Portúgal rúllaði yfir Svíþjóð, 35-25, í síðasta leik dagsins í milliriðli II á EM í handbolta í kvöld.
Portúgalir hafa unnið þrjá af fjórum leikjum sínum á EM og eru með tvö stig í milliriðli II.
Kristján Andrésson er þjálfari Svía sem byrjuðu leikinn ágætlega. Þeir komust í 6-7 en Portúgalir svöruðu með fjórum mörkum í röð.
Portúgal var þremur mörkum yfir í hálfleik, 15-12, og bætti svo í eftir hlé.
Á endanum vann Portúgal tíu marka sigur á silfurliði síðasta Evrópumóts, 35-25.
Rui Silva, Joao Ferraz og Fabio Magalhaes skoruðu sex mörk hver fyrir Portúgal. Alfredo Quintana varði ellefu skot í markinu (38%).
Daniel Pettersson og Andreas Nilsson skoruðu fjögur mörk hvor fyrir Svía sem eru stigalausir í milliriðli II.
Portúgalir tóku Svía í kennslustund
