Spánn og Króatía eru komin á blað á EM í handbolta sem hófst í dag.
Spánn vann ellefu marka sigur á Lettum, 33-22, en Evrópumeistaranir hristu af sér Lettana í síðari hálfleik.
Munurinn í hálfleik var einungi þrjú mörk, 14-11, en Spánverjar unnu síðari hálfleikinn 19-11.
As the second halves resume, don't miss this buzzer-beater from Uvis Strazdins of @LVhandball !#ehfeuro2020#dreamwinrememberpic.twitter.com/G3HjwZZsIO
— EHF EURO (@EHFEURO) January 9, 2020
Angel Fernandez Perze skoraði fimm mörk í liði Spánverja en Ferran Sole Sala kom næstur með fjögur.
Dainis Kristopanas skoraði sjö mörk fyrir Letta.
Króatar lentu í öllu meiri vandræðum með Svartfjallaland. Þeir unnu 27-21 sigur eftir að hafa verið 13-12 undir í hálfleik.
Luka Cindric, samherji Arons Pálmarssonar hjá Barcelona, skoraði sex mörk fyrir Króatíu en Nemanja Grbovic var markahæstur hjá Svartfjallalandi með sex mörk.
FULL-TIME: Celebrations for @HRStwitt and commiserations for #Montenegro after Croatia win 27:21 in Graz#ehfeuro2020#dreamwinrememberpic.twitter.com/XMgPcSqQOE
— EHF EURO (@EHFEURO) January 9, 2020