Litla föndurhornið: Endurunninn bakki í jólagjöf til vinkonu Kristbjörg Ólafsdóttir skrifar 13. janúar 2020 11:00 Kristbjörg Ólafsdóttir sér um litla föndurhornið á Vísi. Munið þið í síðustu viku að ég ætlaði að byrja 2020 á því að sýna ykkur hvað kom upp úr jólapökkunum frá mér? Jæja, hérna er næsta gjöf. Þegar ég sá þennan litla trébakka og þessa jólatrékúlu... Æi, mig vantar íslenskt orð fyrir þetta, á ensku kallast þetta garland, en jæja, þegar ég sá þetta þá vissi ég hvað vinkona mín fengi í jólagjöf frá mér. Ég byrjaði á því að mála bakkann grænan, beið þangað til að málingin þornaði, bar á Crackle medium, beið þangað til að það þornaði og málaði svo yfir með hvítri málningu. Þetta Crackle medium er eitthvað töfraefni, ef maður ber það á milli málingarlaga þá koma rákir í efri lag málningarinnar þannig að sú neðri kemur í gegn. Ég veit að það er kannski erfitt að trúa því að það geti verið spennandi að horfa á málningu þorna en þegar þú notar Crackle medium, þá er ótrúlega flott að sjá sprungurnar myndast. Ég klippti á þráðinn á kúlunum og tók nokkrar þeirra og þræddi upp á grillteina. Ég sá þessa aðferð við að mála kúlur á Youtube, og þetta er án efa besta aðferðin til þess. Kúlurnar urðu sem sagt grænar og svo rétt þurrburstaði ég yfir þær með hvítu. Ég mældi og boraði í bakkann þar sem ég vildi fá handföngin. Ég átti þennan blómavír, vafði þremur þeirra saman til að styrkja hann aðeins og þræddi kúlurnar upp á vírinn. Svo stakk ég endunum á vírunum niður í gegnum götin á bakkanum og gekk frá þeim. Til að gera fráganginn aðeins snyrtilegri þá málaði ég fjórar íspinnaspýtur og límdi neðan á bakkann. Ég ætlaði fyrst bara að hafa spýtur þar sem vírinn kom niður en komst að því að bakkinn var pínu valtur þannig svo að ég bætti við tveimur spýtum til viðbótar. Og svo til að kóróna verkið þá setti ég fyrsta stafinn í nafninu hennar á miðjan bakkann. Ég veit ekki um ykkur en ég væri alveg til í svona jólagjöf. Föndur Litla föndurhornið Tengdar fréttir Litla föndurhornið: Gjöf til stórrar fjölskyldu Kristbjörg Ólafsdóttir sér um Litla föndurhornið á Vísi. 2. janúar 2020 20:00 Mest lesið Sjóðheit stemning og fróunarklefinn frumsýndur Lífið Laufey tróð upp á Coachella Lífið Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Lífið „Þeir ætluðu að kála okkur og ræna okkur“ Lífið Joey Christ og Alma selja íbúðina Lífið Segir frumburðinn með nefið hans pabba Lífið Var kölluð „kúkur“ og „súkkulaði“ Lífið Bein útsending: Páskabingó Blökastsins Lífið Krakkatían: Gaulverjabær, páskaegg og hljóðfæri Lífið Jón Steinar selur sumarparadís með útsýni að Heklu Lífið Fleiri fréttir Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Laufey tróð upp á Coachella Sjóðheit stemning og fróunarklefinn frumsýndur Bein útsending: Páskabingó Blökastsins Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Krakkatían: Gaulverjabær, páskaegg og hljóðfæri „Þeir ætluðu að kála okkur og ræna okkur“ Var kölluð „kúkur“ og „súkkulaði“ Fréttatía vikunnar: Esjan, Icelandair og enski boltinn „Ég persónulega fílaði þetta ekkert í botn“ Taylor sögð hóta Kanye lögsókn Joey Christ og Alma selja íbúðina Stjörnum prýdd kynning enska boltans Jón Steinar selur sumarparadís með útsýni að Heklu „Það hefur verið reynt að hafa áhrif á ráðningu mína“ Segir frumburðinn með nefið hans pabba VÆB mögulega með sumarhittara ársins? Rúrik á batavegi eftir aðgerð Grey‘s Anatomy-stjarna greindist með MND Fólki þyki erfiðast að setja mæðrum og tengdamæðrum mörk Stóri bróðir skammar Rourke: „Ef ég verð lengur en fjóra daga þá verðurðu ekki hinsegin lengur“ Huggulegustu leikarar landsins undir einu þaki Ofurskvísur eins klæddar á ofurskvísuæfingu Mundi ekki hver stýrði Newcastle United um aldamótin Einstök geymslutiltekt á Birkimel: „Hlutirnir hjálpa mér að muna“ Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Sjá meira
Munið þið í síðustu viku að ég ætlaði að byrja 2020 á því að sýna ykkur hvað kom upp úr jólapökkunum frá mér? Jæja, hérna er næsta gjöf. Þegar ég sá þennan litla trébakka og þessa jólatrékúlu... Æi, mig vantar íslenskt orð fyrir þetta, á ensku kallast þetta garland, en jæja, þegar ég sá þetta þá vissi ég hvað vinkona mín fengi í jólagjöf frá mér. Ég byrjaði á því að mála bakkann grænan, beið þangað til að málingin þornaði, bar á Crackle medium, beið þangað til að það þornaði og málaði svo yfir með hvítri málningu. Þetta Crackle medium er eitthvað töfraefni, ef maður ber það á milli málingarlaga þá koma rákir í efri lag málningarinnar þannig að sú neðri kemur í gegn. Ég veit að það er kannski erfitt að trúa því að það geti verið spennandi að horfa á málningu þorna en þegar þú notar Crackle medium, þá er ótrúlega flott að sjá sprungurnar myndast. Ég klippti á þráðinn á kúlunum og tók nokkrar þeirra og þræddi upp á grillteina. Ég sá þessa aðferð við að mála kúlur á Youtube, og þetta er án efa besta aðferðin til þess. Kúlurnar urðu sem sagt grænar og svo rétt þurrburstaði ég yfir þær með hvítu. Ég mældi og boraði í bakkann þar sem ég vildi fá handföngin. Ég átti þennan blómavír, vafði þremur þeirra saman til að styrkja hann aðeins og þræddi kúlurnar upp á vírinn. Svo stakk ég endunum á vírunum niður í gegnum götin á bakkanum og gekk frá þeim. Til að gera fráganginn aðeins snyrtilegri þá málaði ég fjórar íspinnaspýtur og límdi neðan á bakkann. Ég ætlaði fyrst bara að hafa spýtur þar sem vírinn kom niður en komst að því að bakkinn var pínu valtur þannig svo að ég bætti við tveimur spýtum til viðbótar. Og svo til að kóróna verkið þá setti ég fyrsta stafinn í nafninu hennar á miðjan bakkann. Ég veit ekki um ykkur en ég væri alveg til í svona jólagjöf.
Föndur Litla föndurhornið Tengdar fréttir Litla föndurhornið: Gjöf til stórrar fjölskyldu Kristbjörg Ólafsdóttir sér um Litla föndurhornið á Vísi. 2. janúar 2020 20:00 Mest lesið Sjóðheit stemning og fróunarklefinn frumsýndur Lífið Laufey tróð upp á Coachella Lífið Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Lífið „Þeir ætluðu að kála okkur og ræna okkur“ Lífið Joey Christ og Alma selja íbúðina Lífið Segir frumburðinn með nefið hans pabba Lífið Var kölluð „kúkur“ og „súkkulaði“ Lífið Bein útsending: Páskabingó Blökastsins Lífið Krakkatían: Gaulverjabær, páskaegg og hljóðfæri Lífið Jón Steinar selur sumarparadís með útsýni að Heklu Lífið Fleiri fréttir Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Laufey tróð upp á Coachella Sjóðheit stemning og fróunarklefinn frumsýndur Bein útsending: Páskabingó Blökastsins Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Krakkatían: Gaulverjabær, páskaegg og hljóðfæri „Þeir ætluðu að kála okkur og ræna okkur“ Var kölluð „kúkur“ og „súkkulaði“ Fréttatía vikunnar: Esjan, Icelandair og enski boltinn „Ég persónulega fílaði þetta ekkert í botn“ Taylor sögð hóta Kanye lögsókn Joey Christ og Alma selja íbúðina Stjörnum prýdd kynning enska boltans Jón Steinar selur sumarparadís með útsýni að Heklu „Það hefur verið reynt að hafa áhrif á ráðningu mína“ Segir frumburðinn með nefið hans pabba VÆB mögulega með sumarhittara ársins? Rúrik á batavegi eftir aðgerð Grey‘s Anatomy-stjarna greindist með MND Fólki þyki erfiðast að setja mæðrum og tengdamæðrum mörk Stóri bróðir skammar Rourke: „Ef ég verð lengur en fjóra daga þá verðurðu ekki hinsegin lengur“ Huggulegustu leikarar landsins undir einu þaki Ofurskvísur eins klæddar á ofurskvísuæfingu Mundi ekki hver stýrði Newcastle United um aldamótin Einstök geymslutiltekt á Birkimel: „Hlutirnir hjálpa mér að muna“ Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Sjá meira
Litla föndurhornið: Gjöf til stórrar fjölskyldu Kristbjörg Ólafsdóttir sér um Litla föndurhornið á Vísi. 2. janúar 2020 20:00