Maður sakfelldur fyrir að reyna að stela Magna Carta Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 30. janúar 2020 21:53 Rekja má þetta rit Magna Carta aftur til ársins 1215 þegar bálkurinn var samþykktur. epa/VICKIE FLORES Maður á fimmtugsaldri var sakfelldur fyrir að hafa gert tilraun til að stela afriti af Magna Carta frá dómkirkjunni í Salisbury í Bretlandi. Magna Carta er enskur lagabálkur frá árinu 1215 sem takmarkaði völd konungs og er elsti vísir að þingræði sem til er. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins. Mark Royden, 47 ára gamall raðþjófur, beitti hamri til að reyna að brjóta glerkassann sem verndaði ritið en honum mistókst ætlunarverkið. Ritið umrædda er afrit af upprunalega Magna Carta bálkinum en er engu að síður 805 ára gamalt. Brot eftir hamarhöggin sem Royden lét dynja á varnarglerinu þegar hann reyndi að stela ritinu.epa/VICKIE FLORES Kviðdómendur við krúnudóminn í Salisbury sakfelldu hann einnig fyrir eignaspjöll. Royden sagði í samtali við lögreglu að hann tryði að ritið væri falsað. Ránstilraunin, sem olli rúmra 2,3 milljóna króna eignartjóna, var gerð í október 2018 í miðaldarsafni kirkjunnar þar sem ritið var til sýnis. Royden var handtekinn eftir að hafa verið eltur uppi og haldið af „góðvilja“ vegfarendum. Richard Parkes QC, dómari í málinu, sagði við kviðdómendur: „Það er kaldhæðnislegt að sá kafli Magna Carta sem verjandinn er sakaður um að reyna að stela segir að enginn frjáls maður megi vera fangelsaður nema hann sé dæmdur á lögmætan hátt af jafningjum hans.“ Hann bætti því við að Magna Carta rit dómkirkjunnar í Salisbury væri talið ósvikið og væri gríðarlega mikilvægt rit og eitt af fjórum sem væri frá árinu 1215. Hægt væri að rekja ritin fjögur aftur til fundar Jóns konungs og barónanna við Runnymede. Royden hefur á baki sér 23 aðrar sakfellingar fyrir 51 brot, þar á meðal þjófnað og eignaspjöll. Hann varð fyrir heilaskaða þegar hann lenti í bílslysi árið 1991. Bretland England Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Innlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Erlent Fleiri fréttir Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Sjá meira
Maður á fimmtugsaldri var sakfelldur fyrir að hafa gert tilraun til að stela afriti af Magna Carta frá dómkirkjunni í Salisbury í Bretlandi. Magna Carta er enskur lagabálkur frá árinu 1215 sem takmarkaði völd konungs og er elsti vísir að þingræði sem til er. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins. Mark Royden, 47 ára gamall raðþjófur, beitti hamri til að reyna að brjóta glerkassann sem verndaði ritið en honum mistókst ætlunarverkið. Ritið umrædda er afrit af upprunalega Magna Carta bálkinum en er engu að síður 805 ára gamalt. Brot eftir hamarhöggin sem Royden lét dynja á varnarglerinu þegar hann reyndi að stela ritinu.epa/VICKIE FLORES Kviðdómendur við krúnudóminn í Salisbury sakfelldu hann einnig fyrir eignaspjöll. Royden sagði í samtali við lögreglu að hann tryði að ritið væri falsað. Ránstilraunin, sem olli rúmra 2,3 milljóna króna eignartjóna, var gerð í október 2018 í miðaldarsafni kirkjunnar þar sem ritið var til sýnis. Royden var handtekinn eftir að hafa verið eltur uppi og haldið af „góðvilja“ vegfarendum. Richard Parkes QC, dómari í málinu, sagði við kviðdómendur: „Það er kaldhæðnislegt að sá kafli Magna Carta sem verjandinn er sakaður um að reyna að stela segir að enginn frjáls maður megi vera fangelsaður nema hann sé dæmdur á lögmætan hátt af jafningjum hans.“ Hann bætti því við að Magna Carta rit dómkirkjunnar í Salisbury væri talið ósvikið og væri gríðarlega mikilvægt rit og eitt af fjórum sem væri frá árinu 1215. Hægt væri að rekja ritin fjögur aftur til fundar Jóns konungs og barónanna við Runnymede. Royden hefur á baki sér 23 aðrar sakfellingar fyrir 51 brot, þar á meðal þjófnað og eignaspjöll. Hann varð fyrir heilaskaða þegar hann lenti í bílslysi árið 1991.
Bretland England Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Innlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Erlent Fleiri fréttir Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Sjá meira