Eitt fallegasta lag Elvis Presley sungið þegar goðsögnin Vilhjálmur var borinn til grafar Stefán Ó. Jónsson skrifar 10. janúar 2020 16:30 Fjöldi manns minntist Vilhjálms í Hallgrímskirkju auk þess sem fylgst var með útsendingunni víða um land. Vísir/vilhelm Útför Vilhjálms Einarssonar, skólastjóra og frjálsíþróttamanns, var gerð frá Hallgrímskirkju í dag. Vilhjálmur lést á Landspítalanum þann 28. desember síðastliðinn, 85 ára að aldri. Óhætt er að segja að goðsögn hafi kvatt þennan heim en Vilhjálmur var fyrsti verðlaunahafi Íslands á Ólympíuleikum. Mikill fjöldi sótti útförina í Hallgrímskirkju auk þess sem þúsundir fylgdust með henni í beinni útsendingu víða um land. Félagar í Karlakór Reykjavíkur sungu lagið I can't help falling in love sem Elvis Presley gerði frægt á sínum tíma. Elvis og Vilhjálmur voru af sömu kynslóð en aðeins eitt ár skildi þá að. Vilhjálmur var handhafi Riddarakross hinnar íslensku fálkaorðu fyrir framlag í þágu íþrótta- og uppeldismála, en hann starfaði lengst af sem kennari og skólameistari. Þá telst Vilhjálmur einnig meðal fræknustu íþróttamanna Íslandssögunnar eftir að hafa hlotið silfurverðlaun, fyrstur Íslendinga, á Ólympíuleikunum í Melbourne árið 1956. Þar að auki var hann fimm sinnum kjörinn íþróttamaður ársins. Vilhjálmur var 85 ára þegar hann lést. Vinir, samstarfsmenn og ættingjar Vilhjálms minntust hans í fjölda minningargreina í Morgunblaðinu í dag. Þar er Vilhjálmi lýst sem góðum uppalanda sem aldrei fór í manngreinigarálit, laus við allt yfirlæti og dramb. „Pabbi var hetja í augum margra. Fyrir mér var hann annað og meira en íþróttahetja. Hann var leikfélagi, kennari og hugmyndasmiður sem bauð upp á ýmislegt skemmtilegt og fjölbreytileikinn mikill sem okkur bræðrum var boðið upp á að kynnast,“ skrifar sonur hans Einar sem var sjálfur um árabil í fremstu röð í heiminum í spjótkasti. Þá er Vilhjálmur jafnframt sagður hafa verið góður sönglagasmiður og afkastamikill frístundamálari. Myndir hans prýða fjölmörg íslensk heimili, auk þess sem þeim er gert hátt undir höfði í útfararskrá Vilhjálms. Lítið ferðaveður er á landinu í dag og var því ákveðið að sýna jafnframt frá athöfninni á breiðtjaldi í Valaskjálf á Egilsstöðum. Útförin var í höndum séra Sigurðs Jónssonar. Jónas Þórir lék á orgel og Egill Ólafsson, Valgeir Guðjónsson, Valgerður Guðnadóttir auk félaga úr Karlakór Reykjavíkur sáu um söng. Vilhjálmur verður jarðsettur síðar í Reykholtskirkjugarði. Upptöku frá útförinni má sjá hér að neðan. Andlát Reykjavík Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Útför Vilhjálms Einarssonar, skólastjóra og frjálsíþróttamanns, var gerð frá Hallgrímskirkju í dag. Vilhjálmur lést á Landspítalanum þann 28. desember síðastliðinn, 85 ára að aldri. Óhætt er að segja að goðsögn hafi kvatt þennan heim en Vilhjálmur var fyrsti verðlaunahafi Íslands á Ólympíuleikum. Mikill fjöldi sótti útförina í Hallgrímskirkju auk þess sem þúsundir fylgdust með henni í beinni útsendingu víða um land. Félagar í Karlakór Reykjavíkur sungu lagið I can't help falling in love sem Elvis Presley gerði frægt á sínum tíma. Elvis og Vilhjálmur voru af sömu kynslóð en aðeins eitt ár skildi þá að. Vilhjálmur var handhafi Riddarakross hinnar íslensku fálkaorðu fyrir framlag í þágu íþrótta- og uppeldismála, en hann starfaði lengst af sem kennari og skólameistari. Þá telst Vilhjálmur einnig meðal fræknustu íþróttamanna Íslandssögunnar eftir að hafa hlotið silfurverðlaun, fyrstur Íslendinga, á Ólympíuleikunum í Melbourne árið 1956. Þar að auki var hann fimm sinnum kjörinn íþróttamaður ársins. Vilhjálmur var 85 ára þegar hann lést. Vinir, samstarfsmenn og ættingjar Vilhjálms minntust hans í fjölda minningargreina í Morgunblaðinu í dag. Þar er Vilhjálmi lýst sem góðum uppalanda sem aldrei fór í manngreinigarálit, laus við allt yfirlæti og dramb. „Pabbi var hetja í augum margra. Fyrir mér var hann annað og meira en íþróttahetja. Hann var leikfélagi, kennari og hugmyndasmiður sem bauð upp á ýmislegt skemmtilegt og fjölbreytileikinn mikill sem okkur bræðrum var boðið upp á að kynnast,“ skrifar sonur hans Einar sem var sjálfur um árabil í fremstu röð í heiminum í spjótkasti. Þá er Vilhjálmur jafnframt sagður hafa verið góður sönglagasmiður og afkastamikill frístundamálari. Myndir hans prýða fjölmörg íslensk heimili, auk þess sem þeim er gert hátt undir höfði í útfararskrá Vilhjálms. Lítið ferðaveður er á landinu í dag og var því ákveðið að sýna jafnframt frá athöfninni á breiðtjaldi í Valaskjálf á Egilsstöðum. Útförin var í höndum séra Sigurðs Jónssonar. Jónas Þórir lék á orgel og Egill Ólafsson, Valgeir Guðjónsson, Valgerður Guðnadóttir auk félaga úr Karlakór Reykjavíkur sáu um söng. Vilhjálmur verður jarðsettur síðar í Reykholtskirkjugarði. Upptöku frá útförinni má sjá hér að neðan.
Andlát Reykjavík Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira