Kyrkti sléttuúlf sem réðst á barn hans Samúel Karl Ólason skrifar 22. janúar 2020 09:53 Ian O'Reilly var á göngu með eiginkonu sinni og þremur börnum þegar sléttuúlfurinn beit í jakka tveggja ára sonar hans og reif hann í jörðina. Bandarískur maður hefur verið hylltur fyrir að kyrkja óðan sléttuúlf með berum höndum. Það gerði hann eftir að dýrið réðst á barn hans, þar sem hann var í göngutúr með fjölskyldu sinni. Lögreglan í Kensington í New Hampshire í Bandaríkjunum fékk á mánudagsmorgun tilkynningu um að sléttuúlfur hefði reynt að ráðast á fólk í bíl. Skömmu seinna barst önnur tilkynning þar sem sami sléttuúlfur réðst að konu fyrir utan heimili hennar. Dýrið rak tvo hunda hennar á brott og reyndi að komast inn í hús konunnar. Þegar hún reyndi að halda sléttuúlfinum úti beit hann hana og fór svo á brott. Tveimur tímum seinna, eða um klukkan ellefu, barst svo þriðja tilkynningin. Þá hafði sléttuúlfur ráðist á fjölskyldu í göngutúr. Ian O‘Reilly var á göngu með eiginkonu sinni og þremur börnum þegar sléttuúlfurinn beit í jakka tveggja ára sonar hans og reif hann í jörðina. Foreldrarnir reyndu að reka dýrið á brott en án árangurs. Að ending tókst O‘Reilly að ná sléttuúlfinum niður í jörðina og kyrkti hann dýrið með berum höndum. O‘Reilly sagði frá atvikinu í viðtali við WMUR9. O‘Reilly sagði eðlishvötina hafa tekið völdin. Það hafi verið ljóst að dýrið myndi ekki hörfa. Að endingu var sléttuúlfurinn dauður en dýrið beit O‘Reilly í handlegginn og í bringuna. Það tók um tíu mínútur að kyrkja dýrið og O‘Reilly segir leiðinlegt hvað það hafi tekið langan tíma. Drenginn sakaði ekki. Hræið var fært til rannsóknar svo hægt væri að sannreyna hvort það sléttuúlfurinn væri með hundaæði. Bæði konan sem dýrið beit og O‘Reilly hafa þegar fengið fyrsta skammt mótefnis gegn hundaæði. Líklegast þykir að um sama dýrið sé að ræða í öllum þremur tilfellum en það hefur ekki verið staðfest. Í frétt Washington Post segir að sjaldgæft sé að menn komist í tæri við sléttuúlfa. Þeir séu að mestu á ferli á nóttinni og forðist menn. Bandaríkin Dýr Tengdar fréttir Fjallaljónið sem hlaupari kyrkti var munaðarlaus hvolpur Krufning leiddi í ljós að fjallaljónið var fjögurra til fimm mánaða gamalt. Hlaupari drap það með því að stíga á hálsinn á því. 3. mars 2019 07:41 Hlaupari kyrkti fjallaljón Maðurinn hlaut alvarleg sár á andliti og höndum en á einhvern hátt tókst honum að verja sig og kyrkja fjallaljónið, sem var þó ungt og karlkyns. 6. febrúar 2019 08:47 Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Fleiri fréttir Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Sjá meira
Bandarískur maður hefur verið hylltur fyrir að kyrkja óðan sléttuúlf með berum höndum. Það gerði hann eftir að dýrið réðst á barn hans, þar sem hann var í göngutúr með fjölskyldu sinni. Lögreglan í Kensington í New Hampshire í Bandaríkjunum fékk á mánudagsmorgun tilkynningu um að sléttuúlfur hefði reynt að ráðast á fólk í bíl. Skömmu seinna barst önnur tilkynning þar sem sami sléttuúlfur réðst að konu fyrir utan heimili hennar. Dýrið rak tvo hunda hennar á brott og reyndi að komast inn í hús konunnar. Þegar hún reyndi að halda sléttuúlfinum úti beit hann hana og fór svo á brott. Tveimur tímum seinna, eða um klukkan ellefu, barst svo þriðja tilkynningin. Þá hafði sléttuúlfur ráðist á fjölskyldu í göngutúr. Ian O‘Reilly var á göngu með eiginkonu sinni og þremur börnum þegar sléttuúlfurinn beit í jakka tveggja ára sonar hans og reif hann í jörðina. Foreldrarnir reyndu að reka dýrið á brott en án árangurs. Að ending tókst O‘Reilly að ná sléttuúlfinum niður í jörðina og kyrkti hann dýrið með berum höndum. O‘Reilly sagði frá atvikinu í viðtali við WMUR9. O‘Reilly sagði eðlishvötina hafa tekið völdin. Það hafi verið ljóst að dýrið myndi ekki hörfa. Að endingu var sléttuúlfurinn dauður en dýrið beit O‘Reilly í handlegginn og í bringuna. Það tók um tíu mínútur að kyrkja dýrið og O‘Reilly segir leiðinlegt hvað það hafi tekið langan tíma. Drenginn sakaði ekki. Hræið var fært til rannsóknar svo hægt væri að sannreyna hvort það sléttuúlfurinn væri með hundaæði. Bæði konan sem dýrið beit og O‘Reilly hafa þegar fengið fyrsta skammt mótefnis gegn hundaæði. Líklegast þykir að um sama dýrið sé að ræða í öllum þremur tilfellum en það hefur ekki verið staðfest. Í frétt Washington Post segir að sjaldgæft sé að menn komist í tæri við sléttuúlfa. Þeir séu að mestu á ferli á nóttinni og forðist menn.
Bandaríkin Dýr Tengdar fréttir Fjallaljónið sem hlaupari kyrkti var munaðarlaus hvolpur Krufning leiddi í ljós að fjallaljónið var fjögurra til fimm mánaða gamalt. Hlaupari drap það með því að stíga á hálsinn á því. 3. mars 2019 07:41 Hlaupari kyrkti fjallaljón Maðurinn hlaut alvarleg sár á andliti og höndum en á einhvern hátt tókst honum að verja sig og kyrkja fjallaljónið, sem var þó ungt og karlkyns. 6. febrúar 2019 08:47 Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Fleiri fréttir Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Sjá meira
Fjallaljónið sem hlaupari kyrkti var munaðarlaus hvolpur Krufning leiddi í ljós að fjallaljónið var fjögurra til fimm mánaða gamalt. Hlaupari drap það með því að stíga á hálsinn á því. 3. mars 2019 07:41
Hlaupari kyrkti fjallaljón Maðurinn hlaut alvarleg sár á andliti og höndum en á einhvern hátt tókst honum að verja sig og kyrkja fjallaljónið, sem var þó ungt og karlkyns. 6. febrúar 2019 08:47
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent