Báru kennsl á höfuðkúpu sem fannst við Ölfusá fyrir 25 árum Kristín Ólafsdóttir skrifar 23. janúar 2020 15:17 Höfuðkúpan fannst í umdæmi lögreglu á Suðurlandi, nánar tiltekið á sandeyrum Ölfusáróss, norðan Nauteyrartanga, þann 3. október 1994. Vísir/vilhelm Lögreglan á Suðurlandi bar nú í janúar kennsl á höfuðkúpu sem fannst haustið 1994 við Ölfusá. Um er að ræða höfuðkúpu manns sem talinn er hafa fallið í Sogið á aðfangadag 1987, að því er segir í tilkynningu frá lögreglu á Suðurlandi. Höfuðkúpan fannst á sandeyrum Ölfusáróss, norðan Nauteyrartanga, þann 3. október 1994. Á kúpuna vantaði neðri kjálkann og einungis ein tönn var í efri góm. Farið var með hana til rannsóknar hjá Kennslanefnd ríkislögreglustjóra og gerðar skoðanir og mælingar eins og fremst var unnt með tækni þess tíma. Ekki tókst þó að bera kennsl á höfuðkúpuna og hún sett í geymslu. DV fjallar um leitina yfir jólin 1987.Skjáskot/Tímarit.is Ákveðið var að reyna aftur í lok mars á síðasta ári og tekið sýni úr kúpunni til aldursgreiningar. Niðurstaða þeirrar rannsóknar barst í haust og í ljós kom að beinin voru að öllum líkindum frá árunum um og eftir 1970. DNA-sýni úr kúpunni var því næst sent rannsóknarstofu í Svíþjóð til greiningar. Niðurstaða úr þeirri greiningu barst svo nú í janúar og þá kom í ljós að um var að ræða höfuðkúpu Jóns Ólafssonar sem fæddur var 8. júlí 1940 og er talinn hafa fallið í Sogið á aðfangadag 1987. Umfangsmikil leit hófst á jóladag 1987 Í tilkynningu lögreglu segir að börnum Jóns hafi verið tilkynnt um niðurstöðuna. Þau munu fá þessar jarðnesku leifar föður síns á allra næstu dögum. Í fréttum um leitina að Jóni á sínum tíma kemur fram að hún hafi hafist á jóladag árið 1987 og verið umfangsmikil. Hann var úr Þorlákshöfn og hafði sagst ætla til Reykjavíkur á aðfangadag en skilaði sér ekki þangað. Bíll hans fannst síðar við brúna yfir Sogið. Lögreglan á Suðurlandi hefur undanfarin ár tekið DNA-sýni úr aðstandendum þeirra sem taldir eru hafa horfið í umdæminu á liðnum árum og hafa ekki fundist. Þeirri vinnu verður haldið áfram á þessu ári en lögreglumönnum sem sinnt hafa umræddum störfum hefur verið afar vel tekið af aðstandendum, að því er segir í tilkynningu. Sýnin sem tekin hafa verið eru varðveitt í gagnabanka þar sem unnt verður að bera þau saman við erfðaefni þeirra sem finnast. Árborg Lögreglumál Ölfus Mest lesið Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Sjá meira
Lögreglan á Suðurlandi bar nú í janúar kennsl á höfuðkúpu sem fannst haustið 1994 við Ölfusá. Um er að ræða höfuðkúpu manns sem talinn er hafa fallið í Sogið á aðfangadag 1987, að því er segir í tilkynningu frá lögreglu á Suðurlandi. Höfuðkúpan fannst á sandeyrum Ölfusáróss, norðan Nauteyrartanga, þann 3. október 1994. Á kúpuna vantaði neðri kjálkann og einungis ein tönn var í efri góm. Farið var með hana til rannsóknar hjá Kennslanefnd ríkislögreglustjóra og gerðar skoðanir og mælingar eins og fremst var unnt með tækni þess tíma. Ekki tókst þó að bera kennsl á höfuðkúpuna og hún sett í geymslu. DV fjallar um leitina yfir jólin 1987.Skjáskot/Tímarit.is Ákveðið var að reyna aftur í lok mars á síðasta ári og tekið sýni úr kúpunni til aldursgreiningar. Niðurstaða þeirrar rannsóknar barst í haust og í ljós kom að beinin voru að öllum líkindum frá árunum um og eftir 1970. DNA-sýni úr kúpunni var því næst sent rannsóknarstofu í Svíþjóð til greiningar. Niðurstaða úr þeirri greiningu barst svo nú í janúar og þá kom í ljós að um var að ræða höfuðkúpu Jóns Ólafssonar sem fæddur var 8. júlí 1940 og er talinn hafa fallið í Sogið á aðfangadag 1987. Umfangsmikil leit hófst á jóladag 1987 Í tilkynningu lögreglu segir að börnum Jóns hafi verið tilkynnt um niðurstöðuna. Þau munu fá þessar jarðnesku leifar föður síns á allra næstu dögum. Í fréttum um leitina að Jóni á sínum tíma kemur fram að hún hafi hafist á jóladag árið 1987 og verið umfangsmikil. Hann var úr Þorlákshöfn og hafði sagst ætla til Reykjavíkur á aðfangadag en skilaði sér ekki þangað. Bíll hans fannst síðar við brúna yfir Sogið. Lögreglan á Suðurlandi hefur undanfarin ár tekið DNA-sýni úr aðstandendum þeirra sem taldir eru hafa horfið í umdæminu á liðnum árum og hafa ekki fundist. Þeirri vinnu verður haldið áfram á þessu ári en lögreglumönnum sem sinnt hafa umræddum störfum hefur verið afar vel tekið af aðstandendum, að því er segir í tilkynningu. Sýnin sem tekin hafa verið eru varðveitt í gagnabanka þar sem unnt verður að bera þau saman við erfðaefni þeirra sem finnast.
Árborg Lögreglumál Ölfus Mest lesið Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Sjá meira