann embættismenn sannfærða um að allt yrði klárt fyrir opnun skóla í haust.
Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Fundu leifar af fíkniefnum í þinghúsinu eftir jólagleði þingflokka Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Sjá meira