Undrandi á ákvörðun Mountaineers of Iceland Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. janúar 2020 13:54 Kristinn Ólafsson ræddi við fréttastofu í hádeginu eftir fjórtán klukkustunda útkall. Björgunarsveitarmaður sem var hluti af fjölmennu útkalli á Langjökul í nótt þar sem 39 ferðamenn lentu í háska í vélsleðaferð á vegum Mountaineers of Iceland undrast að farið hafi verið í ferðina í ljósi slæmrar veðurspár. Aðstæður hafi verið mjög krefjandi enda veðrið alveg snarbrjálað. Kristinn Ólafsson var á meðal þeirra sem staddur var í húsakynnum Hjálparsveitar skáta í Reykjavík við Malarhöfða þangað sem rúta með stóran hluta hópsins kom fyrir hádegi í dag. Ferðamennirnir voru greinilega þreyttir eftir atburði gærdagsins og næturinnar. Athygli hefur vakið að lagt var í ferðina á jökulinn upp úr hádegi í gær en aðeins átti að vera um klukkustundareisu á vélsleðum að ræða. Sex ára barn var á meðal ferðamannanna auk fleiri barna. Ekki var óskað eftir aðstoð björgunarsveitanna fyrr en á níunda tímanum. „Við fáum útkall eitthvað í kringum hálf níu leytið og leggjum af stað um níu. Það tekur um þrjá tíma að komast austur. Lítði skyggni alla leið á Hellisheiði. Þegar við komum á svæðið um eittleytið er ástandið ótrúlega gott. Það hafði tekist að koma bílum þarna uppeftir. Síðan komu snjóbílar um leið og við á svæðið. Þá var hægt að koma fólkinu inn í heita bíla. Þá strax batnaði ástandið til muna,“ segir Kristinn. Hann segir hópinn hafa verið staðsettan austan af Langjökli um fjóra kílómetra frá bækistöðvum Mountaineers of Iceland í Skálpanesi. „Það var mjög blint, ekkert skyggni. Við vorum að keyra eftir siglingartækjum, GPS tækjum. Við vorum að sjá kannski tvo til þrjá metra fram fyrir okkur stundum. Mikil ofankoma, mikill vindur þannig að þetta var alveg snarbrjálað veður. Mjög krefjandi aðstæður. Snjórinn smaug inn um allt. Tækin áttu í erfiðleikum með að ganga. Snjór í lofthreinsurum og bílum. Þetta var bara erfitt en gekk alveg ótrúlega vel.“ Hann segir að það hafi nýst sveitinni vel að þekkja umhverfið vel og kunna til verka. „Þetta er hættulegt ef menn vita ekki hvar þeir eru og hvað þeir eru að gera. Sem betur fer þekkjum við þetta svæði orðið ágætlega. Við björgunarsveitirnar erum búnar að kynna okkur þetta svæði vel. Við höfum farið þarna nokkrum sinnum áður í útköll. Á góðum dögum förum við og kynnum okkur svæðið, vitum hvað við erum komin út í.“ Hann segir að þrátt fyrir allt hafi fólk verið ótrúlega vel á sig komið. „Það voru allir í samfestingum, með hjálma og vettlinga. Það voru komnir bílar á svæðið. Búið að troða fólkinu inn í bíla og skýla því fyrir vindi. Þannig að það leit betur út en maður átti von á,“ segir Kristinn. Ferðalangarnir hafi verið skelkaðir. „Þetta voru krefjandi og erfiðar aðstæður. Fyrir fólk sem er ekki vant svona veðri þá hefur þetta áhrif á það.“ Hann skilur ekkert í Mountaineers of Iceland að hafa lagt af stað í ferðalagið í ljósi slæmrar veðurspár. „Mér finnst það mjög undarleg ákvörðun. Það var gul viðvörun og þetta útkall kom okkur mjög mikið á óvart. Við ræddum það á leiðinni. Við áttum ekki von á að neitt svona væri að fara að gerast. Það voru flestir sem héldu sig heima.“ Einn ferðamannanna sagðist í viðtali við fréttastofu í morgun ekki hafa haft neina hugmynd um að von væri á slæmu veðri þegar lagt var í hann. Ólafur Tryggvason og Herbert Hauksson hjá Mountaineers of Iceland hafa ekki viljað tjá sig við fréttastofu um atburði gærdagsins og næturinnar. Eins og Vísir greindi frá í gærkvöldi eru þrjú ár liðin síðan hjón týndust í vélsleðaferð fyrirtækisins á Langjökli og fékk greiddar skaða- og miskabætur vegna atburðanna. 39 bjargað á Langjökli Björgunarsveitir Ferðamennska á Íslandi Veður Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Sjá meira
Björgunarsveitarmaður sem var hluti af fjölmennu útkalli á Langjökul í nótt þar sem 39 ferðamenn lentu í háska í vélsleðaferð á vegum Mountaineers of Iceland undrast að farið hafi verið í ferðina í ljósi slæmrar veðurspár. Aðstæður hafi verið mjög krefjandi enda veðrið alveg snarbrjálað. Kristinn Ólafsson var á meðal þeirra sem staddur var í húsakynnum Hjálparsveitar skáta í Reykjavík við Malarhöfða þangað sem rúta með stóran hluta hópsins kom fyrir hádegi í dag. Ferðamennirnir voru greinilega þreyttir eftir atburði gærdagsins og næturinnar. Athygli hefur vakið að lagt var í ferðina á jökulinn upp úr hádegi í gær en aðeins átti að vera um klukkustundareisu á vélsleðum að ræða. Sex ára barn var á meðal ferðamannanna auk fleiri barna. Ekki var óskað eftir aðstoð björgunarsveitanna fyrr en á níunda tímanum. „Við fáum útkall eitthvað í kringum hálf níu leytið og leggjum af stað um níu. Það tekur um þrjá tíma að komast austur. Lítði skyggni alla leið á Hellisheiði. Þegar við komum á svæðið um eittleytið er ástandið ótrúlega gott. Það hafði tekist að koma bílum þarna uppeftir. Síðan komu snjóbílar um leið og við á svæðið. Þá var hægt að koma fólkinu inn í heita bíla. Þá strax batnaði ástandið til muna,“ segir Kristinn. Hann segir hópinn hafa verið staðsettan austan af Langjökli um fjóra kílómetra frá bækistöðvum Mountaineers of Iceland í Skálpanesi. „Það var mjög blint, ekkert skyggni. Við vorum að keyra eftir siglingartækjum, GPS tækjum. Við vorum að sjá kannski tvo til þrjá metra fram fyrir okkur stundum. Mikil ofankoma, mikill vindur þannig að þetta var alveg snarbrjálað veður. Mjög krefjandi aðstæður. Snjórinn smaug inn um allt. Tækin áttu í erfiðleikum með að ganga. Snjór í lofthreinsurum og bílum. Þetta var bara erfitt en gekk alveg ótrúlega vel.“ Hann segir að það hafi nýst sveitinni vel að þekkja umhverfið vel og kunna til verka. „Þetta er hættulegt ef menn vita ekki hvar þeir eru og hvað þeir eru að gera. Sem betur fer þekkjum við þetta svæði orðið ágætlega. Við björgunarsveitirnar erum búnar að kynna okkur þetta svæði vel. Við höfum farið þarna nokkrum sinnum áður í útköll. Á góðum dögum förum við og kynnum okkur svæðið, vitum hvað við erum komin út í.“ Hann segir að þrátt fyrir allt hafi fólk verið ótrúlega vel á sig komið. „Það voru allir í samfestingum, með hjálma og vettlinga. Það voru komnir bílar á svæðið. Búið að troða fólkinu inn í bíla og skýla því fyrir vindi. Þannig að það leit betur út en maður átti von á,“ segir Kristinn. Ferðalangarnir hafi verið skelkaðir. „Þetta voru krefjandi og erfiðar aðstæður. Fyrir fólk sem er ekki vant svona veðri þá hefur þetta áhrif á það.“ Hann skilur ekkert í Mountaineers of Iceland að hafa lagt af stað í ferðalagið í ljósi slæmrar veðurspár. „Mér finnst það mjög undarleg ákvörðun. Það var gul viðvörun og þetta útkall kom okkur mjög mikið á óvart. Við ræddum það á leiðinni. Við áttum ekki von á að neitt svona væri að fara að gerast. Það voru flestir sem héldu sig heima.“ Einn ferðamannanna sagðist í viðtali við fréttastofu í morgun ekki hafa haft neina hugmynd um að von væri á slæmu veðri þegar lagt var í hann. Ólafur Tryggvason og Herbert Hauksson hjá Mountaineers of Iceland hafa ekki viljað tjá sig við fréttastofu um atburði gærdagsins og næturinnar. Eins og Vísir greindi frá í gærkvöldi eru þrjú ár liðin síðan hjón týndust í vélsleðaferð fyrirtækisins á Langjökli og fékk greiddar skaða- og miskabætur vegna atburðanna.
39 bjargað á Langjökli Björgunarsveitir Ferðamennska á Íslandi Veður Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Sjá meira