Fjögur þúsund manns á Keflavíkurflugvelli Jóhann K. Jóhannsson og Samúel Karl Ólason skrifa 13. janúar 2020 00:48 Mikil örtröð er í flugstöðinni. Vísir/Gulli Búið er að hleypa farþegum frá borði þeirra flugvéla sem hafa setið fastar við Keflavíkurflugvöll í kvöld. Enn sem komið er, er fólkið þó enn strandaglópar í flugstöðinni. Langar biðraðir hafa myndast við þjónustuborðin og þá fáu veitingastaði sem eru opnir. Vel er farið að sjá á hillum verslana sem eru opnar. Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia, segir að um 1.800 manns hafi verið komnir út á völl þegar óveðrið skall á. Nú þegar allir farþegar, sem voru á leið til landsins væru komnir inn, megi áætla að um fjögur þúsund manns séu í flugstöðinni. Búið er að opna Reykjanesbraut fyrir umferð og vinnur Vegagerðin að því að ryðja brautina. Guðjón segir að rútur muni koma að flugstöðinni í alla nótt og ferja fólk til Reykjavíkur. Hann segir að andrúmsloftið á Keflavíkurflugvelli hafi verið gott í kvöld. Starfsfólk vallarins og flugfélaganna hafi dreift vatni, snakki og teppum til fólks. Starfsmenn Isavia hafa dreift vatnsflöskum og teppum til strandaglópanna sem hafa komið sér fyrir víða um flugstöðina. Starfsmaður fréttastofunnar sem er í flugstöðinni segir stemninguna þar vera af öllum toga. Sumir reyni að leggja sig á meðan aðrir hafi nælt sér í vínflöskur og reyni að hafa gaman. Aðspurður segir Guðjón óljóst með seinkanir í fyrramálið. Hann segir að það sé flugfélaganna að ákveða með tilkynningar um seinkanir á brottförum eða seinkun. Guðjón bætir því við að tvær vélar eru á áætlun til Keflavíkurflugvallar í nótt. Fjöldahjálparstöð var opnuð í íþróttahúsinu við Sunnubraut í Reykjanesbæ í kvöld vegna óveðursins. Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, segir að um 400 manns muni verða í fjöldahjálparstöðinni í nótt. Fréttamenn Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar, sem staddir eru á Keflavíkurflugvelli, segja fólk afar ósátt við upplýsingaflæði flugfélaganna á meðan óveðrið gekk yfir. Vitað er að Icelandair ætli að senda hóp í fjöldahjálparstöðina í Reykjanesbæ en óvíst er með aðra. Mikið öngþveiti er á vellinum en unnið er að því að koma fólki frá með farangur sinn. Vísir/Elín Vísir/Elín Vísir/Elín Vísir/Elín Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Veður Tengdar fréttir Lögreglan hvetur fólk til að vakna snemma og athuga með færð Veðurspáin fyrir morgundaginn er með því móti að talið er að víst að einhverjar truflanir geti verið á samgöngum. 12. janúar 2020 21:42 Búið að opna Reykjanesbraut Vegagerðin varar þó við því að enn er hálka og skafrenningur á brautinni. 13. janúar 2020 00:46 Bæjarstjóri segir ástandið ekki gott Búið er að opna fjöldahjálparstöð í íþróttahúsinu við Sunnubraut í Reykjanesbæ og verða þeir sem sitja fastir í bílum á Reykjanesbrautinni og veginum að flugstöðinni fluttir þangað. 12. janúar 2020 23:15 Alvarlegt slys á Reykjanesbraut Alvarlegt slys varð á Reykjanesbraut í kvöld, nærri Álverinu í Straumsvík, þar sem snjómruðningstæki og fólksbíll skullu saman. 13. janúar 2020 00:35 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Fleiri fréttir Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Segja andstöðu forstjóra Flugleiða við Cargolux hafa ráðið því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Sjá meira
Búið er að hleypa farþegum frá borði þeirra flugvéla sem hafa setið fastar við Keflavíkurflugvöll í kvöld. Enn sem komið er, er fólkið þó enn strandaglópar í flugstöðinni. Langar biðraðir hafa myndast við þjónustuborðin og þá fáu veitingastaði sem eru opnir. Vel er farið að sjá á hillum verslana sem eru opnar. Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia, segir að um 1.800 manns hafi verið komnir út á völl þegar óveðrið skall á. Nú þegar allir farþegar, sem voru á leið til landsins væru komnir inn, megi áætla að um fjögur þúsund manns séu í flugstöðinni. Búið er að opna Reykjanesbraut fyrir umferð og vinnur Vegagerðin að því að ryðja brautina. Guðjón segir að rútur muni koma að flugstöðinni í alla nótt og ferja fólk til Reykjavíkur. Hann segir að andrúmsloftið á Keflavíkurflugvelli hafi verið gott í kvöld. Starfsfólk vallarins og flugfélaganna hafi dreift vatni, snakki og teppum til fólks. Starfsmenn Isavia hafa dreift vatnsflöskum og teppum til strandaglópanna sem hafa komið sér fyrir víða um flugstöðina. Starfsmaður fréttastofunnar sem er í flugstöðinni segir stemninguna þar vera af öllum toga. Sumir reyni að leggja sig á meðan aðrir hafi nælt sér í vínflöskur og reyni að hafa gaman. Aðspurður segir Guðjón óljóst með seinkanir í fyrramálið. Hann segir að það sé flugfélaganna að ákveða með tilkynningar um seinkanir á brottförum eða seinkun. Guðjón bætir því við að tvær vélar eru á áætlun til Keflavíkurflugvallar í nótt. Fjöldahjálparstöð var opnuð í íþróttahúsinu við Sunnubraut í Reykjanesbæ í kvöld vegna óveðursins. Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, segir að um 400 manns muni verða í fjöldahjálparstöðinni í nótt. Fréttamenn Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar, sem staddir eru á Keflavíkurflugvelli, segja fólk afar ósátt við upplýsingaflæði flugfélaganna á meðan óveðrið gekk yfir. Vitað er að Icelandair ætli að senda hóp í fjöldahjálparstöðina í Reykjanesbæ en óvíst er með aðra. Mikið öngþveiti er á vellinum en unnið er að því að koma fólki frá með farangur sinn. Vísir/Elín Vísir/Elín Vísir/Elín Vísir/Elín
Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Veður Tengdar fréttir Lögreglan hvetur fólk til að vakna snemma og athuga með færð Veðurspáin fyrir morgundaginn er með því móti að talið er að víst að einhverjar truflanir geti verið á samgöngum. 12. janúar 2020 21:42 Búið að opna Reykjanesbraut Vegagerðin varar þó við því að enn er hálka og skafrenningur á brautinni. 13. janúar 2020 00:46 Bæjarstjóri segir ástandið ekki gott Búið er að opna fjöldahjálparstöð í íþróttahúsinu við Sunnubraut í Reykjanesbæ og verða þeir sem sitja fastir í bílum á Reykjanesbrautinni og veginum að flugstöðinni fluttir þangað. 12. janúar 2020 23:15 Alvarlegt slys á Reykjanesbraut Alvarlegt slys varð á Reykjanesbraut í kvöld, nærri Álverinu í Straumsvík, þar sem snjómruðningstæki og fólksbíll skullu saman. 13. janúar 2020 00:35 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Fleiri fréttir Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Segja andstöðu forstjóra Flugleiða við Cargolux hafa ráðið því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Sjá meira
Lögreglan hvetur fólk til að vakna snemma og athuga með færð Veðurspáin fyrir morgundaginn er með því móti að talið er að víst að einhverjar truflanir geti verið á samgöngum. 12. janúar 2020 21:42
Búið að opna Reykjanesbraut Vegagerðin varar þó við því að enn er hálka og skafrenningur á brautinni. 13. janúar 2020 00:46
Bæjarstjóri segir ástandið ekki gott Búið er að opna fjöldahjálparstöð í íþróttahúsinu við Sunnubraut í Reykjanesbæ og verða þeir sem sitja fastir í bílum á Reykjanesbrautinni og veginum að flugstöðinni fluttir þangað. 12. janúar 2020 23:15
Alvarlegt slys á Reykjanesbraut Alvarlegt slys varð á Reykjanesbraut í kvöld, nærri Álverinu í Straumsvík, þar sem snjómruðningstæki og fólksbíll skullu saman. 13. janúar 2020 00:35