Ísraelskar borgir gætu verið á meðal skotmarka Írans Vésteinn Örn Pétursson skrifar 5. janúar 2020 17:27 Vígið á Soleimani hefur vakið mikla reiði víða í Írak og Íran.Hér halda mótmælendur á mynd af honum. Vísir/Getty Mohsen Razaee, fyrrverandi leiðtogi íranska byltingarvarðarins, segir að ísraelsku borgirnar Tel Aviv og Haifa gætu orðið skotmörk hefndarárása íranskra árása, í hefndarskyni fyrir vígið á Qassem Soleimani, háttsettum írönskum hershöfðingja sem féll í drónaárás Bandaríkjamanna í Írak, aðfaranótt föstudags. Þetta sagði Rezaee við minningarathöfn til heiðurs Soleimani, sem haldin var í Tehran, höfuðborg Írans, í dag. Hann hefur áður látið í veðri vaka að ísraelsk stjórnvöld hafi lekið upplýsingum um staðsetningu Soleimani til Bandaríkjanna. Ísrael og Bandaríkin eru bandamenn. Drápið á Soleimani hefur valdið mikilli ólgu bæði í Íran og Írak, en fyrr í dag var greint frá því að írakska þyngið hefði samþykkt ályktun þess efnis að kallað verði eftir því að erlendir hermenn sem dvalið hafa í landinu, yfirgefi landið sem fyrst. Þá var flugskeytum skotið inn á svokallað „grænt svæði“ í Bagdad, höfuðborg Íraks, í gær. Á svæðinu er að finna ýmsar alþjóðastofnanir og sendiráð, meðal annars sendiráð Bandaríkjanna. Eins hafa leiðtogar Hezbollah, harðlínusveitar írakska þjóðvarðarliðsins, varað írakskar hersveitir við því að dvelja of nálægt bandarískum herstöðvum í Írak, frá og með eftirmiðdegi dagsins í dag. Það er talið veita vísbendingu um að hefndaraðgerðir séu í vændum. Þá hefur Donald Trump Bandaríkjaforseti vara Írani við því að aðhafast nokkuð í hefndarskyni. Í tísti sem forsetinn sendi frá sér í gær sagði hann að Bandaríkin myndu aðhafast „mjög hratt og mjög harkalega“ ef stjórnvöld í Íran komi til með að ráðast á Bandaríkjamenn eða annað sem gæti talist Bandaríkjamönnum mikilvægt. Bandaríkin Írak Íran Ísrael Tengdar fréttir Írakska þingið vill erlenda hermenn burt Íraskir þingmenn samþykktu í dag ályktun þess efnis að kallað verði eftir því að erlendir hermenn sem dvalið hafa í landinu, yfirgefi Írak sem fyrst. 5. janúar 2020 15:45 Segir ekki miklar líkur á stórfelldum hernaðaraðgerðum eftir dauða Solemani Donald Trump Bandaríkjaforseti segir Bandaríkjaher hafa fimmtíu og tvö skotmörk í sigtinu í Íran ef stjórnvöld þar láti verða af hótunum sínum um að hefna dauða Qasim Solemani. 5. janúar 2020 15:30 Segir að bandarískar herstöðvar og hermenn séu nú réttlætanleg skotmörk Hassan Nasrallah, leiðtogi líbönsku Hezbollah-samtakanna, segir að bandarískar herstöðvar, herskip og hermenn séu réttlætanleg skotmörk eftir að háttsetti íranski hershöfðinginn Quassem Soleimani féll í drónaárás Bandaríkjamanna aðfaranótt föstudags. 5. janúar 2020 14:39 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Launmorð á götum New York Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Franska ríkisstjórnin fallin Ákæra forsetann formlega vegna herlaga Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Sjá meira
Mohsen Razaee, fyrrverandi leiðtogi íranska byltingarvarðarins, segir að ísraelsku borgirnar Tel Aviv og Haifa gætu orðið skotmörk hefndarárása íranskra árása, í hefndarskyni fyrir vígið á Qassem Soleimani, háttsettum írönskum hershöfðingja sem féll í drónaárás Bandaríkjamanna í Írak, aðfaranótt föstudags. Þetta sagði Rezaee við minningarathöfn til heiðurs Soleimani, sem haldin var í Tehran, höfuðborg Írans, í dag. Hann hefur áður látið í veðri vaka að ísraelsk stjórnvöld hafi lekið upplýsingum um staðsetningu Soleimani til Bandaríkjanna. Ísrael og Bandaríkin eru bandamenn. Drápið á Soleimani hefur valdið mikilli ólgu bæði í Íran og Írak, en fyrr í dag var greint frá því að írakska þyngið hefði samþykkt ályktun þess efnis að kallað verði eftir því að erlendir hermenn sem dvalið hafa í landinu, yfirgefi landið sem fyrst. Þá var flugskeytum skotið inn á svokallað „grænt svæði“ í Bagdad, höfuðborg Íraks, í gær. Á svæðinu er að finna ýmsar alþjóðastofnanir og sendiráð, meðal annars sendiráð Bandaríkjanna. Eins hafa leiðtogar Hezbollah, harðlínusveitar írakska þjóðvarðarliðsins, varað írakskar hersveitir við því að dvelja of nálægt bandarískum herstöðvum í Írak, frá og með eftirmiðdegi dagsins í dag. Það er talið veita vísbendingu um að hefndaraðgerðir séu í vændum. Þá hefur Donald Trump Bandaríkjaforseti vara Írani við því að aðhafast nokkuð í hefndarskyni. Í tísti sem forsetinn sendi frá sér í gær sagði hann að Bandaríkin myndu aðhafast „mjög hratt og mjög harkalega“ ef stjórnvöld í Íran komi til með að ráðast á Bandaríkjamenn eða annað sem gæti talist Bandaríkjamönnum mikilvægt.
Bandaríkin Írak Íran Ísrael Tengdar fréttir Írakska þingið vill erlenda hermenn burt Íraskir þingmenn samþykktu í dag ályktun þess efnis að kallað verði eftir því að erlendir hermenn sem dvalið hafa í landinu, yfirgefi Írak sem fyrst. 5. janúar 2020 15:45 Segir ekki miklar líkur á stórfelldum hernaðaraðgerðum eftir dauða Solemani Donald Trump Bandaríkjaforseti segir Bandaríkjaher hafa fimmtíu og tvö skotmörk í sigtinu í Íran ef stjórnvöld þar láti verða af hótunum sínum um að hefna dauða Qasim Solemani. 5. janúar 2020 15:30 Segir að bandarískar herstöðvar og hermenn séu nú réttlætanleg skotmörk Hassan Nasrallah, leiðtogi líbönsku Hezbollah-samtakanna, segir að bandarískar herstöðvar, herskip og hermenn séu réttlætanleg skotmörk eftir að háttsetti íranski hershöfðinginn Quassem Soleimani féll í drónaárás Bandaríkjamanna aðfaranótt föstudags. 5. janúar 2020 14:39 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Launmorð á götum New York Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Franska ríkisstjórnin fallin Ákæra forsetann formlega vegna herlaga Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Sjá meira
Írakska þingið vill erlenda hermenn burt Íraskir þingmenn samþykktu í dag ályktun þess efnis að kallað verði eftir því að erlendir hermenn sem dvalið hafa í landinu, yfirgefi Írak sem fyrst. 5. janúar 2020 15:45
Segir ekki miklar líkur á stórfelldum hernaðaraðgerðum eftir dauða Solemani Donald Trump Bandaríkjaforseti segir Bandaríkjaher hafa fimmtíu og tvö skotmörk í sigtinu í Íran ef stjórnvöld þar láti verða af hótunum sínum um að hefna dauða Qasim Solemani. 5. janúar 2020 15:30
Segir að bandarískar herstöðvar og hermenn séu nú réttlætanleg skotmörk Hassan Nasrallah, leiðtogi líbönsku Hezbollah-samtakanna, segir að bandarískar herstöðvar, herskip og hermenn séu réttlætanleg skotmörk eftir að háttsetti íranski hershöfðinginn Quassem Soleimani féll í drónaárás Bandaríkjamanna aðfaranótt föstudags. 5. janúar 2020 14:39