Trump vill „hreinasta loftið“ en varaði við heimsendaspámönnum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 21. janúar 2020 14:45 Donald Trump talaði í hálftíma í Davos. AP/Evan Vucci Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ávarpaði í dag þátttakenndur á efnahagsráðstefnunni í Davos í Sviss. Þar varaði hann við þeim sem hann nefndi „heimsendaspámenn“ í tengslum við loftslagsbreytingar. Hin árlega ráðstefna helstu áhrifamanna heimsins snýst að þessu sinni um sjálfbærni og þó að Trump hafi að mestu nýtt ræðutíma sinn í að þylja upp það sem hann telur vera helstu afrek Bandaríkjastjórnar undir hans stjórn ræddi hann stuttlega um umræðu um loftslagsbreytingar. Hvatti hann meðal annars viðstadda til þess að hafna málflutningi „heimsendaspámanna“ sem spá miklum hamförum verði ekkert að gert til þess að stemma stigu við loftslagsbreytingar af mannavöldum. „Þessir spámenn vilja alltaf það sama. Algjör völd til þess að drottna yfir, umbreyta og stjórna því hvernig við lifum lífinu,“ sagði Trump. Erlendir fréttamiðlar hafa sett ummæli Trump í samhengi við það að aðgerðarsinninn sænski Greta Thunberg, sem er sautján ára, var viðstödd ávarp Trump. Hún hefur margsinnis gagnrýnt forsetans og hvatt leiðtoga heimsins til þess að grípa tafarlaust til aðgerða í loftslagsmálum. Í ávarpinu sagði Trump að umhverfismál væru honum mjög mikilvæg. Þannig minntist hann á það að hann væri stuðningsmaður áætlana um að planta billjónum trjá um heim allan á næstkomandi árum til að binda kolefni. „Það sem ég vil er hreinasta vatnið og hreinasta loftið,“ sagði Trump. Thunberg svaraði Trump í sömu mynt, án þess að nefna hann á nafn. Hún varaði leiðtog heimsins við aðgerðarleysi. „Ég velti því fyrir mér hvað þið ætlið að segja börnum ykkar að hafi verið ástæðan fyrir því að ykkur mistókst og að þið skilduð þau eftir til þess að glíma við loftslagsógnina sem er af ykkar völdum,“ sagði Thunberg og bætti við. „Þið segið: Við munum ekki bregðast ykkur. Ekki vera svona svartsýn. Svo er það bara þögn.“ Donald Trump Loftslagsmál Sviss Tengdar fréttir Greta sakaði leiðtoga um aðgerðarleysi Sænski loftslagsaðgerðasinninn Greta Thunberg ávarpaði gesti á fundi Alþjóðaefnahagsráðsins í Davos í Sviss í morgun og gagnrýndi hún leiðtoga fyrir aðgerðarleysi. 21. janúar 2020 10:50 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Franska ríkisstjórnin fallin Ákæra forsetann formlega vegna herlaga Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ávarpaði í dag þátttakenndur á efnahagsráðstefnunni í Davos í Sviss. Þar varaði hann við þeim sem hann nefndi „heimsendaspámenn“ í tengslum við loftslagsbreytingar. Hin árlega ráðstefna helstu áhrifamanna heimsins snýst að þessu sinni um sjálfbærni og þó að Trump hafi að mestu nýtt ræðutíma sinn í að þylja upp það sem hann telur vera helstu afrek Bandaríkjastjórnar undir hans stjórn ræddi hann stuttlega um umræðu um loftslagsbreytingar. Hvatti hann meðal annars viðstadda til þess að hafna málflutningi „heimsendaspámanna“ sem spá miklum hamförum verði ekkert að gert til þess að stemma stigu við loftslagsbreytingar af mannavöldum. „Þessir spámenn vilja alltaf það sama. Algjör völd til þess að drottna yfir, umbreyta og stjórna því hvernig við lifum lífinu,“ sagði Trump. Erlendir fréttamiðlar hafa sett ummæli Trump í samhengi við það að aðgerðarsinninn sænski Greta Thunberg, sem er sautján ára, var viðstödd ávarp Trump. Hún hefur margsinnis gagnrýnt forsetans og hvatt leiðtoga heimsins til þess að grípa tafarlaust til aðgerða í loftslagsmálum. Í ávarpinu sagði Trump að umhverfismál væru honum mjög mikilvæg. Þannig minntist hann á það að hann væri stuðningsmaður áætlana um að planta billjónum trjá um heim allan á næstkomandi árum til að binda kolefni. „Það sem ég vil er hreinasta vatnið og hreinasta loftið,“ sagði Trump. Thunberg svaraði Trump í sömu mynt, án þess að nefna hann á nafn. Hún varaði leiðtog heimsins við aðgerðarleysi. „Ég velti því fyrir mér hvað þið ætlið að segja börnum ykkar að hafi verið ástæðan fyrir því að ykkur mistókst og að þið skilduð þau eftir til þess að glíma við loftslagsógnina sem er af ykkar völdum,“ sagði Thunberg og bætti við. „Þið segið: Við munum ekki bregðast ykkur. Ekki vera svona svartsýn. Svo er það bara þögn.“
Donald Trump Loftslagsmál Sviss Tengdar fréttir Greta sakaði leiðtoga um aðgerðarleysi Sænski loftslagsaðgerðasinninn Greta Thunberg ávarpaði gesti á fundi Alþjóðaefnahagsráðsins í Davos í Sviss í morgun og gagnrýndi hún leiðtoga fyrir aðgerðarleysi. 21. janúar 2020 10:50 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Franska ríkisstjórnin fallin Ákæra forsetann formlega vegna herlaga Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Sjá meira
Greta sakaði leiðtoga um aðgerðarleysi Sænski loftslagsaðgerðasinninn Greta Thunberg ávarpaði gesti á fundi Alþjóðaefnahagsráðsins í Davos í Sviss í morgun og gagnrýndi hún leiðtoga fyrir aðgerðarleysi. 21. janúar 2020 10:50