Brexit í kvöld: Áhrifin engin fyrir Íslendinga í Bretlandi fram að áramótum Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 31. janúar 2020 18:45 Þrjú og hálft ár er liðið frá því breska þjóðin samþykkti í þjóðaratkvæðagreiðslu að ganga út úr ESB. Undanfarin misseri hafa einkennst af ringulreið og upplausn. Bretar hafa í tvígang boðað snemma til kosninga á þessu tímabili, tvisvar hefur verið skipt um forsætisráðherra og í tvö skipti var útgöngu frestað eftir að breska þingið felldi samninga sem höfðu náðst við Evrópusambandið um útgönguna. En nú er komið að útgöngu, klukkan 11 í kvöld. Boris Johnson forsætisráðherra hyggst ræða um framtíðina í ávarpi klukkustund fyrr. Ljóst er að Bretar munu áfram fara eftir Evrópureglugerðum til ársloka en eftir útgönguna tekur við svokallað aðlögunartímabil. Einnig á eftir að semja við Evrópusambandið um framtíðarsamband, meðal annars gera fríverslunarsamning. Michael Nevin er sendiherra Breta á Íslandi.Vísir/Sigurjón Staða Íslendinga úti Útganga Bretlands úr Evrópusambandinu er fordæmalaus, enda hefur ekkert ríki stigið þetta skref áður. Fjöldi Íslendinga býr nú á Bretlandi. Nokkur óvissa er um framtíðina. Michael Nevin, sendiherra Bretlands á Íslandi, segir að í raun breytist ekki neytt. „Vegna þess að fram að áramótum verðum við áfram eins og Evrópusambandsríki. „Það breytist í sjálfu sér ekki neitt. Íslendingar í Bretlandi þurfa hins vegar að skrá sig, þeir sem eru ekki búnir að því,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra. Íslendingar úti þurfa sem sagt að sækja um dvalarleyfi, svokallaðan settled status. Stefán Haukur Jóhannesson, sendiherra í Lundúnum, segir umsóknarfrest vera til 30. júní á næsta ári. Talið sé að Íslendingar á Bretlandi séu um tvö til þrjú þúsund. Ellefu hundruð hafi sótt um nú þegar. Hann hvetur fólk til að sækja um sem fyrst. „Það er lítið mál að gera þetta, það er app,“ segir Stefán. Nevin tekur sömuleiðis fram að Bretland verði áfram opið íslenskum ferðamönnum. „Til ársloka breytist ekkert í því samhengi. Þar til eftir 31. desember 2020. Þá verða einhverjar nýjar reglur, en Bretland verður áfram opið Íslendingum.“ Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra.Vísir/Sigurjón Sjávarútvegsmál ofarlega í huga Utanríkisráðherra segir næsta skref eftir útgönguna að semja um framtíðarfyrirkomulag samskipta ríkjanna. Vilji sé til að hafa þau náin. Hann segir viðskiptamálin vera kjarnahagsmuni og nefnir til dæmis sjávarútvegsmál. „Eitt af því sem við höfum lagt áherslu á er að fá betri aðgang en við höfum núna í gegnum EES-samninginn þegar kemur að sjávarafurðum. Því þótt aðgangurinn sé góður er ekki um að ræða fullt tollfrelsi,“ segir Guðlaugur. Nevin segir að bæði ríki séu fríverslunarþenkjandi. „Við kunnum illa við tolla og viljum hafa gildi fríverslunar í hávegum. Þess vegna viljum við viðskiptasamkomulag sem skapar ekki hindranir á milli okkar.“ Bretland Brexit Utanríkismál Mest lesið Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Fleiri fréttir Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Sjá meira
Þrjú og hálft ár er liðið frá því breska þjóðin samþykkti í þjóðaratkvæðagreiðslu að ganga út úr ESB. Undanfarin misseri hafa einkennst af ringulreið og upplausn. Bretar hafa í tvígang boðað snemma til kosninga á þessu tímabili, tvisvar hefur verið skipt um forsætisráðherra og í tvö skipti var útgöngu frestað eftir að breska þingið felldi samninga sem höfðu náðst við Evrópusambandið um útgönguna. En nú er komið að útgöngu, klukkan 11 í kvöld. Boris Johnson forsætisráðherra hyggst ræða um framtíðina í ávarpi klukkustund fyrr. Ljóst er að Bretar munu áfram fara eftir Evrópureglugerðum til ársloka en eftir útgönguna tekur við svokallað aðlögunartímabil. Einnig á eftir að semja við Evrópusambandið um framtíðarsamband, meðal annars gera fríverslunarsamning. Michael Nevin er sendiherra Breta á Íslandi.Vísir/Sigurjón Staða Íslendinga úti Útganga Bretlands úr Evrópusambandinu er fordæmalaus, enda hefur ekkert ríki stigið þetta skref áður. Fjöldi Íslendinga býr nú á Bretlandi. Nokkur óvissa er um framtíðina. Michael Nevin, sendiherra Bretlands á Íslandi, segir að í raun breytist ekki neytt. „Vegna þess að fram að áramótum verðum við áfram eins og Evrópusambandsríki. „Það breytist í sjálfu sér ekki neitt. Íslendingar í Bretlandi þurfa hins vegar að skrá sig, þeir sem eru ekki búnir að því,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra. Íslendingar úti þurfa sem sagt að sækja um dvalarleyfi, svokallaðan settled status. Stefán Haukur Jóhannesson, sendiherra í Lundúnum, segir umsóknarfrest vera til 30. júní á næsta ári. Talið sé að Íslendingar á Bretlandi séu um tvö til þrjú þúsund. Ellefu hundruð hafi sótt um nú þegar. Hann hvetur fólk til að sækja um sem fyrst. „Það er lítið mál að gera þetta, það er app,“ segir Stefán. Nevin tekur sömuleiðis fram að Bretland verði áfram opið íslenskum ferðamönnum. „Til ársloka breytist ekkert í því samhengi. Þar til eftir 31. desember 2020. Þá verða einhverjar nýjar reglur, en Bretland verður áfram opið Íslendingum.“ Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra.Vísir/Sigurjón Sjávarútvegsmál ofarlega í huga Utanríkisráðherra segir næsta skref eftir útgönguna að semja um framtíðarfyrirkomulag samskipta ríkjanna. Vilji sé til að hafa þau náin. Hann segir viðskiptamálin vera kjarnahagsmuni og nefnir til dæmis sjávarútvegsmál. „Eitt af því sem við höfum lagt áherslu á er að fá betri aðgang en við höfum núna í gegnum EES-samninginn þegar kemur að sjávarafurðum. Því þótt aðgangurinn sé góður er ekki um að ræða fullt tollfrelsi,“ segir Guðlaugur. Nevin segir að bæði ríki séu fríverslunarþenkjandi. „Við kunnum illa við tolla og viljum hafa gildi fríverslunar í hávegum. Þess vegna viljum við viðskiptasamkomulag sem skapar ekki hindranir á milli okkar.“
Bretland Brexit Utanríkismál Mest lesið Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Fleiri fréttir Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Sjá meira