Lokuðu þinginu og völdu eigin forseta Kjartan Kjartansson skrifar 6. janúar 2020 11:55 Guaidó reyndi að brjóta sér leið í gegnum röð hermanna og inn í þinghúsið en án árangurs. AP/Matias Delacroix Stjórnarher Venesúela meinaði stjórnarandstæðingum um aðgang að þinghúsinu á meðan ríkisstjórnin valdi nýjan þingforseta í gær. Erlend ríki fordæma aðfarir ríkisstjórnar sósíalista og segja þær árás á lýðræðið í landinu. Búist var við því að Juan Guaidó, sem lýsti sig réttmætan forseta Venesúela í fyrra, yrði endurkjörinn forseti þingsins þar sem stjórnarandstaðan er með meirihluta. Hermenn með óeirðarskildi komu hins vegar í veg fyrir að hann gæti farið inn í þinghúsið. Stjórnarþingmenn Sósíalistaflokks Nicolás Maduro forseta notuðu tækifærið og kusu Luis Parra sem þingforseta. Parra var nýlega rekinn úr stjórnarandstöðuflokki vegna ásakana um spillingu, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Aðrir stjórnarandstöðuleiðtogar fordæmdu atkvæðagreiðsluna sem þeir sögðu ólögmæta. Ekki hefði verið boðað til hennar og atkvæði hefðu ekki verið talin eins og þingsköp gerðu ráð fyrir. Síðar greiddu þingmenn stjórnarandstöðunnar Guaidó atkvæði sín sem þingforseta á neyðarfundi sem þeir héldu á skrifstofu dagblaðs stjórnarandstöðunnar. Þeir segja að hundrað þingmenn af 167 hafi greitt Guaidó atkvæði sitt. Fulltrúar Bandaríkjanna, Evrópusambandsins og fjölda ríkja Rómönsku Ameríku fordæmdu gjörðir ríkisstjórnar Maduro. Evrópusambandið segist ætla að viðurkenna Guaidó áfram sem forseta þingsins og landsins. Venesúela Mest lesið Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Erlent Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs Innlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Innlent Fleiri fréttir Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Sjá meira
Stjórnarher Venesúela meinaði stjórnarandstæðingum um aðgang að þinghúsinu á meðan ríkisstjórnin valdi nýjan þingforseta í gær. Erlend ríki fordæma aðfarir ríkisstjórnar sósíalista og segja þær árás á lýðræðið í landinu. Búist var við því að Juan Guaidó, sem lýsti sig réttmætan forseta Venesúela í fyrra, yrði endurkjörinn forseti þingsins þar sem stjórnarandstaðan er með meirihluta. Hermenn með óeirðarskildi komu hins vegar í veg fyrir að hann gæti farið inn í þinghúsið. Stjórnarþingmenn Sósíalistaflokks Nicolás Maduro forseta notuðu tækifærið og kusu Luis Parra sem þingforseta. Parra var nýlega rekinn úr stjórnarandstöðuflokki vegna ásakana um spillingu, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Aðrir stjórnarandstöðuleiðtogar fordæmdu atkvæðagreiðsluna sem þeir sögðu ólögmæta. Ekki hefði verið boðað til hennar og atkvæði hefðu ekki verið talin eins og þingsköp gerðu ráð fyrir. Síðar greiddu þingmenn stjórnarandstöðunnar Guaidó atkvæði sín sem þingforseta á neyðarfundi sem þeir héldu á skrifstofu dagblaðs stjórnarandstöðunnar. Þeir segja að hundrað þingmenn af 167 hafi greitt Guaidó atkvæði sitt. Fulltrúar Bandaríkjanna, Evrópusambandsins og fjölda ríkja Rómönsku Ameríku fordæmdu gjörðir ríkisstjórnar Maduro. Evrópusambandið segist ætla að viðurkenna Guaidó áfram sem forseta þingsins og landsins.
Venesúela Mest lesið Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Erlent Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs Innlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Innlent Fleiri fréttir Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Sjá meira