Bað þingmenn að byggja málflutning sinn á staðreyndum Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 22. janúar 2020 17:53 Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra. Vísir/Vilhelm Þingmenn stjórnarandstöðunnar gagnrýndu ríkisstjórnina fyrir að hafa ekki brugðist nægilega vel við þeim skorti sem sé á hjúkrunarrými fyrir aldraða í sérstökum umræðum á Alþingi í dag um stöðu hjúkrunarheimila og Landspítala. Skortur á hjúkrunarrýmum sé meðal þess sem orsaki fráfræðisvanda á Landspítalanum sem hafi í för með sér aukið álag á deildir spítalans, einkum á bráðamóttöku. Stefnt er að því að á tímabili núgildandi fjármálaáætlunar verði 568 ný hjúkrunarrými tekin í notkun að því er fram kom í máli Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra. Hún vísaði á bug ummælum þingmanna sem vildu meina að ríkisstjórnin stæði ekki við fögur fyrirheit um uppbyggingu hjúkrunarrýma. Anna Kolbrún Árnadóttir, þingmaður Miðflokksins, var málshefjandi umræðunnar en hún byrjaði á því að rifja upp að í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar segi að hugað verði að því að styrkja rekstrargrundvöll hjúkrunarheimila. Anna Kolbrún Árnadóttir, þingmaður Miðflokksins, var málshefjandi umræðunnar. Vísir/Vilhelm „Samkvæmt minni vitneskju hefur það ekki verið efnt heldur er miklu frekar takmarkað það fjármagn sem hjúkrunarheimilin eiga rétt á vegna aukinnar hjúkrunar íbúanna sem þar búa. Auk þessa eru greiðslur lækkaðar að raunvirði þriðja árið í röð og sætir það furðu þar sem vitað er að einstaklingar sem nú komast inn á hjúkrunarheimili búa við mun verri heilsu en fyrr,“ sagði Anna Kolbrún. Fleiri þingmenn stjórnarandstöðunnar tóku í svipaðan streng, þeirra á meðal Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar og formaður velferðarnefndar sem einnig vitnaði í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. „Í lok árs 2019 var gengið frá þjónustusamningum til 2022 milli Sjúkratrygginga Íslands og 40 hjúkrunarheimila sem forsvarsmenn segja mikla afturför. Ekki sé gert ráð fyrir fjármunum vegna aukinnar þjónustuþarfar þjónustuþega og muni greiðslur meira að segja lækka vegna íbúa með sömu þjónustuþörf og áður. Þetta gallaða kerfi var sem betur fer aflagt með samningunum 2016 en er nú endurnýtt af núverandi ríkisstjórn,“ sagði Helga Vala. Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.visir/vilhelm Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, sagði núverandi stefnu stjórnvalda í málaflokknum vera gjaldþrota. „Ríkisstjórnin boðar stórsókn í byggingu nýrra rýma en það er einfaldlega ekki verið að byggja þau. Þau eru hvergi á sjóndeildarhringnum og þessi vandi mun því bara vaxa á komandi árum. Á sama tíma stöndum við í stríði við rekstraraðila núverandi hjúkrunarrýma og erum að grafa undan rekstrargrundvelli þeirra með því að þrengja sífellt meira og meira að grunnrekstri þeirra,“ sagði Þorsteinn meðal annars. Í síðari ræðu sinni sagði Svandís að á árunum 2009 til 2018 hafi hjúkrunarrýmum fjölgað um 144. Á tímabili núgildandi fjármálaáætlunarinnar sé þó gert ráð fyrir að rýmum fjölgi um 568. „Ég vil brýna háttvirta þingmenn í því að byggja hér sinn málflutning á staðreyndum, í stað þess að halda því fram hér í ræðustól Alþingis, að það sé ekki verið að gera neitt til þess að leysa vandann. Af því að það er rangt,“ sagði Svandís um leið og þingforseti sló í bjölluna. Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar.Vísir/Vilhelm Alþingi Eldri borgarar Heilbrigðismál Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Fleiri fréttir „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Sjá meira
Þingmenn stjórnarandstöðunnar gagnrýndu ríkisstjórnina fyrir að hafa ekki brugðist nægilega vel við þeim skorti sem sé á hjúkrunarrými fyrir aldraða í sérstökum umræðum á Alþingi í dag um stöðu hjúkrunarheimila og Landspítala. Skortur á hjúkrunarrýmum sé meðal þess sem orsaki fráfræðisvanda á Landspítalanum sem hafi í för með sér aukið álag á deildir spítalans, einkum á bráðamóttöku. Stefnt er að því að á tímabili núgildandi fjármálaáætlunar verði 568 ný hjúkrunarrými tekin í notkun að því er fram kom í máli Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra. Hún vísaði á bug ummælum þingmanna sem vildu meina að ríkisstjórnin stæði ekki við fögur fyrirheit um uppbyggingu hjúkrunarrýma. Anna Kolbrún Árnadóttir, þingmaður Miðflokksins, var málshefjandi umræðunnar en hún byrjaði á því að rifja upp að í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar segi að hugað verði að því að styrkja rekstrargrundvöll hjúkrunarheimila. Anna Kolbrún Árnadóttir, þingmaður Miðflokksins, var málshefjandi umræðunnar. Vísir/Vilhelm „Samkvæmt minni vitneskju hefur það ekki verið efnt heldur er miklu frekar takmarkað það fjármagn sem hjúkrunarheimilin eiga rétt á vegna aukinnar hjúkrunar íbúanna sem þar búa. Auk þessa eru greiðslur lækkaðar að raunvirði þriðja árið í röð og sætir það furðu þar sem vitað er að einstaklingar sem nú komast inn á hjúkrunarheimili búa við mun verri heilsu en fyrr,“ sagði Anna Kolbrún. Fleiri þingmenn stjórnarandstöðunnar tóku í svipaðan streng, þeirra á meðal Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar og formaður velferðarnefndar sem einnig vitnaði í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. „Í lok árs 2019 var gengið frá þjónustusamningum til 2022 milli Sjúkratrygginga Íslands og 40 hjúkrunarheimila sem forsvarsmenn segja mikla afturför. Ekki sé gert ráð fyrir fjármunum vegna aukinnar þjónustuþarfar þjónustuþega og muni greiðslur meira að segja lækka vegna íbúa með sömu þjónustuþörf og áður. Þetta gallaða kerfi var sem betur fer aflagt með samningunum 2016 en er nú endurnýtt af núverandi ríkisstjórn,“ sagði Helga Vala. Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.visir/vilhelm Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, sagði núverandi stefnu stjórnvalda í málaflokknum vera gjaldþrota. „Ríkisstjórnin boðar stórsókn í byggingu nýrra rýma en það er einfaldlega ekki verið að byggja þau. Þau eru hvergi á sjóndeildarhringnum og þessi vandi mun því bara vaxa á komandi árum. Á sama tíma stöndum við í stríði við rekstraraðila núverandi hjúkrunarrýma og erum að grafa undan rekstrargrundvelli þeirra með því að þrengja sífellt meira og meira að grunnrekstri þeirra,“ sagði Þorsteinn meðal annars. Í síðari ræðu sinni sagði Svandís að á árunum 2009 til 2018 hafi hjúkrunarrýmum fjölgað um 144. Á tímabili núgildandi fjármálaáætlunarinnar sé þó gert ráð fyrir að rýmum fjölgi um 568. „Ég vil brýna háttvirta þingmenn í því að byggja hér sinn málflutning á staðreyndum, í stað þess að halda því fram hér í ræðustól Alþingis, að það sé ekki verið að gera neitt til þess að leysa vandann. Af því að það er rangt,“ sagði Svandís um leið og þingforseti sló í bjölluna. Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar.Vísir/Vilhelm
Alþingi Eldri borgarar Heilbrigðismál Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Fleiri fréttir „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Sjá meira