Yfir þriggja sentímetra landris við Þorbjörn Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Kristín Ólafsdóttir skrifa 28. janúar 2020 13:00 Horft yfir Þorbjörn og Grindavík. Vísir/Egill Landris við fjallið Þorbjörn á Reykjanesi er komið yfir þrjá sentimetra. Jarðeðlisfræðingur segir þensluna óvenju hraða. Hann segir nánast ómöglegt að spá fyrir um framhaldið. Vegagerðin hefur aukið þjónustu á Suðurstrandarvegi og Nesvegi og verður séð til þess að þeir séu færir alla daga og án flughálku. Áframhaldandi landris er rétt vestan við fjallið Þorbjörn á Reykjanesi. Þetta sýna nýjar mælingar úr GPS-mælum Veðurstofu Íslands. Risið er á sama hraða og sagt var frá í gær, 3-4 millimetrar á dag, sem er óvenju hratt. Benedikt Ófeigsson er jarðeðlisfræðingur á Veðurstofunni. „Þróunin síðasta sólarhringinn er bara mjög svipuð og hún hefur verið frá upphafi. Það er stöðugt landris, þrír til fjórir millímetrar á dag, og það sem við sjáum í morgun er að það hefur haldið áfram,“ segir Benedikt. Og hvað hefur þetta verið mikið landris samtals? „Þetta er í kringum þrír sentímetrar í heildina. Þetta er líklega komið yfir þrjá sentímetra núna.“ Er þetta mikill hraði á þessu, miðað við það sem hægt er að bera saman við þegar landris verður? „Þetta er talsverður hraði. Við höfum alveg séð svona hraða, en það er þá oft í mjög stórum atburðum eins og í Holuhrauni.“ Viltu eitthvað spá fyrir um framhaldið? „Ef þetta er kvika, sem við svo sem höldum, þá er mjög líklegt að þetta sé byrjun á einhverju miklu lengra ferli. Haldi kannski áfram í einhvern tíma og stoppi svo, haldi svo áfram einhvern tímann seinna, jafnvel eftir mánuði eða ár. Það er dæmigerð hegðun hjá mörgum eldfjöllum, Eins og til dæmis Eyjafjallajökli. Hann hegðaði sér svoleiðis í talsvert mörg ár, tvo áratugi allavega áður en hann fór að gjósa. En svo getum við alveg séð hluti gerast hratt.“ Fylgjast vel með flóttaleiðum Fyrstu merki um jarðhræringar á svæðinu voru þann 22. janúar þegar jarðskjálfti upp á 3,7 að stærð reið yfir á Reykjanesskaga. Síðan þá hafa um 200 skjálftar mælst á svæðinu. Í gærkvöldi mældist einn upp á 3,1 að stærð og annar upp á 2,4 rétt eftir klukkan sjö í morgun. Vegagerðin hefur aukið eftirlit með ástandi vega á svæðinu. Samkvæmt upplýsingum þaðan verða Suðurstrandavegur og Nesvegur færir alla daga og án flughálku. Krýsuvíkurvegur er einnig inni í myndinni en sú leið er víkjandi fyrst í stað. Aðaláherslan verður á að tryggja flóttaleiðir til austurs og vesturs. Eldgos og jarðhræringar Grindavík Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Jarðskjálfti að stærð 2,4 við Grindavík GPS-mælingar það sem af er degi sýna áframhaldandi jarðris á svæðinu. 28. janúar 2020 08:38 Taskan tilbúin úti í bíl: „Róandi að sjá að það væri ekki á leiðinni yfir okkur sprengigos“ Hjalti Þór Grettisson, íbúi í Grindavík, er við öllu búinn ásamt fjölskyldu sinni ef það skyldi koma til eldgoss í grennd við bæinn. 28. janúar 2020 10:49 Rólegt í kringum Þorbjörn eftir kippi í gærkvöldi Það hefur rólegt í kringum fjallið Þorbjörn á Reykjanesi í nótt eftir að skjálfti að stærðinni 3,1 mældist rétt fyrir klukkan sjö í gærkvöldi 5,6 kílómetra norðnorðaustur af Grindavík. 28. janúar 2020 06:45 Alvarlegast ef hitaveitan bregst segir bæjarstjórinn í Grindavík Hann hefur vakið athygli þingnefndar á því að hugsanlega þurfi að auka fjárveitingar til ýmissa stofnanna ef þær þurfa að bregðast við. 28. janúar 2020 11:53 Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Fleiri fréttir Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Sjá meira
Landris við fjallið Þorbjörn á Reykjanesi er komið yfir þrjá sentimetra. Jarðeðlisfræðingur segir þensluna óvenju hraða. Hann segir nánast ómöglegt að spá fyrir um framhaldið. Vegagerðin hefur aukið þjónustu á Suðurstrandarvegi og Nesvegi og verður séð til þess að þeir séu færir alla daga og án flughálku. Áframhaldandi landris er rétt vestan við fjallið Þorbjörn á Reykjanesi. Þetta sýna nýjar mælingar úr GPS-mælum Veðurstofu Íslands. Risið er á sama hraða og sagt var frá í gær, 3-4 millimetrar á dag, sem er óvenju hratt. Benedikt Ófeigsson er jarðeðlisfræðingur á Veðurstofunni. „Þróunin síðasta sólarhringinn er bara mjög svipuð og hún hefur verið frá upphafi. Það er stöðugt landris, þrír til fjórir millímetrar á dag, og það sem við sjáum í morgun er að það hefur haldið áfram,“ segir Benedikt. Og hvað hefur þetta verið mikið landris samtals? „Þetta er í kringum þrír sentímetrar í heildina. Þetta er líklega komið yfir þrjá sentímetra núna.“ Er þetta mikill hraði á þessu, miðað við það sem hægt er að bera saman við þegar landris verður? „Þetta er talsverður hraði. Við höfum alveg séð svona hraða, en það er þá oft í mjög stórum atburðum eins og í Holuhrauni.“ Viltu eitthvað spá fyrir um framhaldið? „Ef þetta er kvika, sem við svo sem höldum, þá er mjög líklegt að þetta sé byrjun á einhverju miklu lengra ferli. Haldi kannski áfram í einhvern tíma og stoppi svo, haldi svo áfram einhvern tímann seinna, jafnvel eftir mánuði eða ár. Það er dæmigerð hegðun hjá mörgum eldfjöllum, Eins og til dæmis Eyjafjallajökli. Hann hegðaði sér svoleiðis í talsvert mörg ár, tvo áratugi allavega áður en hann fór að gjósa. En svo getum við alveg séð hluti gerast hratt.“ Fylgjast vel með flóttaleiðum Fyrstu merki um jarðhræringar á svæðinu voru þann 22. janúar þegar jarðskjálfti upp á 3,7 að stærð reið yfir á Reykjanesskaga. Síðan þá hafa um 200 skjálftar mælst á svæðinu. Í gærkvöldi mældist einn upp á 3,1 að stærð og annar upp á 2,4 rétt eftir klukkan sjö í morgun. Vegagerðin hefur aukið eftirlit með ástandi vega á svæðinu. Samkvæmt upplýsingum þaðan verða Suðurstrandavegur og Nesvegur færir alla daga og án flughálku. Krýsuvíkurvegur er einnig inni í myndinni en sú leið er víkjandi fyrst í stað. Aðaláherslan verður á að tryggja flóttaleiðir til austurs og vesturs.
Eldgos og jarðhræringar Grindavík Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Jarðskjálfti að stærð 2,4 við Grindavík GPS-mælingar það sem af er degi sýna áframhaldandi jarðris á svæðinu. 28. janúar 2020 08:38 Taskan tilbúin úti í bíl: „Róandi að sjá að það væri ekki á leiðinni yfir okkur sprengigos“ Hjalti Þór Grettisson, íbúi í Grindavík, er við öllu búinn ásamt fjölskyldu sinni ef það skyldi koma til eldgoss í grennd við bæinn. 28. janúar 2020 10:49 Rólegt í kringum Þorbjörn eftir kippi í gærkvöldi Það hefur rólegt í kringum fjallið Þorbjörn á Reykjanesi í nótt eftir að skjálfti að stærðinni 3,1 mældist rétt fyrir klukkan sjö í gærkvöldi 5,6 kílómetra norðnorðaustur af Grindavík. 28. janúar 2020 06:45 Alvarlegast ef hitaveitan bregst segir bæjarstjórinn í Grindavík Hann hefur vakið athygli þingnefndar á því að hugsanlega þurfi að auka fjárveitingar til ýmissa stofnanna ef þær þurfa að bregðast við. 28. janúar 2020 11:53 Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Fleiri fréttir Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Sjá meira
Jarðskjálfti að stærð 2,4 við Grindavík GPS-mælingar það sem af er degi sýna áframhaldandi jarðris á svæðinu. 28. janúar 2020 08:38
Taskan tilbúin úti í bíl: „Róandi að sjá að það væri ekki á leiðinni yfir okkur sprengigos“ Hjalti Þór Grettisson, íbúi í Grindavík, er við öllu búinn ásamt fjölskyldu sinni ef það skyldi koma til eldgoss í grennd við bæinn. 28. janúar 2020 10:49
Rólegt í kringum Þorbjörn eftir kippi í gærkvöldi Það hefur rólegt í kringum fjallið Þorbjörn á Reykjanesi í nótt eftir að skjálfti að stærðinni 3,1 mældist rétt fyrir klukkan sjö í gærkvöldi 5,6 kílómetra norðnorðaustur af Grindavík. 28. janúar 2020 06:45
Alvarlegast ef hitaveitan bregst segir bæjarstjórinn í Grindavík Hann hefur vakið athygli þingnefndar á því að hugsanlega þurfi að auka fjárveitingar til ýmissa stofnanna ef þær þurfa að bregðast við. 28. janúar 2020 11:53