Vonir bundnar við nýtt alzheimer-lyf sem nú er í þróun Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 12. ágúst 2020 20:00 Nýtt lyf við alzheimer-sjúkdómnum sem nú er í þróun í Bandaríkjunum gæti orðið algjör bylting að sögn öldrunarlæknis. Lyfið er það fyrsta við sjúkdómnum frá aldamótum sem sótt er um skráningu fyrir. Lyfið Aducanumab, sem nú er í þróun í Bandaríkjunum, gæti orðið fyrsta lyfið á markaði til að snúa við hrörnun af völdum alzheimers. Breska blaðið Telegraph fjallaði um lyfið á dögunum, en það hefur fengið flýtimeðferð hjá eftirlitsstofnunum í Bandaríkjunum. „Þetta er náttúrlega allt annarrar tegundar en þau sem eru notuð í dag og hafa verið notuð frá aldamótum. Þetta verkar beint á það sem við teljum vera orsök sjúkdómsins, að minnsta kosti margir. Þannig að það er auðvitað töluverð bylting í því,“ segir Jón Snædal öldrunarlæknir í samtali við fréttastofu. Hann hefur fylgst þróuninni undanfarin ár og birtist grein eftir hann þar sem fjallað eru um lyfið á vef Alzheimersamtakanna í gær. Hann segir lyfið um margt frábrugðið þeim sem nú eru á markaði. „Lyfin sem eru til í dag eru svona tiltölulega einföld efnasambönd sem eru tekin um munn í töfluformi eða í vissum tilvikum sem plástur. En í þessu tilfelli er um að ræða líftæknilyf sem gefa þarf í æð á fjögurra vikna fresti og það er náttúrlega heilmikill munur á þessu tvennu,“ útskýrir Jón. Gangi þróun lyfsins að óskum myndi það fyrst komast á markað í Bandaríkjunum, hugsanlega eftir sex mánuði. „Það er hugsanlegt aðþað fái takmarkaða skráningu vegna aðdragandans sem er svolítið sérstakur. Ef svo er þá verður þaðvæntanlega bara alfariðbundið við Bandaríkin. En ef þetta verður almennari skráning þá geri ég ráðfyrir að þaðverði mjög fljótt farið inn á Evrópumarkað. Ég geri ráð fyrir aðþetta gæti veriðspurning um eitt til tvö ár,“ segir Jón. Hann kveðst hóflega bjartsýnn. „Þetta er náttúrlega miklu fleira sem er í pípunum heldur en þetta. Þetta er hins vegar óskaplega langt ferli og erfitt. Þetta er fyrsta lyfiðfrá aldamótum sem er veriðað sækja um skráningu á en þetta er svona, viðerum í upphafi áratugar sem að mér sýnist einkennast af meiri bjartsýni heldur en að veriðhefur undanfarin ár og áratugi,“segir Jón. Heilbrigðismál Lyf Eldri borgarar Mest lesið Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Fleiri fréttir Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Sjá meira
Nýtt lyf við alzheimer-sjúkdómnum sem nú er í þróun í Bandaríkjunum gæti orðið algjör bylting að sögn öldrunarlæknis. Lyfið er það fyrsta við sjúkdómnum frá aldamótum sem sótt er um skráningu fyrir. Lyfið Aducanumab, sem nú er í þróun í Bandaríkjunum, gæti orðið fyrsta lyfið á markaði til að snúa við hrörnun af völdum alzheimers. Breska blaðið Telegraph fjallaði um lyfið á dögunum, en það hefur fengið flýtimeðferð hjá eftirlitsstofnunum í Bandaríkjunum. „Þetta er náttúrlega allt annarrar tegundar en þau sem eru notuð í dag og hafa verið notuð frá aldamótum. Þetta verkar beint á það sem við teljum vera orsök sjúkdómsins, að minnsta kosti margir. Þannig að það er auðvitað töluverð bylting í því,“ segir Jón Snædal öldrunarlæknir í samtali við fréttastofu. Hann hefur fylgst þróuninni undanfarin ár og birtist grein eftir hann þar sem fjallað eru um lyfið á vef Alzheimersamtakanna í gær. Hann segir lyfið um margt frábrugðið þeim sem nú eru á markaði. „Lyfin sem eru til í dag eru svona tiltölulega einföld efnasambönd sem eru tekin um munn í töfluformi eða í vissum tilvikum sem plástur. En í þessu tilfelli er um að ræða líftæknilyf sem gefa þarf í æð á fjögurra vikna fresti og það er náttúrlega heilmikill munur á þessu tvennu,“ útskýrir Jón. Gangi þróun lyfsins að óskum myndi það fyrst komast á markað í Bandaríkjunum, hugsanlega eftir sex mánuði. „Það er hugsanlegt aðþað fái takmarkaða skráningu vegna aðdragandans sem er svolítið sérstakur. Ef svo er þá verður þaðvæntanlega bara alfariðbundið við Bandaríkin. En ef þetta verður almennari skráning þá geri ég ráðfyrir að þaðverði mjög fljótt farið inn á Evrópumarkað. Ég geri ráð fyrir aðþetta gæti veriðspurning um eitt til tvö ár,“ segir Jón. Hann kveðst hóflega bjartsýnn. „Þetta er náttúrlega miklu fleira sem er í pípunum heldur en þetta. Þetta er hins vegar óskaplega langt ferli og erfitt. Þetta er fyrsta lyfiðfrá aldamótum sem er veriðað sækja um skráningu á en þetta er svona, viðerum í upphafi áratugar sem að mér sýnist einkennast af meiri bjartsýni heldur en að veriðhefur undanfarin ár og áratugi,“segir Jón.
Heilbrigðismál Lyf Eldri borgarar Mest lesið Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Fleiri fréttir Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Sjá meira