Flugi aflýst vegna veðurs Kristín Ólafsdóttir skrifar 7. janúar 2020 10:36 Farþegum er bent á að fylgjast með flugáætlun á vef Isavia. Flugfélögin Icelandair, Easy Jet og Lufthansa hafa aflýst öllu flugi sínu til og frá Keflavíkurflugvelli síðdegis í dag vegna veðurs. Þá hefur Icelandair einnig ákveðið að aflýsa flugi sínu í fyrramálið, að því er fram kemur í tilkynningu frá félaginu. Enn sem komið er eru flugferðir flugfélaganna Norwegian og Wizz Air á áætlun. Guðjón Helgason upplýsingafulltrúi Isavia staðfestir í samtali við fréttastofu að flugi hafi verið aflýst eftir hádegi í dag. Farþegum er bent á að fylgjast með stöðu flugferða frá Keflavíkurflugvelli á vef Isavia. Í tilkynningu frá Icelandair segir að gert sé ráð fyrir að raskanirnar muni hafa áhrif á yfir átta þúsund farþega. Búið sé að upplýsa alla farþega um málið og unnið að endurbókunum. Upplýsingaskilti í Keflavík í dag.Vísir/JóiK „Farþegar munu fá senda uppfærða ferðaáætlun í tölvupósti en geta einnig fylgst með „umsjón með bókun“ á heimasíðu Icelandair. Þar eru flugupplýsingar uppfærðar um leið og breytingar liggja fyrir og þar geta farþegar jafnframt uppfært netföng og símanúmer þannig að hægt sé að koma skilaboðum til þeirra hratt og örugglega,“ segir í tilkynningu Icelandair. Flugi sem aflýst verður vegna veðurs Öllu flugi frá Evrópu í dag verður aflýst en um er að ræða 15 flug. Öllum brottförum frá Keflavík til Bandaríkjanna og Kanada seinnipartinn í dag aflýst en um er að ræða 11 brottfarir og þá jafnmargar komur aftur frá Norður Ameríku. Öllu flugi til Evrópu frá Keflavík í fyrramálið verður aflýst en það eru 14 brottfarir. Þá segir í tilkynningu að nokkur hundruð farþegar sem áttu flug frá Íslandi seinnipartinn í dag hafi nýtt sér boð Icelandair um að ferðast degi fyrr. Um 700 erlendir farþegar verða áfram hér á Íslandi og mun Icelandair útvega þeim hótelgistingu. Þar að auki er verið að vinna í því að endurbóka tengifarþega sem eru að ferðast á milli Evrópu og Norður Ameríku með öðrum flugfélögum. Miðað við núverandi veðurspá, er gert ráð fyrir að flug verði á áætlun frá Keflavík seinnipartinn á morgun, miðvikudag. Innanlandsflugi einnig aflýst Mjög djúp og víðáttumikil lægð fer norðaustur yfir landið í dag og útlit fyrir leiðindaveður víðast hvar á landinu. Gular viðvaranir taka gildi í öllum landshlutum síðdegis. Hríð verður norðvestantil á landinu í dag og suðvestan stormur og él í öðrum landshlutum seinni partinn og í kvöld. Gert er ráð fyrir vindi allt að 25 metrum á sekúndu og lélegu skyggni á Suður- og Vesturlandi. Þá hefur innanlandsflugi Air Iceland Connect verið aflýst að mestu í dag, sem og flugi félagsins til Grænlands. Þegar þetta er ritað er áætlunarflug til og frá Egilsstöðum um hádegisbil þó enn á áætlun. Upplýsingar um flugáætlun Air Iceland Connect má finna hér. Fréttin hefur verið uppfærð. Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Veður Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Fleiri fréttir Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Sjá meira
Flugfélögin Icelandair, Easy Jet og Lufthansa hafa aflýst öllu flugi sínu til og frá Keflavíkurflugvelli síðdegis í dag vegna veðurs. Þá hefur Icelandair einnig ákveðið að aflýsa flugi sínu í fyrramálið, að því er fram kemur í tilkynningu frá félaginu. Enn sem komið er eru flugferðir flugfélaganna Norwegian og Wizz Air á áætlun. Guðjón Helgason upplýsingafulltrúi Isavia staðfestir í samtali við fréttastofu að flugi hafi verið aflýst eftir hádegi í dag. Farþegum er bent á að fylgjast með stöðu flugferða frá Keflavíkurflugvelli á vef Isavia. Í tilkynningu frá Icelandair segir að gert sé ráð fyrir að raskanirnar muni hafa áhrif á yfir átta þúsund farþega. Búið sé að upplýsa alla farþega um málið og unnið að endurbókunum. Upplýsingaskilti í Keflavík í dag.Vísir/JóiK „Farþegar munu fá senda uppfærða ferðaáætlun í tölvupósti en geta einnig fylgst með „umsjón með bókun“ á heimasíðu Icelandair. Þar eru flugupplýsingar uppfærðar um leið og breytingar liggja fyrir og þar geta farþegar jafnframt uppfært netföng og símanúmer þannig að hægt sé að koma skilaboðum til þeirra hratt og örugglega,“ segir í tilkynningu Icelandair. Flugi sem aflýst verður vegna veðurs Öllu flugi frá Evrópu í dag verður aflýst en um er að ræða 15 flug. Öllum brottförum frá Keflavík til Bandaríkjanna og Kanada seinnipartinn í dag aflýst en um er að ræða 11 brottfarir og þá jafnmargar komur aftur frá Norður Ameríku. Öllu flugi til Evrópu frá Keflavík í fyrramálið verður aflýst en það eru 14 brottfarir. Þá segir í tilkynningu að nokkur hundruð farþegar sem áttu flug frá Íslandi seinnipartinn í dag hafi nýtt sér boð Icelandair um að ferðast degi fyrr. Um 700 erlendir farþegar verða áfram hér á Íslandi og mun Icelandair útvega þeim hótelgistingu. Þar að auki er verið að vinna í því að endurbóka tengifarþega sem eru að ferðast á milli Evrópu og Norður Ameríku með öðrum flugfélögum. Miðað við núverandi veðurspá, er gert ráð fyrir að flug verði á áætlun frá Keflavík seinnipartinn á morgun, miðvikudag. Innanlandsflugi einnig aflýst Mjög djúp og víðáttumikil lægð fer norðaustur yfir landið í dag og útlit fyrir leiðindaveður víðast hvar á landinu. Gular viðvaranir taka gildi í öllum landshlutum síðdegis. Hríð verður norðvestantil á landinu í dag og suðvestan stormur og él í öðrum landshlutum seinni partinn og í kvöld. Gert er ráð fyrir vindi allt að 25 metrum á sekúndu og lélegu skyggni á Suður- og Vesturlandi. Þá hefur innanlandsflugi Air Iceland Connect verið aflýst að mestu í dag, sem og flugi félagsins til Grænlands. Þegar þetta er ritað er áætlunarflug til og frá Egilsstöðum um hádegisbil þó enn á áætlun. Upplýsingar um flugáætlun Air Iceland Connect má finna hér. Fréttin hefur verið uppfærð.
Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Veður Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Fleiri fréttir Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Sjá meira