Mælingamenn Veðurstofunnar byrjaðir að mæla flóðin á Flateyri Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 15. janúar 2020 16:01 Frá höfninni á Flateyri þar sem mikið tjón varð vegna snjóflóðsins úr Skollahvilft í gærkvöldi. önundur hafsteinn pálsson Mælingamenn Veðurstofunnar hafa hafið störf á Flateyri við að mæla flóðin sem féllu þar í gærkvöldi. Auður Elva Kjartansdóttir, sérfræðingur í ofanflóðum á Veðurstofu Íslands, segir að mælingarnar komi vonandi fljótt í hús en veðrið á svæðinu er smám saman að ganga niður. „Venjulega eru þetta flekaflóð þannig að upptökin eru greinileg í fjallinu og þá getum við tekið breidd og tekið upptakasvæðið og þá getum við áætlað magn þess snævar sem hefur runnið af stað. Þá getum við líka séð breidd flóðsins sem fellur í sjó fram þótt við getum ekki mælt sjálfa snjóflóðatunguna í snjónum,“ segir Auður. Reynt er að áætla rúmmál hvers flóðs fyrir sig. Alls féllu þrjú stór flóð á Vestfjörðum í gærkvöldi, tvö á Flateyri og eitt á Suðureyri. Þá hafa borist fregnir af öðru flóði á Suðureyri sem að öllum líkindum féll einnig í gær en það virðist ekki hafa verið jafn stórt og hin þrjú. Auður segir Veðurstofuna ekki hafa upplýsingar enn sem komið er um hversu mörg flóð hafa fallið á Vestfjörðum síðasta sólarhringinn eða svo og það komi eflaust ekki í ljós hversu mörg flóðin eru fyrr en vegir í landshlutanum taka að opna á ný. Frá Suðureyri í dag.helga konráðsdóttir Talsvert eignatjón eftir þrjú mjög stór flóð Stærra flóðið á Suðureyri féll í sjó fram og olli flóðbylgju. Þá féll annað flóðið á Flateyri líka fram í sjó og olli miklu tjóni í og við smábátahöfnina. Þriðja flóðið fór yfir varnargarð á Flateyri og féll á íbúðahúsið við Ólafstún 14. Unglingsstúlka sem þar býr lenti í flóðinu en var bjargað af björgunarsveitarmönnum í bænum. Hún slapp með aðeins nokkrar skrámur. Að því er fram kemur í Facebook-færslu frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra er enn snjóflóðahætta á Vestfjörðum og hættustig á Ísafirði. Flateyrarvegur og vegurinn um Súðavíkurhlíð eru lokaðir vegna snjóflóðahættu og er ekki gert ráð fyrir mokstri í dag. Þá er í undirbúningi flutningur á hjálparliði almannavarna vestur til að styðja við heimamenn. Í eftirmiðdaginn verður svo athugað með flug á Ísafjörð. „Hvasst hefur verið á Vestfjörðum í morgun og gert er ráð fyrir að smá saman dragi úr ofanhríðinni. Gert er ráð fyrir 15-17 m/s á fjallvegum síðdegis og enn er skafrenningur. Lægir enn frekar í kvöld og horfur eru á skaplegu veðri á morgun, 5-10 m/s og verður að mestu éljalaust. Frekari upplýsingar um veður og færð má nálgast á vefsíðu Veðurstofunnar vedur.is og hjá Vegagerðinni,“ segir í færslu almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra. Ísafjarðarbær Snjóflóð á Flateyri og Suðureyri Veður Tengdar fréttir Sérfræðingur segir varnargarðinn á Flateyri hafa sannað gildi sitt en langt í að markmið stjórnvalda náist Óhætt er að segja að mikið hafi mætt á snjóflóðavarnargarðinum fyrir ofan Flateyri síðan hann var byggður í kjölfar harmleiksins 26. október 1995. Snjóflóðafræðingur á Veðurstofu Íslands segir fjörutíu snjóflóð hafa fallið í fjallinu fyrir ofan Flateyri frá árinu 1997. 15. janúar 2020 10:36 Telur flóðbylgjuna hafa verið sex til tíu metra háa Formaður björgunarsveitarinnar Bjargar á Suðureyri áætlar að flóðbylgjan sem skall á Suðureyri í gærkvöldi hafi verið sex til tíu metrar hið minnsta. 15. janúar 2020 10:02 Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út í sjúkraflug á Vestfirði Á þriðja tímanum í dag var áhöfn þyrlu Landhelgisgæslunnar kölluð út til þess að fara í sjúkraflug vestur á Flateyri og Ísafjörð. 15. janúar 2020 15:32 Mest lesið Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi þingmenn sækja um sendiherrastöðu Grautfúl að tapa forsetakosningunum Dynjandisheiði boðin út með verklokum haustið 2026 Segir fréttir af pólitísku andláti sínu stórlega ýktar Grautfúl eftir að hafa tapað forsetakosningum Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Lögreglumanni ekki gerð refsing átta árum eftir að hann réðst á fanga Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Sjá meira
Mælingamenn Veðurstofunnar hafa hafið störf á Flateyri við að mæla flóðin sem féllu þar í gærkvöldi. Auður Elva Kjartansdóttir, sérfræðingur í ofanflóðum á Veðurstofu Íslands, segir að mælingarnar komi vonandi fljótt í hús en veðrið á svæðinu er smám saman að ganga niður. „Venjulega eru þetta flekaflóð þannig að upptökin eru greinileg í fjallinu og þá getum við tekið breidd og tekið upptakasvæðið og þá getum við áætlað magn þess snævar sem hefur runnið af stað. Þá getum við líka séð breidd flóðsins sem fellur í sjó fram þótt við getum ekki mælt sjálfa snjóflóðatunguna í snjónum,“ segir Auður. Reynt er að áætla rúmmál hvers flóðs fyrir sig. Alls féllu þrjú stór flóð á Vestfjörðum í gærkvöldi, tvö á Flateyri og eitt á Suðureyri. Þá hafa borist fregnir af öðru flóði á Suðureyri sem að öllum líkindum féll einnig í gær en það virðist ekki hafa verið jafn stórt og hin þrjú. Auður segir Veðurstofuna ekki hafa upplýsingar enn sem komið er um hversu mörg flóð hafa fallið á Vestfjörðum síðasta sólarhringinn eða svo og það komi eflaust ekki í ljós hversu mörg flóðin eru fyrr en vegir í landshlutanum taka að opna á ný. Frá Suðureyri í dag.helga konráðsdóttir Talsvert eignatjón eftir þrjú mjög stór flóð Stærra flóðið á Suðureyri féll í sjó fram og olli flóðbylgju. Þá féll annað flóðið á Flateyri líka fram í sjó og olli miklu tjóni í og við smábátahöfnina. Þriðja flóðið fór yfir varnargarð á Flateyri og féll á íbúðahúsið við Ólafstún 14. Unglingsstúlka sem þar býr lenti í flóðinu en var bjargað af björgunarsveitarmönnum í bænum. Hún slapp með aðeins nokkrar skrámur. Að því er fram kemur í Facebook-færslu frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra er enn snjóflóðahætta á Vestfjörðum og hættustig á Ísafirði. Flateyrarvegur og vegurinn um Súðavíkurhlíð eru lokaðir vegna snjóflóðahættu og er ekki gert ráð fyrir mokstri í dag. Þá er í undirbúningi flutningur á hjálparliði almannavarna vestur til að styðja við heimamenn. Í eftirmiðdaginn verður svo athugað með flug á Ísafjörð. „Hvasst hefur verið á Vestfjörðum í morgun og gert er ráð fyrir að smá saman dragi úr ofanhríðinni. Gert er ráð fyrir 15-17 m/s á fjallvegum síðdegis og enn er skafrenningur. Lægir enn frekar í kvöld og horfur eru á skaplegu veðri á morgun, 5-10 m/s og verður að mestu éljalaust. Frekari upplýsingar um veður og færð má nálgast á vefsíðu Veðurstofunnar vedur.is og hjá Vegagerðinni,“ segir í færslu almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra.
Ísafjarðarbær Snjóflóð á Flateyri og Suðureyri Veður Tengdar fréttir Sérfræðingur segir varnargarðinn á Flateyri hafa sannað gildi sitt en langt í að markmið stjórnvalda náist Óhætt er að segja að mikið hafi mætt á snjóflóðavarnargarðinum fyrir ofan Flateyri síðan hann var byggður í kjölfar harmleiksins 26. október 1995. Snjóflóðafræðingur á Veðurstofu Íslands segir fjörutíu snjóflóð hafa fallið í fjallinu fyrir ofan Flateyri frá árinu 1997. 15. janúar 2020 10:36 Telur flóðbylgjuna hafa verið sex til tíu metra háa Formaður björgunarsveitarinnar Bjargar á Suðureyri áætlar að flóðbylgjan sem skall á Suðureyri í gærkvöldi hafi verið sex til tíu metrar hið minnsta. 15. janúar 2020 10:02 Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út í sjúkraflug á Vestfirði Á þriðja tímanum í dag var áhöfn þyrlu Landhelgisgæslunnar kölluð út til þess að fara í sjúkraflug vestur á Flateyri og Ísafjörð. 15. janúar 2020 15:32 Mest lesið Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi þingmenn sækja um sendiherrastöðu Grautfúl að tapa forsetakosningunum Dynjandisheiði boðin út með verklokum haustið 2026 Segir fréttir af pólitísku andláti sínu stórlega ýktar Grautfúl eftir að hafa tapað forsetakosningum Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Lögreglumanni ekki gerð refsing átta árum eftir að hann réðst á fanga Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Sjá meira
Sérfræðingur segir varnargarðinn á Flateyri hafa sannað gildi sitt en langt í að markmið stjórnvalda náist Óhætt er að segja að mikið hafi mætt á snjóflóðavarnargarðinum fyrir ofan Flateyri síðan hann var byggður í kjölfar harmleiksins 26. október 1995. Snjóflóðafræðingur á Veðurstofu Íslands segir fjörutíu snjóflóð hafa fallið í fjallinu fyrir ofan Flateyri frá árinu 1997. 15. janúar 2020 10:36
Telur flóðbylgjuna hafa verið sex til tíu metra háa Formaður björgunarsveitarinnar Bjargar á Suðureyri áætlar að flóðbylgjan sem skall á Suðureyri í gærkvöldi hafi verið sex til tíu metrar hið minnsta. 15. janúar 2020 10:02
Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út í sjúkraflug á Vestfirði Á þriðja tímanum í dag var áhöfn þyrlu Landhelgisgæslunnar kölluð út til þess að fara í sjúkraflug vestur á Flateyri og Ísafjörð. 15. janúar 2020 15:32