Sanders lætur til skarar skríða gegn helstu keppinautum sínum Kjartan Kjartansson skrifar 13. janúar 2020 14:07 Warrren (t.v.) og Sanders (t.h.) þykja lengst til vinstri í forvali demókrata. Þau hafa fram að þessu tekið á hvor öðru með silkihönskum en nú virðist breyting orðin á. Vísir/EPA Sjálfboðaliðar framboðs Bernie Sanders í forvali Demókrataflokksins í Bandaríkjunum sögðu kjósendum um helgina að Elizabeth Warren, einn helstu keppinauta hans í forvalinu, nyti aðeins stuðnings þeirra ríku og menntuðu. Framboð Sanders er sagt ganga harðar fram gegn keppinautum nú þegar aðeins þrjár vikur eru í að forvalið hefjist. Warren er sá frambjóðandi í forvali demókrata fyrir forsetakosningarnar á þessu ári sem stendur Sanders næst hugmyndafræðilega. Þau hafa fram að þessu forðast að gagnrýna hvort annað með beinum hætti. Sanders virðist nú hafa ákveðið að tími sé kominn til að hann beiti sér af meiri hörku gegn Warren og öðrum mótherjum í forvalinu. Politico greindi frá handriti sem sjálfboðaliðum framboðs hans sem hringja í kjósendur í Iowa, þar sem fyrsta forvalið fer fram 3. febrúar, var sagt að lesa fyrir þá sem gáfu til kynna að þeir væru opnir fyrir að kjósa Warren. „Mér líkar við Elizabeth Warren. Hún er í raun í öðru sæti hjá mér. En þetta er það sem ég hef áhyggjur af með hana. Fólkið sem styður hana er mjög menntað, vel stæðara fólk sem á eftir að mæta og kjósa demókrata sama hvað. Hún kemur ekki með neitt nýtt fylgi inn í Demókrataflokkinn,“ segir í handritinu sem sjálfboðaliðar áttu að lesa upp úr, að sögn Politico. Framboð Sanders, sem er sjálfur ekki í Demókrataflokknum heldur situr í öldungadeild Bandaríkjaþings sem óháður þingmaður, hefur ekki neitað því að handritið sé ósvikið. Sanders gerði lítið úr því við fréttamenn í gær, sagði að hann hefði sjálfur aldrei gagnrýnt Warren beint. „Enginn fer að tala illa um Elizabeth Warren,“ fullyrti Sanders. Varar við því að endurtaka erjurnar frá 2016 Warren sagðist í gær hafa orðið fyrir vonbrigðum með að framboð Sanders léti sjálfboðaliða tala illa um sig við kjósendur og hvatti hann til að snúa af þeirri leið. Gaf hún jafnframt í skyn að nokkuð hatrömm kosningabarátta Sanders og Hillary Clinton í forvali flokksins árið 2016 hafi hjálpað Donald Trump forseta. „Við sáum öll áhrif flokkserjanna árið 2016 og við getum ekki endurtekið þær. Demókratar verða að sameina flokkinn og það þýðir að fá alla hluta bandalags flokksins saman,“ sagði Warren. Framboð Sanders hefur einnig beint spjótum sínum í auknum mæli að Joe Biden, fyrrverandi varaforseta, en þeir og Warren virðast sigurstranglegust í forvalinu samkvæmt skoðanakönnunum. Sérstaklega hefur framboðið gagnrýnt stuðning Biden við Íraksstríðið og afstöðu hans í kynþáttamálum fyrr á stjórnmálaferli hans, að sögn Washington Post. Síðustu sjónvarpskappræðurnar áður en forvalið hefst fara fram á þriðjudag. Þá takast sex frambjóðendur á í sjónvarpssal. Auk Sanders, Warren og Biden taka þau Pete Buttigieg, Amy Klobuchar og Tom Steyer þátt í kappræðunum. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Framboð Trump fjáðara en mótherjanna í upphafi kosningaárs Alls safnaði framboðið jafnvirði 5,6 milljarða íslenskra króna á síðustu þremur mánuðum ársins 2019. 2. janúar 2020 13:11 Biden fullyrðir ranglega að hann hafi verið andsnúinn Íraksstríðinu frá upphafi Framboð varaforsetans afsakaði svipaða fullyrðingu hans í september með því að hann hefði mismælt sig. 6. janúar 2020 14:21 Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Fleiri fréttir Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Sjá meira
Sjálfboðaliðar framboðs Bernie Sanders í forvali Demókrataflokksins í Bandaríkjunum sögðu kjósendum um helgina að Elizabeth Warren, einn helstu keppinauta hans í forvalinu, nyti aðeins stuðnings þeirra ríku og menntuðu. Framboð Sanders er sagt ganga harðar fram gegn keppinautum nú þegar aðeins þrjár vikur eru í að forvalið hefjist. Warren er sá frambjóðandi í forvali demókrata fyrir forsetakosningarnar á þessu ári sem stendur Sanders næst hugmyndafræðilega. Þau hafa fram að þessu forðast að gagnrýna hvort annað með beinum hætti. Sanders virðist nú hafa ákveðið að tími sé kominn til að hann beiti sér af meiri hörku gegn Warren og öðrum mótherjum í forvalinu. Politico greindi frá handriti sem sjálfboðaliðum framboðs hans sem hringja í kjósendur í Iowa, þar sem fyrsta forvalið fer fram 3. febrúar, var sagt að lesa fyrir þá sem gáfu til kynna að þeir væru opnir fyrir að kjósa Warren. „Mér líkar við Elizabeth Warren. Hún er í raun í öðru sæti hjá mér. En þetta er það sem ég hef áhyggjur af með hana. Fólkið sem styður hana er mjög menntað, vel stæðara fólk sem á eftir að mæta og kjósa demókrata sama hvað. Hún kemur ekki með neitt nýtt fylgi inn í Demókrataflokkinn,“ segir í handritinu sem sjálfboðaliðar áttu að lesa upp úr, að sögn Politico. Framboð Sanders, sem er sjálfur ekki í Demókrataflokknum heldur situr í öldungadeild Bandaríkjaþings sem óháður þingmaður, hefur ekki neitað því að handritið sé ósvikið. Sanders gerði lítið úr því við fréttamenn í gær, sagði að hann hefði sjálfur aldrei gagnrýnt Warren beint. „Enginn fer að tala illa um Elizabeth Warren,“ fullyrti Sanders. Varar við því að endurtaka erjurnar frá 2016 Warren sagðist í gær hafa orðið fyrir vonbrigðum með að framboð Sanders léti sjálfboðaliða tala illa um sig við kjósendur og hvatti hann til að snúa af þeirri leið. Gaf hún jafnframt í skyn að nokkuð hatrömm kosningabarátta Sanders og Hillary Clinton í forvali flokksins árið 2016 hafi hjálpað Donald Trump forseta. „Við sáum öll áhrif flokkserjanna árið 2016 og við getum ekki endurtekið þær. Demókratar verða að sameina flokkinn og það þýðir að fá alla hluta bandalags flokksins saman,“ sagði Warren. Framboð Sanders hefur einnig beint spjótum sínum í auknum mæli að Joe Biden, fyrrverandi varaforseta, en þeir og Warren virðast sigurstranglegust í forvalinu samkvæmt skoðanakönnunum. Sérstaklega hefur framboðið gagnrýnt stuðning Biden við Íraksstríðið og afstöðu hans í kynþáttamálum fyrr á stjórnmálaferli hans, að sögn Washington Post. Síðustu sjónvarpskappræðurnar áður en forvalið hefst fara fram á þriðjudag. Þá takast sex frambjóðendur á í sjónvarpssal. Auk Sanders, Warren og Biden taka þau Pete Buttigieg, Amy Klobuchar og Tom Steyer þátt í kappræðunum.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Framboð Trump fjáðara en mótherjanna í upphafi kosningaárs Alls safnaði framboðið jafnvirði 5,6 milljarða íslenskra króna á síðustu þremur mánuðum ársins 2019. 2. janúar 2020 13:11 Biden fullyrðir ranglega að hann hafi verið andsnúinn Íraksstríðinu frá upphafi Framboð varaforsetans afsakaði svipaða fullyrðingu hans í september með því að hann hefði mismælt sig. 6. janúar 2020 14:21 Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Fleiri fréttir Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Sjá meira
Framboð Trump fjáðara en mótherjanna í upphafi kosningaárs Alls safnaði framboðið jafnvirði 5,6 milljarða íslenskra króna á síðustu þremur mánuðum ársins 2019. 2. janúar 2020 13:11
Biden fullyrðir ranglega að hann hafi verið andsnúinn Íraksstríðinu frá upphafi Framboð varaforsetans afsakaði svipaða fullyrðingu hans í september með því að hann hefði mismælt sig. 6. janúar 2020 14:21