Víðir svaraði gagnrýni leikmanna: Hafa meiri heimild en við hin Sindri Sverrisson skrifar 13. ágúst 2020 14:58 Fótboltinn byrjar aftur að rúlla á morgun en leikmenn þurfa að fara eftir ströngum reglum. VÍSIR/VILHELM Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, segir sjálfsagt mál að knattspyrnufólk sýni ábyrgð í sínu daglega lífi, til að forðast kórónuveirusmit, í ljósi þeirra forréttinda sem það nýtur varðandi tveggja metra regluna. Víðir benti á þetta á upplýsingafundi almannavarna í dag. Þar staðfesti hann jafnframt að engir áhorfendur yrðu leyfðir á íþróttaleikjum á næstunni, þrátt fyrir að íþróttir með snertingu hefjist að nýju á morgun, eftir misvísandi skilaboð til íþróttahreyfingarinnar varðandi þau mál. Arnar Sveinn Geirsson, forseti leikmannasamtaka Íslands, hefur gagnrýnt þær kröfur sem lagðar eru á leikmenn í drögum að reglum KSÍ um sóttvarnir. Þar er kveðið á um að leikmenn „lágmarki þá þætti dagslegs lífs sem snúa að öðru en heimilislífi og vinnu“, og nefnt sem dæmi að leikmenn skuli forðast fjölmenna staði eins og verslanir, veitingastaði og bíó. Í Fréttablaðinu sagði Arnar það „ósanngjarna kröfu“ í ljósi þess að leikmenn á Íslandi væru flestir áhugamenn en ekki atvinnumenn í fótbolta. „Í því sambandi viljum við benda á að það er verið að veita íþróttamönnum heimild sem ekki margir aðrir í samfélaginu hafa, til að stunda sína íþrótt,“ sagði Víðir á blaðamannafundinum í dag. „Þetta er meiri heimild en við öll hin höfum. Því fylgir auðvitað mikil ábyrgð sem menn þurfa að sýna,“ sagði Víðir. Víðir benti einnig á að sérsamböndin sem ættu aðild að ÍSÍ þyrftu að fara varlega í að hefja æfingar og keppni. „Það er mjög mikilvægt að allir forsvarsmenn í íþróttahreyfingunni átti sig á því að það verður ekki heimilt að hefja æfingar eða keppni í íþróttagreinum fyrr en að fyrir liggja samþykktar reglur. Þetta á að vera öllum félögum skýrt. Við funduðum með þeim í morgun og þau munu leggja sínar reglur fyrir ÍSÍ sem síðan leitar ráðgjafar sóttvarnalæknis um hvort þær séu fullnægjandi eða ekki.“ Íslenski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Áhorfendur ekki leyfðir um sinn Hlutirnir gerast hratt á tímum kórónuveirufaraldursins og nú er orðið ljóst að áhorfendur verða ekki leyfðir á íþróttaleikjum hérlendis á næstunni. 13. ágúst 2020 13:26 Hér eru nýjar reglur KSÍ sem geta komið íslenska fótboltanum aftur af stað Knattspyrnusamband Íslands hefur nú opinberað þær reglur sem gefa sambandinu mögulega heimild til að hefja leik á Íslandsmótinu í knattspyrnu að nýju. 10. ágúst 2020 15:56 Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Handbolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Dramatík í Manchester Enski boltinn „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Fleiri fréttir Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Sjá meira
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, segir sjálfsagt mál að knattspyrnufólk sýni ábyrgð í sínu daglega lífi, til að forðast kórónuveirusmit, í ljósi þeirra forréttinda sem það nýtur varðandi tveggja metra regluna. Víðir benti á þetta á upplýsingafundi almannavarna í dag. Þar staðfesti hann jafnframt að engir áhorfendur yrðu leyfðir á íþróttaleikjum á næstunni, þrátt fyrir að íþróttir með snertingu hefjist að nýju á morgun, eftir misvísandi skilaboð til íþróttahreyfingarinnar varðandi þau mál. Arnar Sveinn Geirsson, forseti leikmannasamtaka Íslands, hefur gagnrýnt þær kröfur sem lagðar eru á leikmenn í drögum að reglum KSÍ um sóttvarnir. Þar er kveðið á um að leikmenn „lágmarki þá þætti dagslegs lífs sem snúa að öðru en heimilislífi og vinnu“, og nefnt sem dæmi að leikmenn skuli forðast fjölmenna staði eins og verslanir, veitingastaði og bíó. Í Fréttablaðinu sagði Arnar það „ósanngjarna kröfu“ í ljósi þess að leikmenn á Íslandi væru flestir áhugamenn en ekki atvinnumenn í fótbolta. „Í því sambandi viljum við benda á að það er verið að veita íþróttamönnum heimild sem ekki margir aðrir í samfélaginu hafa, til að stunda sína íþrótt,“ sagði Víðir á blaðamannafundinum í dag. „Þetta er meiri heimild en við öll hin höfum. Því fylgir auðvitað mikil ábyrgð sem menn þurfa að sýna,“ sagði Víðir. Víðir benti einnig á að sérsamböndin sem ættu aðild að ÍSÍ þyrftu að fara varlega í að hefja æfingar og keppni. „Það er mjög mikilvægt að allir forsvarsmenn í íþróttahreyfingunni átti sig á því að það verður ekki heimilt að hefja æfingar eða keppni í íþróttagreinum fyrr en að fyrir liggja samþykktar reglur. Þetta á að vera öllum félögum skýrt. Við funduðum með þeim í morgun og þau munu leggja sínar reglur fyrir ÍSÍ sem síðan leitar ráðgjafar sóttvarnalæknis um hvort þær séu fullnægjandi eða ekki.“
Íslenski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Áhorfendur ekki leyfðir um sinn Hlutirnir gerast hratt á tímum kórónuveirufaraldursins og nú er orðið ljóst að áhorfendur verða ekki leyfðir á íþróttaleikjum hérlendis á næstunni. 13. ágúst 2020 13:26 Hér eru nýjar reglur KSÍ sem geta komið íslenska fótboltanum aftur af stað Knattspyrnusamband Íslands hefur nú opinberað þær reglur sem gefa sambandinu mögulega heimild til að hefja leik á Íslandsmótinu í knattspyrnu að nýju. 10. ágúst 2020 15:56 Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Handbolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Dramatík í Manchester Enski boltinn „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Fleiri fréttir Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Sjá meira
Áhorfendur ekki leyfðir um sinn Hlutirnir gerast hratt á tímum kórónuveirufaraldursins og nú er orðið ljóst að áhorfendur verða ekki leyfðir á íþróttaleikjum hérlendis á næstunni. 13. ágúst 2020 13:26
Hér eru nýjar reglur KSÍ sem geta komið íslenska fótboltanum aftur af stað Knattspyrnusamband Íslands hefur nú opinberað þær reglur sem gefa sambandinu mögulega heimild til að hefja leik á Íslandsmótinu í knattspyrnu að nýju. 10. ágúst 2020 15:56