Litla föndurhornið: Endurunninn bakki í jólagjöf til vinkonu Kristbjörg Ólafsdóttir skrifar 13. janúar 2020 11:00 Kristbjörg Ólafsdóttir sér um litla föndurhornið á Vísi. Munið þið í síðustu viku að ég ætlaði að byrja 2020 á því að sýna ykkur hvað kom upp úr jólapökkunum frá mér? Jæja, hérna er næsta gjöf. Þegar ég sá þennan litla trébakka og þessa jólatrékúlu... Æi, mig vantar íslenskt orð fyrir þetta, á ensku kallast þetta garland, en jæja, þegar ég sá þetta þá vissi ég hvað vinkona mín fengi í jólagjöf frá mér. Ég byrjaði á því að mála bakkann grænan, beið þangað til að málingin þornaði, bar á Crackle medium, beið þangað til að það þornaði og málaði svo yfir með hvítri málningu. Þetta Crackle medium er eitthvað töfraefni, ef maður ber það á milli málingarlaga þá koma rákir í efri lag málningarinnar þannig að sú neðri kemur í gegn. Ég veit að það er kannski erfitt að trúa því að það geti verið spennandi að horfa á málningu þorna en þegar þú notar Crackle medium, þá er ótrúlega flott að sjá sprungurnar myndast. Ég klippti á þráðinn á kúlunum og tók nokkrar þeirra og þræddi upp á grillteina. Ég sá þessa aðferð við að mála kúlur á Youtube, og þetta er án efa besta aðferðin til þess. Kúlurnar urðu sem sagt grænar og svo rétt þurrburstaði ég yfir þær með hvítu. Ég mældi og boraði í bakkann þar sem ég vildi fá handföngin. Ég átti þennan blómavír, vafði þremur þeirra saman til að styrkja hann aðeins og þræddi kúlurnar upp á vírinn. Svo stakk ég endunum á vírunum niður í gegnum götin á bakkanum og gekk frá þeim. Til að gera fráganginn aðeins snyrtilegri þá málaði ég fjórar íspinnaspýtur og límdi neðan á bakkann. Ég ætlaði fyrst bara að hafa spýtur þar sem vírinn kom niður en komst að því að bakkinn var pínu valtur þannig svo að ég bætti við tveimur spýtum til viðbótar. Og svo til að kóróna verkið þá setti ég fyrsta stafinn í nafninu hennar á miðjan bakkann. Ég veit ekki um ykkur en ég væri alveg til í svona jólagjöf. Föndur Litla föndurhornið Tengdar fréttir Litla föndurhornið: Gjöf til stórrar fjölskyldu Kristbjörg Ólafsdóttir sér um Litla föndurhornið á Vísi. 2. janúar 2020 20:00 Mest lesið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun „Risa tilkynning“ Lífið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Birgitta prinsessa er látin Lífið Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu Menning Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Fleiri fréttir Ásta Fanney til Feneyja Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Birgitta prinsessa er látin Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Með okkar augum fengu Kærleikskúluna Flatur strúktúr gekk ekki upp Fyrsta verkefni þingmanna verði að mála mynd hver af öðrum Tónlistarkona selur íbúð í miðbænum „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Taka sér hlé hvort frá öðru Sá yngsti 23 ára og sá elsti 98 ára Þjóðþekktir einstaklingar búa til pláss fyrir grínstjóra UNICEF „Risa tilkynning“ Komst í jólaskapið í september 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Fitusmánuð á rauða dreglinum Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Sóli mátti bara tala í eftirhermum Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Gummi Kíró og Lína fagna fimm árum af ást Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Kvöddu með stæl Ástfangnar í tuttugu ár Gísli Pálmi er orðinn pabbi Harold með ólæknandi krabbamein Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Orð ársins vísar til rotnunar heilans Alma Möller og Inga Sæland í mesta stuðinu Sjá meira
Munið þið í síðustu viku að ég ætlaði að byrja 2020 á því að sýna ykkur hvað kom upp úr jólapökkunum frá mér? Jæja, hérna er næsta gjöf. Þegar ég sá þennan litla trébakka og þessa jólatrékúlu... Æi, mig vantar íslenskt orð fyrir þetta, á ensku kallast þetta garland, en jæja, þegar ég sá þetta þá vissi ég hvað vinkona mín fengi í jólagjöf frá mér. Ég byrjaði á því að mála bakkann grænan, beið þangað til að málingin þornaði, bar á Crackle medium, beið þangað til að það þornaði og málaði svo yfir með hvítri málningu. Þetta Crackle medium er eitthvað töfraefni, ef maður ber það á milli málingarlaga þá koma rákir í efri lag málningarinnar þannig að sú neðri kemur í gegn. Ég veit að það er kannski erfitt að trúa því að það geti verið spennandi að horfa á málningu þorna en þegar þú notar Crackle medium, þá er ótrúlega flott að sjá sprungurnar myndast. Ég klippti á þráðinn á kúlunum og tók nokkrar þeirra og þræddi upp á grillteina. Ég sá þessa aðferð við að mála kúlur á Youtube, og þetta er án efa besta aðferðin til þess. Kúlurnar urðu sem sagt grænar og svo rétt þurrburstaði ég yfir þær með hvítu. Ég mældi og boraði í bakkann þar sem ég vildi fá handföngin. Ég átti þennan blómavír, vafði þremur þeirra saman til að styrkja hann aðeins og þræddi kúlurnar upp á vírinn. Svo stakk ég endunum á vírunum niður í gegnum götin á bakkanum og gekk frá þeim. Til að gera fráganginn aðeins snyrtilegri þá málaði ég fjórar íspinnaspýtur og límdi neðan á bakkann. Ég ætlaði fyrst bara að hafa spýtur þar sem vírinn kom niður en komst að því að bakkinn var pínu valtur þannig svo að ég bætti við tveimur spýtum til viðbótar. Og svo til að kóróna verkið þá setti ég fyrsta stafinn í nafninu hennar á miðjan bakkann. Ég veit ekki um ykkur en ég væri alveg til í svona jólagjöf.
Föndur Litla föndurhornið Tengdar fréttir Litla föndurhornið: Gjöf til stórrar fjölskyldu Kristbjörg Ólafsdóttir sér um Litla föndurhornið á Vísi. 2. janúar 2020 20:00 Mest lesið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun „Risa tilkynning“ Lífið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Birgitta prinsessa er látin Lífið Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu Menning Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Fleiri fréttir Ásta Fanney til Feneyja Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Birgitta prinsessa er látin Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Með okkar augum fengu Kærleikskúluna Flatur strúktúr gekk ekki upp Fyrsta verkefni þingmanna verði að mála mynd hver af öðrum Tónlistarkona selur íbúð í miðbænum „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Taka sér hlé hvort frá öðru Sá yngsti 23 ára og sá elsti 98 ára Þjóðþekktir einstaklingar búa til pláss fyrir grínstjóra UNICEF „Risa tilkynning“ Komst í jólaskapið í september 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Fitusmánuð á rauða dreglinum Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Sóli mátti bara tala í eftirhermum Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Gummi Kíró og Lína fagna fimm árum af ást Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Kvöddu með stæl Ástfangnar í tuttugu ár Gísli Pálmi er orðinn pabbi Harold með ólæknandi krabbamein Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Orð ársins vísar til rotnunar heilans Alma Möller og Inga Sæland í mesta stuðinu Sjá meira
Litla föndurhornið: Gjöf til stórrar fjölskyldu Kristbjörg Ólafsdóttir sér um Litla föndurhornið á Vísi. 2. janúar 2020 20:00