Bankamaður sem tengdist meintum fjársvikum ríkustu konu Afríku fannst látinn Kjartan Kjartansson skrifar 23. janúar 2020 19:29 Brotin sem dos Santos er sökuð um voru framin þegar hún var stjórnarformaður ríkisolíufyrirtækis. Faðir hennar skipaði hana sem formann stjórnarinnar en hann réði ríkjum í Angóla í um fjörutíu ár. Vísir/EPA Karlmaður á fimmtugsaldri sem sá um reikning angólska olíufyrirtækisins Sonangol fyrir portúgalskan banka fannst látinn í Lissabon í gær. Angólskir saksóknarar nefndu hann sem sakborning í rannsókn á meiriháttar fjárdráttar- og peningaþvættismáli gegn Isabel dos Santos, ríkustu konu Afríku. Vísbendingar um að dos Santos hefði sankað að sér milljörðum dollara í krafti stöðu sinnar í heimalandi sínu Angóla komu fram í rannsókn fjölmiðla sem byggðist á umfangsmiklum gagnaleka um síðustu helgi. Dos Santos, sem er dóttir José Eduardo dos Santo, fyrrverandi forseta Angóla, virðist hafa nýtt sér embætti sem hún fékk í gegnum föður sinn til að draga að sér ógrynni fjár. Dos Santos, sem hafnar ásökunum um spillingu, keypti meðal annars eignarhlut í orkufyrirtækinu Galp af angólska ríkisfyrirtækinu Sonangol þegar hún var formaður stjórnar þess. Þurfti dos Santos aðeins að greiða 15% af kaupverði hlutanna en afganginum var breytt í lán með lágum vöxtum sem hún hafði ellefu ár til að greiða upp. Saksóknarar í Angóla krefjast þess að dos Santos endurgreiði um milljarð dollara, jafnvirði um 125 milljarða íslenskra króna. Sakamálarannsókn fer nú fram vegna ásakanna á hendur fyrrverandi forsetadótturinni. José Eduardo dos Santos, fyrrverandi forseti Angóla, með konu sinni Önu Paulu árið 2012. Fyrir aftan þau sést Isabella, elsta dóttir dos Santos.Vísir/EPA Breska ríkisútvarpið BBC segir nú að Nuno Ribeiro da Cunha, 45 ára gamall starfsmaður portúgalska bankans EuroBic, sem sá um reikning Sonangol hafi fundist látinn í íbúð sinni í gær. Portúgalskir fjölmiðlar hafi eftir heimildum innan lögreglunnar að allt benti til þess að da Cunha hafi svipt sig lífi. Hann hafi gert tilraun þess fyrr í þessum mánuði og hann hafi þjáðst af þunglyndi. Eurobic tilkynnti í gær að hann ætlaði að hætta viðskiptum við dos Santos sem er talin stærsti hluthafi bankans í gegnum tvö félög í hennar eigu. Hún ætli ennfremur að selja hlutina í bankanum. Í framhaldinu ætlar bankinn að rannsaka millifærslur á tugum milljóna dollara sem dos Santos lét fara fram. New York Times greindi frá því um helgina að dos Santos hefði tæmt fé af reikningum Sonangol hjá EuroBic. Fjármálaeftirlit Portúgal er byrjað að rannsaka ýmis fyrirtæki þar í landi sem dos Santos á hluti í, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Angóla er fyrrum portúgölsk nýlenda. Á meðal fyrirtækjanna sem eru til skoðunar eru Galp, fjarskiptafyrirtækið Nos og ónefnd endurskoðunarfyrirtæki. Dos Santos er búsett í Bretlandi og er talin auðugasta kona Afríku. Eignir hennar eru metnar á um tvo milljarða dollara, jafnvirði um 250 milljarða íslenskra króna. Angóla Portúgal Tengdar fréttir Gríðarmikill gagnaleki sagður afhjúpa vafasaman uppruna ríkidæmis ríkustu konu Afríku Gríðarmikill gagnaleki og umfangsmikil rannsókn fjölmiðla víða um heim virðist benda til þess að hin angólska Isabel Dos Santos, ríkasta kona Afríku, og eiginmaður hennar, hafi arðrænt landa sína og nýtt sér spillingu í Angóla til þess að safna gríðarlegum auðæfum. 19. janúar 2020 20:00 Saksóknarar í Angóla saka ríkustu konu Afríku um fjárdrátt og peningaþvætti Dómsmálaráðherra Angóla segir að ásakanirnar á hendur Isabel dos Santos tengist stjórnartíð hennar sem stjórnarformaður ríkisolíufélagsins Sonangol. 23. janúar 2020 10:40 Mest lesið Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Atvinnulíf Opinberir starfsmenn séu með nítján prósent betri kjör Viðskipti innlent Helgi þarf að greiða starfsmönnunum milljónirnar 67 Viðskipti innlent Ásdís Eir, Arnheiður og Ólöf Helga nýir forstöðumenn hjá Lyfju Viðskipti innlent Wok to Walk opnar á Smáratorgi Viðskipti innlent Hefur styrkt KR um 300 milljónir Viðskipti innlent Tilnefningar til bestu íslensku vörumerkjanna Viðskipti innlent Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Viðskipti erlent Ari og Ágúst til Reita Viðskipti innlent Verð á kaffi sögulega hátt Viðskipti erlent Fleiri fréttir Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Karlmaður á fimmtugsaldri sem sá um reikning angólska olíufyrirtækisins Sonangol fyrir portúgalskan banka fannst látinn í Lissabon í gær. Angólskir saksóknarar nefndu hann sem sakborning í rannsókn á meiriháttar fjárdráttar- og peningaþvættismáli gegn Isabel dos Santos, ríkustu konu Afríku. Vísbendingar um að dos Santos hefði sankað að sér milljörðum dollara í krafti stöðu sinnar í heimalandi sínu Angóla komu fram í rannsókn fjölmiðla sem byggðist á umfangsmiklum gagnaleka um síðustu helgi. Dos Santos, sem er dóttir José Eduardo dos Santo, fyrrverandi forseta Angóla, virðist hafa nýtt sér embætti sem hún fékk í gegnum föður sinn til að draga að sér ógrynni fjár. Dos Santos, sem hafnar ásökunum um spillingu, keypti meðal annars eignarhlut í orkufyrirtækinu Galp af angólska ríkisfyrirtækinu Sonangol þegar hún var formaður stjórnar þess. Þurfti dos Santos aðeins að greiða 15% af kaupverði hlutanna en afganginum var breytt í lán með lágum vöxtum sem hún hafði ellefu ár til að greiða upp. Saksóknarar í Angóla krefjast þess að dos Santos endurgreiði um milljarð dollara, jafnvirði um 125 milljarða íslenskra króna. Sakamálarannsókn fer nú fram vegna ásakanna á hendur fyrrverandi forsetadótturinni. José Eduardo dos Santos, fyrrverandi forseti Angóla, með konu sinni Önu Paulu árið 2012. Fyrir aftan þau sést Isabella, elsta dóttir dos Santos.Vísir/EPA Breska ríkisútvarpið BBC segir nú að Nuno Ribeiro da Cunha, 45 ára gamall starfsmaður portúgalska bankans EuroBic, sem sá um reikning Sonangol hafi fundist látinn í íbúð sinni í gær. Portúgalskir fjölmiðlar hafi eftir heimildum innan lögreglunnar að allt benti til þess að da Cunha hafi svipt sig lífi. Hann hafi gert tilraun þess fyrr í þessum mánuði og hann hafi þjáðst af þunglyndi. Eurobic tilkynnti í gær að hann ætlaði að hætta viðskiptum við dos Santos sem er talin stærsti hluthafi bankans í gegnum tvö félög í hennar eigu. Hún ætli ennfremur að selja hlutina í bankanum. Í framhaldinu ætlar bankinn að rannsaka millifærslur á tugum milljóna dollara sem dos Santos lét fara fram. New York Times greindi frá því um helgina að dos Santos hefði tæmt fé af reikningum Sonangol hjá EuroBic. Fjármálaeftirlit Portúgal er byrjað að rannsaka ýmis fyrirtæki þar í landi sem dos Santos á hluti í, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Angóla er fyrrum portúgölsk nýlenda. Á meðal fyrirtækjanna sem eru til skoðunar eru Galp, fjarskiptafyrirtækið Nos og ónefnd endurskoðunarfyrirtæki. Dos Santos er búsett í Bretlandi og er talin auðugasta kona Afríku. Eignir hennar eru metnar á um tvo milljarða dollara, jafnvirði um 250 milljarða íslenskra króna.
Angóla Portúgal Tengdar fréttir Gríðarmikill gagnaleki sagður afhjúpa vafasaman uppruna ríkidæmis ríkustu konu Afríku Gríðarmikill gagnaleki og umfangsmikil rannsókn fjölmiðla víða um heim virðist benda til þess að hin angólska Isabel Dos Santos, ríkasta kona Afríku, og eiginmaður hennar, hafi arðrænt landa sína og nýtt sér spillingu í Angóla til þess að safna gríðarlegum auðæfum. 19. janúar 2020 20:00 Saksóknarar í Angóla saka ríkustu konu Afríku um fjárdrátt og peningaþvætti Dómsmálaráðherra Angóla segir að ásakanirnar á hendur Isabel dos Santos tengist stjórnartíð hennar sem stjórnarformaður ríkisolíufélagsins Sonangol. 23. janúar 2020 10:40 Mest lesið Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Atvinnulíf Opinberir starfsmenn séu með nítján prósent betri kjör Viðskipti innlent Helgi þarf að greiða starfsmönnunum milljónirnar 67 Viðskipti innlent Ásdís Eir, Arnheiður og Ólöf Helga nýir forstöðumenn hjá Lyfju Viðskipti innlent Wok to Walk opnar á Smáratorgi Viðskipti innlent Hefur styrkt KR um 300 milljónir Viðskipti innlent Tilnefningar til bestu íslensku vörumerkjanna Viðskipti innlent Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Viðskipti erlent Ari og Ágúst til Reita Viðskipti innlent Verð á kaffi sögulega hátt Viðskipti erlent Fleiri fréttir Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Gríðarmikill gagnaleki sagður afhjúpa vafasaman uppruna ríkidæmis ríkustu konu Afríku Gríðarmikill gagnaleki og umfangsmikil rannsókn fjölmiðla víða um heim virðist benda til þess að hin angólska Isabel Dos Santos, ríkasta kona Afríku, og eiginmaður hennar, hafi arðrænt landa sína og nýtt sér spillingu í Angóla til þess að safna gríðarlegum auðæfum. 19. janúar 2020 20:00
Saksóknarar í Angóla saka ríkustu konu Afríku um fjárdrátt og peningaþvætti Dómsmálaráðherra Angóla segir að ásakanirnar á hendur Isabel dos Santos tengist stjórnartíð hennar sem stjórnarformaður ríkisolíufélagsins Sonangol. 23. janúar 2020 10:40