Telur líklegt að veiran komi frá Austur-Evrópu Birgir Olgeirsson skrifar 11. ágúst 2020 18:30 Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segir samfélagssmitið á Íslandi stafa af kórónuveiru sem líkast til hafi borist frá Austur-Evrópu. Hann útilokar að veiran hafi borist frá öruggu ríkjunum sem hafa verið undanþegin skimun hér á landi. Kári Stefánsson svaraði ásökunum í dag þess efnis að kórónuveirufaraldurinn hefði blossað upp aftur á Íslandi af því fyrirtæki hans hefði hætt skimunum á landamærunum. Vegna þess hefði þurft að fjölga fjölga ríkjum sem væru undanskilin skimun og þannig hefði veiran komist til landsins. Kári segir þetta rangt, fyrirtækið hans lánaði Landspítalanum tæki og tól og þjálfaði upp starfsfólk. Hann sé auk þess fullviss um að veiran kom ekki frá einu af þessum öruggu ríkjum. Öruggu löndin eru sex: Danmörk, Noregur, Þýskaland, Finnland, Færeyjar og Grænland. „Það vill svo til að það er veira sem er með mjög fágæta samsetningu af stökkbreytingum, svo fágæta að í alþjóðlegum gagnagrunni sem hýsir raðir úr 80.000 veirum, þá er bara ein veira með þessa samsetningu,“ segir Kári. Hann segir þessa raðgreiningu hafa verið framkvæmda í Sviss. Hann segir algjörlega útilokað að þetta afbrigði veirunnar hafi komið frá öruggu löndunum. „Þessi öruggu lönd eru flest með mikla raðgreiningu í gangi og við vitum hvað stökkbreytingamynstur kemur þaðan. Þannig að þetta kemur frá einhverjum óþekktu landi og ég væri ekkert hissa á því ef þetta kæmi frá Austur-Evrópu landi þar sem lítið er verið að raðgreiningar.“ Hann segir líkur á að veiran komi frá landi þar sem faraldurinn hefur verið í langan tíma eða smitað mjög stóran hóp af fólki. „Vegna þess að það eru níu stökkbreytingar sem skilja þessa veiru frá veirunni sem kom frá Ítalíu á sínum tíma. Þannig að hún hefur annað hvort verið í upprunalandi sínu í langan tíma eða smitað mjög stóran hóp af fólki. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslensk erfðagreining Mest lesið Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Sjá meira
Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segir samfélagssmitið á Íslandi stafa af kórónuveiru sem líkast til hafi borist frá Austur-Evrópu. Hann útilokar að veiran hafi borist frá öruggu ríkjunum sem hafa verið undanþegin skimun hér á landi. Kári Stefánsson svaraði ásökunum í dag þess efnis að kórónuveirufaraldurinn hefði blossað upp aftur á Íslandi af því fyrirtæki hans hefði hætt skimunum á landamærunum. Vegna þess hefði þurft að fjölga fjölga ríkjum sem væru undanskilin skimun og þannig hefði veiran komist til landsins. Kári segir þetta rangt, fyrirtækið hans lánaði Landspítalanum tæki og tól og þjálfaði upp starfsfólk. Hann sé auk þess fullviss um að veiran kom ekki frá einu af þessum öruggu ríkjum. Öruggu löndin eru sex: Danmörk, Noregur, Þýskaland, Finnland, Færeyjar og Grænland. „Það vill svo til að það er veira sem er með mjög fágæta samsetningu af stökkbreytingum, svo fágæta að í alþjóðlegum gagnagrunni sem hýsir raðir úr 80.000 veirum, þá er bara ein veira með þessa samsetningu,“ segir Kári. Hann segir þessa raðgreiningu hafa verið framkvæmda í Sviss. Hann segir algjörlega útilokað að þetta afbrigði veirunnar hafi komið frá öruggu löndunum. „Þessi öruggu lönd eru flest með mikla raðgreiningu í gangi og við vitum hvað stökkbreytingamynstur kemur þaðan. Þannig að þetta kemur frá einhverjum óþekktu landi og ég væri ekkert hissa á því ef þetta kæmi frá Austur-Evrópu landi þar sem lítið er verið að raðgreiningar.“ Hann segir líkur á að veiran komi frá landi þar sem faraldurinn hefur verið í langan tíma eða smitað mjög stóran hóp af fólki. „Vegna þess að það eru níu stökkbreytingar sem skilja þessa veiru frá veirunni sem kom frá Ítalíu á sínum tíma. Þannig að hún hefur annað hvort verið í upprunalandi sínu í langan tíma eða smitað mjög stóran hóp af fólki.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslensk erfðagreining Mest lesið Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Sjá meira