Mikið af sjóbirting við Lýsu Karl Lúðvíksson skrifar 17. ágúst 2020 14:44 Sjóbirtingur Mynd: Vísir Það er kannski ekki alveg kominn tími á sjóbirtinginn en við erum engu að síður að fá fréttir af nokkrum minni svæðunum og þar gengur vel. Vatnasvæði Lýsu virðist til að mynda vera ansi líflegt en eftir rigningar síðustu viku virðist vera fiskur út um allt. Það er mikið af 1-3 punda birting og inná milli liggja síðan laxar og mun víðar en vanalega samkvæmt vönum mönnum. Að sama skapi erum við að fá fréttir af fyrstu birtingunum í Leirá og síðan er búin að vera fín veiði á Hrauni í Ölfusi. Þeir sem hafa átt leið um Varmá segja að þar sé mikið af sjóbirting en mest af honum er 1-3 pund. Inná milli sjást þó stærri fiskar en fyrir þá sem vilja læra á Varmánna er frábært að kasta á minni sjóbirtinginn því hann getur verið mun tökuglaðari en stærri fiskurinn. Það verður spennandi að sjá hvernig göngurnar verða síðan þegar aðaltíminn byrjar en ef þetta gefur forsmekkinn af því gæti sjóbirtingsveiðin orðið flott í haust. Stangveiði Mest lesið Smálaxakenningin er ágætis óskhyggja Veiði Vilja að skotveiðimenn hafi raunveruleg áhrif Veiði Skortur á leiðsögumönnum við laxveiðiárnar Veiði Urriðarnir farnir að taka í Þjóðgarðinum Veiði Tærleiki Þingvallavatns niður í B-flokk Veiði Uppselt í Hítará Veiði Gersemar á bókamörkuðum Veiði Landnám laxa í Selá gengur vonum framar Veiði Breytingar á laxastiga við Steinboga í biðstöðu Veiði Mikil veiði í Sléttuhlíðarvatni Veiði
Það er kannski ekki alveg kominn tími á sjóbirtinginn en við erum engu að síður að fá fréttir af nokkrum minni svæðunum og þar gengur vel. Vatnasvæði Lýsu virðist til að mynda vera ansi líflegt en eftir rigningar síðustu viku virðist vera fiskur út um allt. Það er mikið af 1-3 punda birting og inná milli liggja síðan laxar og mun víðar en vanalega samkvæmt vönum mönnum. Að sama skapi erum við að fá fréttir af fyrstu birtingunum í Leirá og síðan er búin að vera fín veiði á Hrauni í Ölfusi. Þeir sem hafa átt leið um Varmá segja að þar sé mikið af sjóbirting en mest af honum er 1-3 pund. Inná milli sjást þó stærri fiskar en fyrir þá sem vilja læra á Varmánna er frábært að kasta á minni sjóbirtinginn því hann getur verið mun tökuglaðari en stærri fiskurinn. Það verður spennandi að sjá hvernig göngurnar verða síðan þegar aðaltíminn byrjar en ef þetta gefur forsmekkinn af því gæti sjóbirtingsveiðin orðið flott í haust.
Stangveiði Mest lesið Smálaxakenningin er ágætis óskhyggja Veiði Vilja að skotveiðimenn hafi raunveruleg áhrif Veiði Skortur á leiðsögumönnum við laxveiðiárnar Veiði Urriðarnir farnir að taka í Þjóðgarðinum Veiði Tærleiki Þingvallavatns niður í B-flokk Veiði Uppselt í Hítará Veiði Gersemar á bókamörkuðum Veiði Landnám laxa í Selá gengur vonum framar Veiði Breytingar á laxastiga við Steinboga í biðstöðu Veiði Mikil veiði í Sléttuhlíðarvatni Veiði