Smit um helgina sýni hættuna af hópamyndun Stefán Ó. Jónsson skrifar 7. ágúst 2020 15:19 Úr Vestmannaeyjum. vísir/vilhelm Sex einstaklingar með kórónuveirusmit, sem búsettir eru á höfuðborgarsvæðinu, voru í Vestmannaeyjum um verslunarmannahelgina. Að mati sóttvarnalæknis sýnir það fram á þá áhættu sem getur fylgt hópamyndun. Ráðist verður í skimun í Eyjum, ekki ósvipaða þeirri og fór fram á Akranesi um liðna helgi, enda hafa Eyjamenn slæma reynslu af þessari sýkingu frá því í vetur. Þetta kom fram í máli Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis á upplýsingafundi almannavarna í dag. Hann segist ekki sjá fyrir endann á hópsýkingunni sem tengist Vestmannaeyjum og telur hann ekki ólíklegt að fleiri tilfelli muni koma í ljós. Mörg hafi þannig þurft að sæta sóttkví vegna sýkingarinnar, en nákvæm tala liggi þó ekki fyrir á þessari stundu. Aðgerðastjórn í Vestmannaeyjum var virkjuð í morgun eftir að 48 Eyjamenn voru settir í sóttkví. Þó hefur ekkert smit ennþá verið staðfest í Eyjum. Jóhann Björn Skúlason, yfirmaður smitrakningarteymis almannavarna, sagði á fundi dagsins að þeir sex einstaklingar sem taldir eru hafa smitast í Vestmannaeyjum tengist. Í einhverjum tilfellum séu tengslin alveg skýr. Ekki sé þó hægt að rekja smit þeirra til einhvers ákveðins staðar, smitrakningin sem standi yfir einblíni á þá staði sem hin smituðu heimsóttu og þá einstaklinga sem voru í grennd við þau. Þórólfur segir að nú sé að fara af stað skimum í Vestmannaeyjum. Svipuð skimun fór fram á Akranesi um helgina þegar 612 voru skimuð fyrir veirunni vegna hópsýkingar þar. Enginn smit greindust í þeirri skimun. „Það er verið að gera mjög mikið til þess að kanna útbreiðsluna í Vestmannaeyjum. Þau hafa náttúrulega slæma reynslu af þessari sýkingu frá því fyrr í vetur,“ sagði Þórólfur. Í samtali við Vísi í dag sagði Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, að aðgerðastjórnin muni funda eftir þörfum fyrstu dagana. Framhaldið muni ráðast enda breytist aðstæður hratt. Íris ítrekar að fólk þurfi að gæta að persónulegum smitvörnum og virða tveggja metra regluna. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Á fertugsaldri í öndunarvél Einn einstaklingur er nú inniliggjandi á Landspítala með kórónuveiruna. 7. ágúst 2020 14:09 Lengri barátta framundan og hertar aðgerðir líklegar Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sér fram á langa baráttu við kórónuveiruna núna í haust. 7. ágúst 2020 14:42 Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Fleiri fréttir Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Sjá meira
Sex einstaklingar með kórónuveirusmit, sem búsettir eru á höfuðborgarsvæðinu, voru í Vestmannaeyjum um verslunarmannahelgina. Að mati sóttvarnalæknis sýnir það fram á þá áhættu sem getur fylgt hópamyndun. Ráðist verður í skimun í Eyjum, ekki ósvipaða þeirri og fór fram á Akranesi um liðna helgi, enda hafa Eyjamenn slæma reynslu af þessari sýkingu frá því í vetur. Þetta kom fram í máli Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis á upplýsingafundi almannavarna í dag. Hann segist ekki sjá fyrir endann á hópsýkingunni sem tengist Vestmannaeyjum og telur hann ekki ólíklegt að fleiri tilfelli muni koma í ljós. Mörg hafi þannig þurft að sæta sóttkví vegna sýkingarinnar, en nákvæm tala liggi þó ekki fyrir á þessari stundu. Aðgerðastjórn í Vestmannaeyjum var virkjuð í morgun eftir að 48 Eyjamenn voru settir í sóttkví. Þó hefur ekkert smit ennþá verið staðfest í Eyjum. Jóhann Björn Skúlason, yfirmaður smitrakningarteymis almannavarna, sagði á fundi dagsins að þeir sex einstaklingar sem taldir eru hafa smitast í Vestmannaeyjum tengist. Í einhverjum tilfellum séu tengslin alveg skýr. Ekki sé þó hægt að rekja smit þeirra til einhvers ákveðins staðar, smitrakningin sem standi yfir einblíni á þá staði sem hin smituðu heimsóttu og þá einstaklinga sem voru í grennd við þau. Þórólfur segir að nú sé að fara af stað skimum í Vestmannaeyjum. Svipuð skimun fór fram á Akranesi um helgina þegar 612 voru skimuð fyrir veirunni vegna hópsýkingar þar. Enginn smit greindust í þeirri skimun. „Það er verið að gera mjög mikið til þess að kanna útbreiðsluna í Vestmannaeyjum. Þau hafa náttúrulega slæma reynslu af þessari sýkingu frá því fyrr í vetur,“ sagði Þórólfur. Í samtali við Vísi í dag sagði Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, að aðgerðastjórnin muni funda eftir þörfum fyrstu dagana. Framhaldið muni ráðast enda breytist aðstæður hratt. Íris ítrekar að fólk þurfi að gæta að persónulegum smitvörnum og virða tveggja metra regluna.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Á fertugsaldri í öndunarvél Einn einstaklingur er nú inniliggjandi á Landspítala með kórónuveiruna. 7. ágúst 2020 14:09 Lengri barátta framundan og hertar aðgerðir líklegar Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sér fram á langa baráttu við kórónuveiruna núna í haust. 7. ágúst 2020 14:42 Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Fleiri fréttir Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Sjá meira
Á fertugsaldri í öndunarvél Einn einstaklingur er nú inniliggjandi á Landspítala með kórónuveiruna. 7. ágúst 2020 14:09
Lengri barátta framundan og hertar aðgerðir líklegar Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sér fram á langa baráttu við kórónuveiruna núna í haust. 7. ágúst 2020 14:42