Vill að velferðarnefnd fundi um fyrstu viðbrögð Sunna Sæmundsdóttir skrifar 22. janúar 2020 12:29 Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata í velferðarnefnd. vísir/vilhelm Óskað verður eftir fundi í velferðarnefnd um fyrstu viðbrögð þegar hjálparbeiðnir berast vegna fólks í andlegu ójafnvægi. Skorað hefur verið á stjórnvöld að gera úttekt á málinu. Tómas Gíslason, aðstoðarframkvæmdastjóri Neyðarlínunnar, sagði í hádegisfréttum Bylgunnar í gær að verkferlum hafi verið fylgt í máli Heklu Lindar, ungu konunnar, sem lést í fyrra eftir átök við lögreglumenn sem handtóku hana þegar hún var í geðrofsástandi eftir neyslu fíkniefna. Vinur hennar hafði óskað eftir sjúkrabíl en lögregla var send á staðinn. Kompás fjallaði um mál hennar á mánudag. „Ef það er hringt inn út af geðrofi, að þá er þar um að ræða geðræn vandamál, og þar er niðurstaðan að ef viðkomandi er ekki slasaður að senda lögreglu á vettvang," sagði Tómas. Samtökin Geðhjálp sendu í gær frá sér áskorun þar sem farið er fram á að óháð úttekt verði gerð á verkferlum í þessum málum. Snarrótin - samtök um skaðaminnkun og mannréttindi hafa óskað eftir endurskoðun á verklagi. Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata í velferðarnefnd, telur að skoða þurfi málið. „Lögreglan er kannski ekki best til þess fallin að vera fyrsti viðbragðsaðili í málum sem einmitt tengjast geðrofi eða vímuefnanotkun eða öðru. Það væri mun betra að senda heilbrigðisstarfsfólk sem hefur rétta þjálfun," segir Halldóra. Viðbragðið sé að hluta ástæða þess að fólk sem neytt hefur fíkniefna sé tregara til að óska eftir aðstoð þegar eitthvað alvarlegt kemur upp á. „Það er þessi hræðsla við viðmótið, það er miklu eðlilegra að senda þarna heilbrigðisstarfsfólk sem er með rétt viðbrögð við svona ástandi," segir Halldóra. Hún mun óska eftir fundi í velferðarnefnd um málið. „Mér finnst klárlega ástæða til þess að skoða þetta hjá velferðarnefndinni og ég mun senda línu þess efnis um að þetta verði tekið upp og skoðað," segir Halldóra. Kompás Lögreglan Sjúkraflutningar Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Fleiri fréttir Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Sjá meira
Óskað verður eftir fundi í velferðarnefnd um fyrstu viðbrögð þegar hjálparbeiðnir berast vegna fólks í andlegu ójafnvægi. Skorað hefur verið á stjórnvöld að gera úttekt á málinu. Tómas Gíslason, aðstoðarframkvæmdastjóri Neyðarlínunnar, sagði í hádegisfréttum Bylgunnar í gær að verkferlum hafi verið fylgt í máli Heklu Lindar, ungu konunnar, sem lést í fyrra eftir átök við lögreglumenn sem handtóku hana þegar hún var í geðrofsástandi eftir neyslu fíkniefna. Vinur hennar hafði óskað eftir sjúkrabíl en lögregla var send á staðinn. Kompás fjallaði um mál hennar á mánudag. „Ef það er hringt inn út af geðrofi, að þá er þar um að ræða geðræn vandamál, og þar er niðurstaðan að ef viðkomandi er ekki slasaður að senda lögreglu á vettvang," sagði Tómas. Samtökin Geðhjálp sendu í gær frá sér áskorun þar sem farið er fram á að óháð úttekt verði gerð á verkferlum í þessum málum. Snarrótin - samtök um skaðaminnkun og mannréttindi hafa óskað eftir endurskoðun á verklagi. Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata í velferðarnefnd, telur að skoða þurfi málið. „Lögreglan er kannski ekki best til þess fallin að vera fyrsti viðbragðsaðili í málum sem einmitt tengjast geðrofi eða vímuefnanotkun eða öðru. Það væri mun betra að senda heilbrigðisstarfsfólk sem hefur rétta þjálfun," segir Halldóra. Viðbragðið sé að hluta ástæða þess að fólk sem neytt hefur fíkniefna sé tregara til að óska eftir aðstoð þegar eitthvað alvarlegt kemur upp á. „Það er þessi hræðsla við viðmótið, það er miklu eðlilegra að senda þarna heilbrigðisstarfsfólk sem er með rétt viðbrögð við svona ástandi," segir Halldóra. Hún mun óska eftir fundi í velferðarnefnd um málið. „Mér finnst klárlega ástæða til þess að skoða þetta hjá velferðarnefndinni og ég mun senda línu þess efnis um að þetta verði tekið upp og skoðað," segir Halldóra.
Kompás Lögreglan Sjúkraflutningar Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Fleiri fréttir Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Sjá meira