Ekki ætlunin að Demantshringurinn verði dagsferð Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 12. janúar 2020 09:00 Demantshringurinn er svona. Mynd/Markaðsstofa Norðurlands Nýtt merki Demantshringsins á Norðurlandi var kynnt á föstudaginn. Markmiðið er að laða ferðamenn að þessari ferðamannaleið allan ársins hring. Demantshringurinn hefur lengi verið til en að undanförnu hefur mikil vinna farið í að markaðssetja hringinn, þar sem finna má nokkrar af helstu náttúruperlum Íslands á borð við Ásbyrgi, Dettifoss og Mývatn. Nýtt merki hringsins var kynnt á föstudaginn. „Tilgangurinn er að ramma þetta inn til að við getum búið til sterkt og öflugt vörumerki og vöru fyrir þessa áfangastaði sem eru á þessu svæði,“ segir Björn H. Reynisson, verkefnaastjóri hjá Markaðsstofu Norðurlands sem hefur umsjón með verkefninu. Björn H. Reynisson er verkefnastjóri hjá Markaðsstofu Norðurlands.Mynd/Tryggvi Páll. Merkið á að vera samnefnari fyrir demant og hring og geta ferðaþjónustuaðilar á svæðinu nýtt sér það og annað kynningarefni sér að kostnaðarlausu til þess að laða að ferðamenn. Markmiðið er þó ekki að moka ferðamönnum í dagsferðir á svæðið. „Alls ekki. Við sjáum fyrir okkur að þetta sé vara sem eigi að taka þrjá til fimm daga að gera og því að það er svo mikið í boði, það er svo mikið hægt að sjá og gera þannig að við teljum að þetta sé alls ekki dagsferð,“ segir Björn. Helsti faratálminn á hringnum hefur verið Dettifossvegur. Ljúka á endurbótum á honum í sumar. Heimamenn hafa mjög kvartað yfir því að vegurinn sé ekki mokaður á veturna. Óvíst er hvort það breytist næsta vetur. „Eins og staðan er í dag já, þá verður það vandamál. Við ætlum að sjálfsögðu þegar vegurinn verður tilbúinn og malbikaður að gera kröfu um að það verði aukin tíðni á veturnar að opna og við teljum það lykilhagsmunamál á svæðinu öllu, ekki bara fyrir ferðamenn heldur fyrir alla að þessi leið verði opinn yfir veturinn.“ Ferðamennska á Íslandi Norðurþing Samgöngur Skútustaðahreppur Tengdar fréttir Krefjast tíðari moksturs á Dettifossvegi Stjórn Markaðstofu Norðurland segir að þjónusta Vegagerðarinnar við Dettifossveg að vetrarlagi sé óásættanleg. Ekki sé boðlegt að vegurinn að einni helsti náttúruperlu landsins sé aðeins mokaður tvisvar sinnum á ári að vetrarlagi 25. febrúar 2019 17:42 Loksins komið að því að ljúka Dettifossvegi Meira en áratug eftir að framkvæmdir hófust sér loksins fyrir endann á lagningu nýs Dettifossvegar. Tilboð í gerð síðasta áfangans hafa nú verið opnuð hjá Vegagerðinni. 19. júní 2019 21:40 Demantshringurinn virki sem segull fyrir Norðurland Setja á aukinn kraft í að markaðssetja Demantshringinn svokallaða á Norðurlandi. Forsenda þess er að Dettifossvegur verði uppbyggður og fær öllum bílum yfir vetrartímann. 26. maí 2019 21:00 Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Fleiri fréttir Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Sjá meira
Nýtt merki Demantshringsins á Norðurlandi var kynnt á föstudaginn. Markmiðið er að laða ferðamenn að þessari ferðamannaleið allan ársins hring. Demantshringurinn hefur lengi verið til en að undanförnu hefur mikil vinna farið í að markaðssetja hringinn, þar sem finna má nokkrar af helstu náttúruperlum Íslands á borð við Ásbyrgi, Dettifoss og Mývatn. Nýtt merki hringsins var kynnt á föstudaginn. „Tilgangurinn er að ramma þetta inn til að við getum búið til sterkt og öflugt vörumerki og vöru fyrir þessa áfangastaði sem eru á þessu svæði,“ segir Björn H. Reynisson, verkefnaastjóri hjá Markaðsstofu Norðurlands sem hefur umsjón með verkefninu. Björn H. Reynisson er verkefnastjóri hjá Markaðsstofu Norðurlands.Mynd/Tryggvi Páll. Merkið á að vera samnefnari fyrir demant og hring og geta ferðaþjónustuaðilar á svæðinu nýtt sér það og annað kynningarefni sér að kostnaðarlausu til þess að laða að ferðamenn. Markmiðið er þó ekki að moka ferðamönnum í dagsferðir á svæðið. „Alls ekki. Við sjáum fyrir okkur að þetta sé vara sem eigi að taka þrjá til fimm daga að gera og því að það er svo mikið í boði, það er svo mikið hægt að sjá og gera þannig að við teljum að þetta sé alls ekki dagsferð,“ segir Björn. Helsti faratálminn á hringnum hefur verið Dettifossvegur. Ljúka á endurbótum á honum í sumar. Heimamenn hafa mjög kvartað yfir því að vegurinn sé ekki mokaður á veturna. Óvíst er hvort það breytist næsta vetur. „Eins og staðan er í dag já, þá verður það vandamál. Við ætlum að sjálfsögðu þegar vegurinn verður tilbúinn og malbikaður að gera kröfu um að það verði aukin tíðni á veturnar að opna og við teljum það lykilhagsmunamál á svæðinu öllu, ekki bara fyrir ferðamenn heldur fyrir alla að þessi leið verði opinn yfir veturinn.“
Ferðamennska á Íslandi Norðurþing Samgöngur Skútustaðahreppur Tengdar fréttir Krefjast tíðari moksturs á Dettifossvegi Stjórn Markaðstofu Norðurland segir að þjónusta Vegagerðarinnar við Dettifossveg að vetrarlagi sé óásættanleg. Ekki sé boðlegt að vegurinn að einni helsti náttúruperlu landsins sé aðeins mokaður tvisvar sinnum á ári að vetrarlagi 25. febrúar 2019 17:42 Loksins komið að því að ljúka Dettifossvegi Meira en áratug eftir að framkvæmdir hófust sér loksins fyrir endann á lagningu nýs Dettifossvegar. Tilboð í gerð síðasta áfangans hafa nú verið opnuð hjá Vegagerðinni. 19. júní 2019 21:40 Demantshringurinn virki sem segull fyrir Norðurland Setja á aukinn kraft í að markaðssetja Demantshringinn svokallaða á Norðurlandi. Forsenda þess er að Dettifossvegur verði uppbyggður og fær öllum bílum yfir vetrartímann. 26. maí 2019 21:00 Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Fleiri fréttir Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Sjá meira
Krefjast tíðari moksturs á Dettifossvegi Stjórn Markaðstofu Norðurland segir að þjónusta Vegagerðarinnar við Dettifossveg að vetrarlagi sé óásættanleg. Ekki sé boðlegt að vegurinn að einni helsti náttúruperlu landsins sé aðeins mokaður tvisvar sinnum á ári að vetrarlagi 25. febrúar 2019 17:42
Loksins komið að því að ljúka Dettifossvegi Meira en áratug eftir að framkvæmdir hófust sér loksins fyrir endann á lagningu nýs Dettifossvegar. Tilboð í gerð síðasta áfangans hafa nú verið opnuð hjá Vegagerðinni. 19. júní 2019 21:40
Demantshringurinn virki sem segull fyrir Norðurland Setja á aukinn kraft í að markaðssetja Demantshringinn svokallaða á Norðurlandi. Forsenda þess er að Dettifossvegur verði uppbyggður og fær öllum bílum yfir vetrartímann. 26. maí 2019 21:00