Fjölmiðlar hafi „gengið af göflunum“ með stöðugri áminningu um þessa drepsótt Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 13. ágúst 2020 13:30 Óttar Guðmundsson læknir er gestur í nýjasta þætti af Podcasti Sölva Tryggva Skjáskot/Youtube Óttar Guðmundsson geðlæknir er nýjasti gesturinn í podcasti Sölva Tryggvasonar. Óttar og Sölvi ræða í viðtalinu meðal annars um Covid tímabilið, sem Óttar segir hafa ýtt undir kvíða, þunglyndi og aðra geðræna kvilla. Að hans mati hefur umræðan farið úr böndunum og segir Óttar að á einhverjum punkti þurfi að velta því upp hvort sjúkdómurinn hafi verið nógu hættulegur til þess að allt hafi verið sett á hliðina fyrir hann. „Það segir sig náttúrulega sjálft að þeir sem eru kvíðnir fyrir að þeir verða mun kvíðnari þegar alltaf er verið að segja sögur af einhverri drepsótt sem er í loftinu og maður á að forðast þetta og forðast hitt. Þeir sem eru með áráttu- og þráhyggjuhegðun, þeir verða enn verri og alls konar tegundir af þunglyndi versnar. Þetta eru þannig tímar og þessi stöðuga umræða hefur að sjálfsögðu slæm áhrif á geðheilsu fólks. Það er til fólk sem hefur farið í Covid-geðrof og misst algjörlega tökin á raunveruleikanum í þessari Covid umræðu og farið að sjá ofsjónir og þvíumlíkt og sér fyrir sér að helvíti opnist undir fótum þeirra og kemur inn á geðdeild.” Óttar hefur í áraraðir aðstoðað fólk með geðsjúkdóma og fíknivanda og eftir hann liggur fjöldi bóka, allt frá ævisögu Megasar yfir í bókina Hetjur og Hugarvíl, þar sem hann fjallar um mögulega geðsjúkdóma og persónuleikaraskanir helstu hetjanna í Íslendingasögunum. Óttar segir að hann finni það í starfi sínu að þetta tímabil sé að ýta undir allar tegundir geðsjúkdóma. „Það hefur orðið aukning í komum til sálfræðinga, geðlækna og inn á bráðamóttöku geðdeildar og margir sem voru með undirliggjandi geðsjúkdóm hafa upplifað þessa ógn mjög sterkt og þetta er eitthvað sem hefur gert þeirra sjúkdóm verri,“ segir Óttar, sem telur umræðuna um Covid hafa farið úr böndunum: „Fjölmiðlar hafa náttúrulega gengið alveg af göflunum í þessari Covid umræðu. Þetta er orðin allt of mikil umræða og Covid eru fyrstu fjórar fréttirnar á RÚV alltaf. Það er alltaf verið að tala um nýjar tölur í Covid svona svolítið eins og það sé verið að segja hálfleikstölur í fótboltaleik, hvað hafa margir smitast og hvað eru margir í einangrun og svo framvegis og fólk bíður eftir nýjustu tölum bara eins og á kosningakvöldi eftir nýjustu tölum úr kraganum. Ógninni er viðhaldið og það er alltaf verið að minna fólk á að þetta séu víðsjárverðir tímar og fordæmalausir tímar og þetta finn ég hjá mínum sjúklingum að þetta hefur áhrif, þessi stöðuga ógn. Það er alltaf verið að minna á þessa ógn,“ segir Óttar um umfjöllunina í þessum faraldri kórónuveirunnar sem veldur Covid-19 sjúkdóminum. „Eftir 10 ár munum við velta því fyrir okkur hvort þessi viðbrögð þar sem efnahagslífið er meira og minna sett í algjöra bremsu og öllum valkvæðum aðgerðum og forvarnarvinnu frestað á spítölum af því hann er svo upptekinn við að hugsa um Covid hafi verið réttlætanlegt. Við vitum það auðvitað ekki í dag, en við munum á einhverjum punkti þurfa að velta því fyrir okkur hvort sjúkdómurinn hafi verið nógu hættulegur til þess að við settum allt á hliðina fyrir hann.“ Þátturinn er nú aðgengilegur í heild sinni á Youtube og Spotify. Hægt er að hlusta á viðtalið í spilaranum hér fyrir neðan. Podcast með Sölva Tryggva Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Margir feður teldu það rugl að hætta í skóla til að láta berja sig í búri Feðgarnir Gunni og Halli Nelson eru nýjustu gestirnir í podcasti Sölva Tryggvasonar. Halli viðurkennir að vera taugahrúga fyrir hvern bardaga sonarins. 11. ágúst 2020 14:00 Skíthræddir við Benna Ólsara Grínistarnir Hjálmar Örn og Helgi Jean eru nýjustu gestir Sölva Tryggvasonar í podcasti Sölva. Þeir félagarnir hafa undanfarið ár haldið úti einu vinsælasta hlaðvarpi landsins, HÆHÆ. 6. ágúst 2020 12:30 Óli Stef hellti lýsi á hraunmola fyrir leik á Ólympíuleikunum í Peking Ólafur Stefánsson beitti oft sérstökum aðferðum til að brýna samherja sína á Ólympíuleikunum í Peking 2008. 6. ágúst 2020 11:30 Mest lesið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Birgitta prinsessa er látin Lífið Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu Menning „Risa tilkynning“ Lífið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Fleiri fréttir Ásta Fanney til Feneyja Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Birgitta prinsessa er látin Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Með okkar augum fengu Kærleikskúluna Flatur strúktúr gekk ekki upp Fyrsta verkefni þingmanna verði að mála mynd hver af öðrum Tónlistarkona selur íbúð í miðbænum „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Taka sér hlé hvort frá öðru Sá yngsti 23 ára og sá elsti 98 ára Þjóðþekktir einstaklingar búa til pláss fyrir grínstjóra UNICEF „Risa tilkynning“ Komst í jólaskapið í september 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Fitusmánuð á rauða dreglinum Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Sóli mátti bara tala í eftirhermum Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Gummi Kíró og Lína fagna fimm árum af ást Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Kvöddu með stæl Ástfangnar í tuttugu ár Gísli Pálmi er orðinn pabbi Harold með ólæknandi krabbamein Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Orð ársins vísar til rotnunar heilans Alma Möller og Inga Sæland í mesta stuðinu Sjá meira
Óttar Guðmundsson geðlæknir er nýjasti gesturinn í podcasti Sölva Tryggvasonar. Óttar og Sölvi ræða í viðtalinu meðal annars um Covid tímabilið, sem Óttar segir hafa ýtt undir kvíða, þunglyndi og aðra geðræna kvilla. Að hans mati hefur umræðan farið úr böndunum og segir Óttar að á einhverjum punkti þurfi að velta því upp hvort sjúkdómurinn hafi verið nógu hættulegur til þess að allt hafi verið sett á hliðina fyrir hann. „Það segir sig náttúrulega sjálft að þeir sem eru kvíðnir fyrir að þeir verða mun kvíðnari þegar alltaf er verið að segja sögur af einhverri drepsótt sem er í loftinu og maður á að forðast þetta og forðast hitt. Þeir sem eru með áráttu- og þráhyggjuhegðun, þeir verða enn verri og alls konar tegundir af þunglyndi versnar. Þetta eru þannig tímar og þessi stöðuga umræða hefur að sjálfsögðu slæm áhrif á geðheilsu fólks. Það er til fólk sem hefur farið í Covid-geðrof og misst algjörlega tökin á raunveruleikanum í þessari Covid umræðu og farið að sjá ofsjónir og þvíumlíkt og sér fyrir sér að helvíti opnist undir fótum þeirra og kemur inn á geðdeild.” Óttar hefur í áraraðir aðstoðað fólk með geðsjúkdóma og fíknivanda og eftir hann liggur fjöldi bóka, allt frá ævisögu Megasar yfir í bókina Hetjur og Hugarvíl, þar sem hann fjallar um mögulega geðsjúkdóma og persónuleikaraskanir helstu hetjanna í Íslendingasögunum. Óttar segir að hann finni það í starfi sínu að þetta tímabil sé að ýta undir allar tegundir geðsjúkdóma. „Það hefur orðið aukning í komum til sálfræðinga, geðlækna og inn á bráðamóttöku geðdeildar og margir sem voru með undirliggjandi geðsjúkdóm hafa upplifað þessa ógn mjög sterkt og þetta er eitthvað sem hefur gert þeirra sjúkdóm verri,“ segir Óttar, sem telur umræðuna um Covid hafa farið úr böndunum: „Fjölmiðlar hafa náttúrulega gengið alveg af göflunum í þessari Covid umræðu. Þetta er orðin allt of mikil umræða og Covid eru fyrstu fjórar fréttirnar á RÚV alltaf. Það er alltaf verið að tala um nýjar tölur í Covid svona svolítið eins og það sé verið að segja hálfleikstölur í fótboltaleik, hvað hafa margir smitast og hvað eru margir í einangrun og svo framvegis og fólk bíður eftir nýjustu tölum bara eins og á kosningakvöldi eftir nýjustu tölum úr kraganum. Ógninni er viðhaldið og það er alltaf verið að minna fólk á að þetta séu víðsjárverðir tímar og fordæmalausir tímar og þetta finn ég hjá mínum sjúklingum að þetta hefur áhrif, þessi stöðuga ógn. Það er alltaf verið að minna á þessa ógn,“ segir Óttar um umfjöllunina í þessum faraldri kórónuveirunnar sem veldur Covid-19 sjúkdóminum. „Eftir 10 ár munum við velta því fyrir okkur hvort þessi viðbrögð þar sem efnahagslífið er meira og minna sett í algjöra bremsu og öllum valkvæðum aðgerðum og forvarnarvinnu frestað á spítölum af því hann er svo upptekinn við að hugsa um Covid hafi verið réttlætanlegt. Við vitum það auðvitað ekki í dag, en við munum á einhverjum punkti þurfa að velta því fyrir okkur hvort sjúkdómurinn hafi verið nógu hættulegur til þess að við settum allt á hliðina fyrir hann.“ Þátturinn er nú aðgengilegur í heild sinni á Youtube og Spotify. Hægt er að hlusta á viðtalið í spilaranum hér fyrir neðan.
Podcast með Sölva Tryggva Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Margir feður teldu það rugl að hætta í skóla til að láta berja sig í búri Feðgarnir Gunni og Halli Nelson eru nýjustu gestirnir í podcasti Sölva Tryggvasonar. Halli viðurkennir að vera taugahrúga fyrir hvern bardaga sonarins. 11. ágúst 2020 14:00 Skíthræddir við Benna Ólsara Grínistarnir Hjálmar Örn og Helgi Jean eru nýjustu gestir Sölva Tryggvasonar í podcasti Sölva. Þeir félagarnir hafa undanfarið ár haldið úti einu vinsælasta hlaðvarpi landsins, HÆHÆ. 6. ágúst 2020 12:30 Óli Stef hellti lýsi á hraunmola fyrir leik á Ólympíuleikunum í Peking Ólafur Stefánsson beitti oft sérstökum aðferðum til að brýna samherja sína á Ólympíuleikunum í Peking 2008. 6. ágúst 2020 11:30 Mest lesið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Birgitta prinsessa er látin Lífið Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu Menning „Risa tilkynning“ Lífið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Fleiri fréttir Ásta Fanney til Feneyja Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Birgitta prinsessa er látin Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Með okkar augum fengu Kærleikskúluna Flatur strúktúr gekk ekki upp Fyrsta verkefni þingmanna verði að mála mynd hver af öðrum Tónlistarkona selur íbúð í miðbænum „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Taka sér hlé hvort frá öðru Sá yngsti 23 ára og sá elsti 98 ára Þjóðþekktir einstaklingar búa til pláss fyrir grínstjóra UNICEF „Risa tilkynning“ Komst í jólaskapið í september 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Fitusmánuð á rauða dreglinum Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Sóli mátti bara tala í eftirhermum Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Gummi Kíró og Lína fagna fimm árum af ást Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Kvöddu með stæl Ástfangnar í tuttugu ár Gísli Pálmi er orðinn pabbi Harold með ólæknandi krabbamein Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Orð ársins vísar til rotnunar heilans Alma Möller og Inga Sæland í mesta stuðinu Sjá meira
Margir feður teldu það rugl að hætta í skóla til að láta berja sig í búri Feðgarnir Gunni og Halli Nelson eru nýjustu gestirnir í podcasti Sölva Tryggvasonar. Halli viðurkennir að vera taugahrúga fyrir hvern bardaga sonarins. 11. ágúst 2020 14:00
Skíthræddir við Benna Ólsara Grínistarnir Hjálmar Örn og Helgi Jean eru nýjustu gestir Sölva Tryggvasonar í podcasti Sölva. Þeir félagarnir hafa undanfarið ár haldið úti einu vinsælasta hlaðvarpi landsins, HÆHÆ. 6. ágúst 2020 12:30
Óli Stef hellti lýsi á hraunmola fyrir leik á Ólympíuleikunum í Peking Ólafur Stefánsson beitti oft sérstökum aðferðum til að brýna samherja sína á Ólympíuleikunum í Peking 2008. 6. ágúst 2020 11:30