Dómur yfir yfirmanni sem áreitti 17 ára stúlku mildaður Kjartan Kjartansson skrifar 24. janúar 2020 21:34 Landsréttur vísaði til dráttar sem varð á málinu um ákvörðun sína um að milda dóminn. Vísir/Egill Landsréttur mildaði dóm yfir karlmanni sem áreitti 17 ára stúlku sem var undirmaður hans á skemmtistað árið 2016. Maðurinn var dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi og til þess að greiða stúlkunni 200.000 krónur í bætur. Áreitnin átti sér stað á árshátíð vinnustaðar fólksins þegar stúlkan var sautján ára gömul. Maðurinn var sakfelldur fyrir að káfa ítrekað á og klípa í rass stúlkunnar á skemmtistað, káfað á beru baki hennar og fært hendurnar inn á maga hennar innanklæða. Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi manninn upphaflega í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi og til að greiða stúlkunni hálfa milljón króna í bætur. Maðurinn var sýknaður af lið ákærunnar um að hafa viðhaft kynferðisleg ummæli um útlit stúlkunnar. Landsréttur taldi ástæðu til að milda þann dóm og vísaði til dráttar á meðferð málsins sem manninum yrði ekki kennt um. Ákæra var ekki gefin út fyrr en 23 mánuðum eftir atvikið og dómur nokkrum mánuðum síðar. Við ákvörðun refsingar var litið til þess að maðurinn var í yfirburðastöðu gagnvart stúlkunni sem yfirmaður hennar og mikils aldursmunar á þeim. Framburður stúlkunnar var talinn stöðugur og hann studdur smáskilaboðum sem hún sendi móður sinni með lýsingum á því sem hafði gerst daginn eftir atvikið. Lýsti stúlkan vanlíðan vegna þess og að hún þyrði ekki að mæta í vinnuna. Þá voru lögð fram samskipti stúlkunnar við frænku hennar þar sem hún lýsti framkomu mannsins. Kærasti stúlkunnar bar einnig vitni um að hann hefði séð manninn grípa með báðum höndum um rass hennar. Maðurinn neitaði sök. Skilaboð sem hann sendi stúlkunni þar sem hann baðst afsökunar á „viðbjóði“ af hans hálfu skýrði hann sem svo að hann hefði kitlað stúlkuna á skemmtuninni. Þá skýringu taldi Landsréttur ekki trúverðuga. Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Innlent Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Innlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Erlent Lengja opnunartímann aftur Innlent Fleiri fréttir Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Skrifstofa forseta Íslands minnt á að hlíta upplýsingalögum Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn Sjá meira
Landsréttur mildaði dóm yfir karlmanni sem áreitti 17 ára stúlku sem var undirmaður hans á skemmtistað árið 2016. Maðurinn var dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi og til þess að greiða stúlkunni 200.000 krónur í bætur. Áreitnin átti sér stað á árshátíð vinnustaðar fólksins þegar stúlkan var sautján ára gömul. Maðurinn var sakfelldur fyrir að káfa ítrekað á og klípa í rass stúlkunnar á skemmtistað, káfað á beru baki hennar og fært hendurnar inn á maga hennar innanklæða. Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi manninn upphaflega í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi og til að greiða stúlkunni hálfa milljón króna í bætur. Maðurinn var sýknaður af lið ákærunnar um að hafa viðhaft kynferðisleg ummæli um útlit stúlkunnar. Landsréttur taldi ástæðu til að milda þann dóm og vísaði til dráttar á meðferð málsins sem manninum yrði ekki kennt um. Ákæra var ekki gefin út fyrr en 23 mánuðum eftir atvikið og dómur nokkrum mánuðum síðar. Við ákvörðun refsingar var litið til þess að maðurinn var í yfirburðastöðu gagnvart stúlkunni sem yfirmaður hennar og mikils aldursmunar á þeim. Framburður stúlkunnar var talinn stöðugur og hann studdur smáskilaboðum sem hún sendi móður sinni með lýsingum á því sem hafði gerst daginn eftir atvikið. Lýsti stúlkan vanlíðan vegna þess og að hún þyrði ekki að mæta í vinnuna. Þá voru lögð fram samskipti stúlkunnar við frænku hennar þar sem hún lýsti framkomu mannsins. Kærasti stúlkunnar bar einnig vitni um að hann hefði séð manninn grípa með báðum höndum um rass hennar. Maðurinn neitaði sök. Skilaboð sem hann sendi stúlkunni þar sem hann baðst afsökunar á „viðbjóði“ af hans hálfu skýrði hann sem svo að hann hefði kitlað stúlkuna á skemmtuninni. Þá skýringu taldi Landsréttur ekki trúverðuga.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Innlent Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Innlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Erlent Lengja opnunartímann aftur Innlent Fleiri fréttir Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Skrifstofa forseta Íslands minnt á að hlíta upplýsingalögum Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn Sjá meira