Brexit í kvöld: Áhrifin engin fyrir Íslendinga í Bretlandi fram að áramótum Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 31. janúar 2020 18:45 Þrjú og hálft ár er liðið frá því breska þjóðin samþykkti í þjóðaratkvæðagreiðslu að ganga út úr ESB. Undanfarin misseri hafa einkennst af ringulreið og upplausn. Bretar hafa í tvígang boðað snemma til kosninga á þessu tímabili, tvisvar hefur verið skipt um forsætisráðherra og í tvö skipti var útgöngu frestað eftir að breska þingið felldi samninga sem höfðu náðst við Evrópusambandið um útgönguna. En nú er komið að útgöngu, klukkan 11 í kvöld. Boris Johnson forsætisráðherra hyggst ræða um framtíðina í ávarpi klukkustund fyrr. Ljóst er að Bretar munu áfram fara eftir Evrópureglugerðum til ársloka en eftir útgönguna tekur við svokallað aðlögunartímabil. Einnig á eftir að semja við Evrópusambandið um framtíðarsamband, meðal annars gera fríverslunarsamning. Michael Nevin er sendiherra Breta á Íslandi.Vísir/Sigurjón Staða Íslendinga úti Útganga Bretlands úr Evrópusambandinu er fordæmalaus, enda hefur ekkert ríki stigið þetta skref áður. Fjöldi Íslendinga býr nú á Bretlandi. Nokkur óvissa er um framtíðina. Michael Nevin, sendiherra Bretlands á Íslandi, segir að í raun breytist ekki neytt. „Vegna þess að fram að áramótum verðum við áfram eins og Evrópusambandsríki. „Það breytist í sjálfu sér ekki neitt. Íslendingar í Bretlandi þurfa hins vegar að skrá sig, þeir sem eru ekki búnir að því,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra. Íslendingar úti þurfa sem sagt að sækja um dvalarleyfi, svokallaðan settled status. Stefán Haukur Jóhannesson, sendiherra í Lundúnum, segir umsóknarfrest vera til 30. júní á næsta ári. Talið sé að Íslendingar á Bretlandi séu um tvö til þrjú þúsund. Ellefu hundruð hafi sótt um nú þegar. Hann hvetur fólk til að sækja um sem fyrst. „Það er lítið mál að gera þetta, það er app,“ segir Stefán. Nevin tekur sömuleiðis fram að Bretland verði áfram opið íslenskum ferðamönnum. „Til ársloka breytist ekkert í því samhengi. Þar til eftir 31. desember 2020. Þá verða einhverjar nýjar reglur, en Bretland verður áfram opið Íslendingum.“ Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra.Vísir/Sigurjón Sjávarútvegsmál ofarlega í huga Utanríkisráðherra segir næsta skref eftir útgönguna að semja um framtíðarfyrirkomulag samskipta ríkjanna. Vilji sé til að hafa þau náin. Hann segir viðskiptamálin vera kjarnahagsmuni og nefnir til dæmis sjávarútvegsmál. „Eitt af því sem við höfum lagt áherslu á er að fá betri aðgang en við höfum núna í gegnum EES-samninginn þegar kemur að sjávarafurðum. Því þótt aðgangurinn sé góður er ekki um að ræða fullt tollfrelsi,“ segir Guðlaugur. Nevin segir að bæði ríki séu fríverslunarþenkjandi. „Við kunnum illa við tolla og viljum hafa gildi fríverslunar í hávegum. Þess vegna viljum við viðskiptasamkomulag sem skapar ekki hindranir á milli okkar.“ Bretland Brexit Utanríkismál Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Fleiri fréttir Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Sjá meira
Þrjú og hálft ár er liðið frá því breska þjóðin samþykkti í þjóðaratkvæðagreiðslu að ganga út úr ESB. Undanfarin misseri hafa einkennst af ringulreið og upplausn. Bretar hafa í tvígang boðað snemma til kosninga á þessu tímabili, tvisvar hefur verið skipt um forsætisráðherra og í tvö skipti var útgöngu frestað eftir að breska þingið felldi samninga sem höfðu náðst við Evrópusambandið um útgönguna. En nú er komið að útgöngu, klukkan 11 í kvöld. Boris Johnson forsætisráðherra hyggst ræða um framtíðina í ávarpi klukkustund fyrr. Ljóst er að Bretar munu áfram fara eftir Evrópureglugerðum til ársloka en eftir útgönguna tekur við svokallað aðlögunartímabil. Einnig á eftir að semja við Evrópusambandið um framtíðarsamband, meðal annars gera fríverslunarsamning. Michael Nevin er sendiherra Breta á Íslandi.Vísir/Sigurjón Staða Íslendinga úti Útganga Bretlands úr Evrópusambandinu er fordæmalaus, enda hefur ekkert ríki stigið þetta skref áður. Fjöldi Íslendinga býr nú á Bretlandi. Nokkur óvissa er um framtíðina. Michael Nevin, sendiherra Bretlands á Íslandi, segir að í raun breytist ekki neytt. „Vegna þess að fram að áramótum verðum við áfram eins og Evrópusambandsríki. „Það breytist í sjálfu sér ekki neitt. Íslendingar í Bretlandi þurfa hins vegar að skrá sig, þeir sem eru ekki búnir að því,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra. Íslendingar úti þurfa sem sagt að sækja um dvalarleyfi, svokallaðan settled status. Stefán Haukur Jóhannesson, sendiherra í Lundúnum, segir umsóknarfrest vera til 30. júní á næsta ári. Talið sé að Íslendingar á Bretlandi séu um tvö til þrjú þúsund. Ellefu hundruð hafi sótt um nú þegar. Hann hvetur fólk til að sækja um sem fyrst. „Það er lítið mál að gera þetta, það er app,“ segir Stefán. Nevin tekur sömuleiðis fram að Bretland verði áfram opið íslenskum ferðamönnum. „Til ársloka breytist ekkert í því samhengi. Þar til eftir 31. desember 2020. Þá verða einhverjar nýjar reglur, en Bretland verður áfram opið Íslendingum.“ Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra.Vísir/Sigurjón Sjávarútvegsmál ofarlega í huga Utanríkisráðherra segir næsta skref eftir útgönguna að semja um framtíðarfyrirkomulag samskipta ríkjanna. Vilji sé til að hafa þau náin. Hann segir viðskiptamálin vera kjarnahagsmuni og nefnir til dæmis sjávarútvegsmál. „Eitt af því sem við höfum lagt áherslu á er að fá betri aðgang en við höfum núna í gegnum EES-samninginn þegar kemur að sjávarafurðum. Því þótt aðgangurinn sé góður er ekki um að ræða fullt tollfrelsi,“ segir Guðlaugur. Nevin segir að bæði ríki séu fríverslunarþenkjandi. „Við kunnum illa við tolla og viljum hafa gildi fríverslunar í hávegum. Þess vegna viljum við viðskiptasamkomulag sem skapar ekki hindranir á milli okkar.“
Bretland Brexit Utanríkismál Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Fleiri fréttir Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Sjá meira