„Mér sýnist að hann hafi verið pínulítið hress með það sjálfur“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. janúar 2020 10:00 Þorvaldur Orri Árnason fagnar með reynsluboltum KR-liðsins. Skjámynd/S2 Sport Reynslubolti og ungur pjakkur voru mikilvægir fyrir KR-liðið í sigri í Grindavík í fyrsta leik Íslandsmeistarana á árinu 2020. Domino´s Körfuboltakvöld fór yfir frammistöðu þeirra Brynjars Þórs Björnssonar og Þorvaldar Orra Árnasonar í sigrinum í Mustad-höllinni á sunnudagskvöldið. KR-liðið var án margra lykilmanna í leiknum á móti Grindavík og því skipti það miklu máli að fá 22 stig og sjö þrista frá reynsluboltanum Brynjari Þór Björnssyni sem og að fá 10 stig frá hinum sautján ára gamla Þorvaldi Orra Árnasyni. „Brynjar Þór Björnsson dróg vagninn fyrir sína menn og var mjög sterkur. Hann hefur látið lítið fyrir sér fara á þessu tímabili en núna þegar hinir stóru leikmennirnir voru frá þá steig hann upp,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson, umsjónarmaður Körfuboltakvölds og beindi orðum sínum til Sævars Sævarssonar. „Það er auðvelt að sitja heima í stofu og hugsa af hverju er hann ekki að spila betur. Þú ert með níu til tíu leikmenn í liðinu þínu sem allir eru vanir því að vera með mikla ábyrgð og þá er kannski erfitt að finna rétta rytmann.“ sagði Sævar Sævarsson. „Það getur verið að það hafi hentað Brilla rosalega vel að þeir voru fáir og hann þurfti hreinlega að bera ábyrgð. Mennirnir sem voru með honum í liði voru líka að leita meira að honum í þessum leik en þeir eru búnir að vera að gera þegar allir geta skotið og boltinn er kannski að flæða of mikið,“ sagði Sævar. Strákarnir í Körfuboltakvöldi ræddu líka um hinn sautján ára gamla Þorvald Orra Árnason. „Hann er mjög efnilegur. Þegar hann hefur fengið sjensinn þá hefur hann virkilega gripið hann. Hann greip sjensinn all svakalega í þessum leik. Mér sýnist að hann hafi verið pínulítið hress með það sjálfur,“ sagði Hermann Hauksson. „Hann var með frábærar tölur og var öruggir í því sem hann gerði. Svo spilaði hann líka góða vörn,“ sagði Hermann. „Við þurfum að fylgjast með þessum og það er líka ástríða í honum líka. Hann skipti líka greinilega miklu máli og við sáum reynsluboltana koma inn á völlinn til að fagna honum,“ sagði Teitur Örlygsson. Það má sjá allt innslagið um KR hér fyrir neðan. Klippa: Dominos Körfuboltakvöld: Brilli og Þorri í stuði í Grindavík Dominos-deild karla Körfuboltakvöld Mest lesið „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Selfoss jafnaði metin Handbolti „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ Körfubolti Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske Fótbolti „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Besta deild kvenna og Ronaldo Sport Fleiri fréttir „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Sjá meira
Reynslubolti og ungur pjakkur voru mikilvægir fyrir KR-liðið í sigri í Grindavík í fyrsta leik Íslandsmeistarana á árinu 2020. Domino´s Körfuboltakvöld fór yfir frammistöðu þeirra Brynjars Þórs Björnssonar og Þorvaldar Orra Árnasonar í sigrinum í Mustad-höllinni á sunnudagskvöldið. KR-liðið var án margra lykilmanna í leiknum á móti Grindavík og því skipti það miklu máli að fá 22 stig og sjö þrista frá reynsluboltanum Brynjari Þór Björnssyni sem og að fá 10 stig frá hinum sautján ára gamla Þorvaldi Orra Árnasyni. „Brynjar Þór Björnsson dróg vagninn fyrir sína menn og var mjög sterkur. Hann hefur látið lítið fyrir sér fara á þessu tímabili en núna þegar hinir stóru leikmennirnir voru frá þá steig hann upp,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson, umsjónarmaður Körfuboltakvölds og beindi orðum sínum til Sævars Sævarssonar. „Það er auðvelt að sitja heima í stofu og hugsa af hverju er hann ekki að spila betur. Þú ert með níu til tíu leikmenn í liðinu þínu sem allir eru vanir því að vera með mikla ábyrgð og þá er kannski erfitt að finna rétta rytmann.“ sagði Sævar Sævarsson. „Það getur verið að það hafi hentað Brilla rosalega vel að þeir voru fáir og hann þurfti hreinlega að bera ábyrgð. Mennirnir sem voru með honum í liði voru líka að leita meira að honum í þessum leik en þeir eru búnir að vera að gera þegar allir geta skotið og boltinn er kannski að flæða of mikið,“ sagði Sævar. Strákarnir í Körfuboltakvöldi ræddu líka um hinn sautján ára gamla Þorvald Orra Árnason. „Hann er mjög efnilegur. Þegar hann hefur fengið sjensinn þá hefur hann virkilega gripið hann. Hann greip sjensinn all svakalega í þessum leik. Mér sýnist að hann hafi verið pínulítið hress með það sjálfur,“ sagði Hermann Hauksson. „Hann var með frábærar tölur og var öruggir í því sem hann gerði. Svo spilaði hann líka góða vörn,“ sagði Hermann. „Við þurfum að fylgjast með þessum og það er líka ástríða í honum líka. Hann skipti líka greinilega miklu máli og við sáum reynsluboltana koma inn á völlinn til að fagna honum,“ sagði Teitur Örlygsson. Það má sjá allt innslagið um KR hér fyrir neðan. Klippa: Dominos Körfuboltakvöld: Brilli og Þorri í stuði í Grindavík
Dominos-deild karla Körfuboltakvöld Mest lesið „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Selfoss jafnaði metin Handbolti „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ Körfubolti Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske Fótbolti „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Besta deild kvenna og Ronaldo Sport Fleiri fréttir „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Sjá meira