Saur og sprautunálar biðu starfsmanna frístundaheimilis eftir sumarfrí: „Opnum neyslurými strax“ Andri Eysteinsson skrifar 5. ágúst 2020 15:50 Þrífa þurfti upp blóð og 25 sprautunálar. Facebook Starfsmenn frístundaheimilis í Reykjavík fengu heldur óblíðar móttökur þegar komið var aftur til vinnu eftir sumarfrí. Hafði húsnæði frístundaheimilisins verið notað af sprautufíklum sem skilið höfðu eftir sprautunálar, saur og verkfærakistu fulla af þvagi. „Þetta er ekki í fyrsta skipti sem ég hef þurft að týna upp sprautunálar af skólalóðinni eða hreinsa upp eftir slík samkvæmi,“ skrifar starfsmaður frístundaheimilisins í færslu sem hefur fengið mikil viðbrögð á samfélagsmiðlum. Maðurinn segir í færslu sinni að íslenskt samfélag beri ábyrgð á þeim sem hafa verið jaðarsettir og sprautufíklar séu einn jaðarsettasti samfélagshópurinn hér á landi. „Líta ætti á vanda neytenda ávana- og fíkniefna í íslensku samfélagi sem heilbrigðisvandamál fremur en viðfangsefni lögreglu og refsivörslukerfisins. Að neytendur í vanda væru fyrst og fremst sjúklingar en ekki afbrotamenn,“ skrifar hann. Hann hafi starfað sem sjálfboðaliði hjá Fröken Ragnheiði og öðrum skaðaminnkandi verkefnum á vegum Reykjavíkurborgar og sé meðvitaður um hvað þurfi að gera fyrir fólk í slíkum aðstæðum. Kallar hann eftir því að aðgangur fíkla að öruggum neyslurýmum verði tryggður. „Ég tel aðgang að öruggu neyslurými vera nauðsynlega breytingu á ávana- og fíkniefnalöggjöfinni og mikilvægan lið í því að vernda þá sem eru í þeirri aðstöðu að þurfa að sprauta sig og eru í mikilli heilsufarslegri áhættu vegna þess,“ skrifar starfsmaðurinn. 20. maí síðastliðinn var frumvarp Svandísar Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, um breytingu á lögum um ávana- og fíkniefni samþykkt á Alþingi. Með lögunum var sveitarfélögum heimilað að koma á fót lagalega vernduðum neyslurýmum þar sem einstaklingar, 18 ára og eldri, geti neytt ávana- og fíkniefna í æð undir eftirliti. Frumvarpið var samþykkt með 42 atkvæðum gegn 2 en sex þingmenn greiddu ekki atkvæði. Allir aðrir þingmenn samþykktu frumvarpið, bæði stjórn og stjórnarandstaða. Eftir að frumvarpið var samþykkt sagði Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar að neyslurými yrði líklega ekki opnað fyrr en á næsta ári. „Mér finnst heldur mikið fyrir ófaglærðan einstakling að þrífa blóð, 25 sprautunálar, saur og verkfærakassa fullan af þvagi eftir einstaklinga sem hafa hvorki öruggt rými né húsaskjól til þess að sinna þörfum sínum,“ skrifaði maðurinn og kveðst glaður bjóða sig fram til starfa í neyslurýmum sem borgin muni opna og leggja sitt af mörkum til þess að tryggja að fólk í þessum aðstæðum þurfi ekki að brjótast inn í verkfæraskúra til þess að sprauta sig. „Afglæpavæðum vímuefni og opnum neyslurými strax,“ segir starfsmaðurinn í lok færslunnar. Færslan sem vísað er í hefur verið fjarlægð eða friðhelgistillingum hennar breytt. Hún er því ekki lengur aðgengileg í fréttinni. Þá hefur nafn starfsmanns frístundaheimilisins, sem áður var að finna í fréttinni, verið fjarlægt. Fíkn Heilbrigðismál Mest lesið Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Innlent Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Innlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Fleiri fréttir Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Sjá meira
Starfsmenn frístundaheimilis í Reykjavík fengu heldur óblíðar móttökur þegar komið var aftur til vinnu eftir sumarfrí. Hafði húsnæði frístundaheimilisins verið notað af sprautufíklum sem skilið höfðu eftir sprautunálar, saur og verkfærakistu fulla af þvagi. „Þetta er ekki í fyrsta skipti sem ég hef þurft að týna upp sprautunálar af skólalóðinni eða hreinsa upp eftir slík samkvæmi,“ skrifar starfsmaður frístundaheimilisins í færslu sem hefur fengið mikil viðbrögð á samfélagsmiðlum. Maðurinn segir í færslu sinni að íslenskt samfélag beri ábyrgð á þeim sem hafa verið jaðarsettir og sprautufíklar séu einn jaðarsettasti samfélagshópurinn hér á landi. „Líta ætti á vanda neytenda ávana- og fíkniefna í íslensku samfélagi sem heilbrigðisvandamál fremur en viðfangsefni lögreglu og refsivörslukerfisins. Að neytendur í vanda væru fyrst og fremst sjúklingar en ekki afbrotamenn,“ skrifar hann. Hann hafi starfað sem sjálfboðaliði hjá Fröken Ragnheiði og öðrum skaðaminnkandi verkefnum á vegum Reykjavíkurborgar og sé meðvitaður um hvað þurfi að gera fyrir fólk í slíkum aðstæðum. Kallar hann eftir því að aðgangur fíkla að öruggum neyslurýmum verði tryggður. „Ég tel aðgang að öruggu neyslurými vera nauðsynlega breytingu á ávana- og fíkniefnalöggjöfinni og mikilvægan lið í því að vernda þá sem eru í þeirri aðstöðu að þurfa að sprauta sig og eru í mikilli heilsufarslegri áhættu vegna þess,“ skrifar starfsmaðurinn. 20. maí síðastliðinn var frumvarp Svandísar Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, um breytingu á lögum um ávana- og fíkniefni samþykkt á Alþingi. Með lögunum var sveitarfélögum heimilað að koma á fót lagalega vernduðum neyslurýmum þar sem einstaklingar, 18 ára og eldri, geti neytt ávana- og fíkniefna í æð undir eftirliti. Frumvarpið var samþykkt með 42 atkvæðum gegn 2 en sex þingmenn greiddu ekki atkvæði. Allir aðrir þingmenn samþykktu frumvarpið, bæði stjórn og stjórnarandstaða. Eftir að frumvarpið var samþykkt sagði Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar að neyslurými yrði líklega ekki opnað fyrr en á næsta ári. „Mér finnst heldur mikið fyrir ófaglærðan einstakling að þrífa blóð, 25 sprautunálar, saur og verkfærakassa fullan af þvagi eftir einstaklinga sem hafa hvorki öruggt rými né húsaskjól til þess að sinna þörfum sínum,“ skrifaði maðurinn og kveðst glaður bjóða sig fram til starfa í neyslurýmum sem borgin muni opna og leggja sitt af mörkum til þess að tryggja að fólk í þessum aðstæðum þurfi ekki að brjótast inn í verkfæraskúra til þess að sprauta sig. „Afglæpavæðum vímuefni og opnum neyslurými strax,“ segir starfsmaðurinn í lok færslunnar. Færslan sem vísað er í hefur verið fjarlægð eða friðhelgistillingum hennar breytt. Hún er því ekki lengur aðgengileg í fréttinni. Þá hefur nafn starfsmanns frístundaheimilisins, sem áður var að finna í fréttinni, verið fjarlægt.
Fíkn Heilbrigðismál Mest lesið Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Innlent Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Innlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Fleiri fréttir Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Sjá meira