Sigríður segir skjóta skökku við að íslenski dómarinn endurmeti eigin dóm Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 9. febrúar 2020 18:00 „Ég lít nú á þennan dómstól svolítið eins og hefur verið rætt, síðustu fjörutíu árin hefur hann verið að fara aðrar leiðir en hefðbundnir dómstólar gera og sérstaklega undanfarin tíu ár, í því sem hefur verið kallað meðal lögfræðinga lifandi túlkun á mannréttindasáttmálanum og það er svona eins og dómstóllinn hafi mikinn áhuga á því að dæma ekki bara samkvæmt sáttmálanum eftir orðanna hljóðan eða eins og hann var túlkaður í upphafi þegar aðildarríkin gengust undir hann á sínum tíma heldur hefur það verið dálítið kappsmál hjá dómstólnum að fara inn á svið stefnumótunar og stefnumörkunar meðal aðildarríkjanna.“ Þetta sagði Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi dómsmálaráðherra í Víglínunni í dag. Til umræðu var Landsréttarmálið svokallaða sem verið er að taka fyrir hjá yfirdeild Mannréttindadómstóli Evrópu. Sigríður fór út til að fylgjast með málinu en málið snertir á embættisfærslum hennar þegar hún var dómsmálaráðherra. Sigríður sagði aðildarríkin hafa gagnrýnt þetta fyrirkomulag innan dómstólsins harðlega, og uppi hafi verið ákveðin spenna innan dómstólsins. „Mér finnst skjóta skökku við að það skuli vera sami dómari sem sitji í undirréttinum, íslenski dómarinn, og hann sitji aftur í yfirdeildinni. Þetta er í samræmi við reglur dómstólsins og er kannski regla á gömlu meiði.“ Segir Sigríði þyrla upp vantrausti á Mannréttindadómstólinn Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar svarar þessari gagnrýni: „Þetta eru þær reglur sem hafa verið ákveðnar og það eru öll aðildarríki dómstólsins sem taka ákvörðun um að hafa það með þessum hætti. Það eru tveir dómarar sem fylgja málinu upp í yfirdeildina. Þetta er bara samkvæmt reglunum og þeim lögum sem við höfum sett okkur.“ „Ég átta mig ekki á því af hverju á að vera að gera þetta tortryggilegt á þessu stigi þegar það hefur ekki verið gert í öðru m málum. Þetta gagnast auðvitað þeim sem vilja þyrla upp einhvers konar ryki og þyrla upp einhvers konar vantrausti á þessum dómstól og Sigríður hefur verið að gera það frá því að niðurstaðan kom í mars í fyrra,“ bætir Helga við. „Svo það sé ekki verið að þvæla mönnum í þessu máli, það er ekki rétt að það hafi verið tveir dómarar færður upp úr undirrétti í yfir-, það var bara íslenski dómarinn sem situr aftur í yfirdeildinni. Forseti Mannréttindadómstólsins hann sat ekki í undirrétti hann situr alltaf í yfirdeildinni og ég bendi á þetta vegna þess að þetta lýtur auðvitað að réttlátri málsmeðferð líka,“ svarar Sigríður. Fimm dómarar til viðbótar sem hægt er að leita til Sigríður gagnrýnir það harðlega að íslenski dómarinn skyldi fylgja málinu upp í efri deild, aðeins íslenski dómarinn hafi fylgt málinu og sé það ankannalegt að dómari skyldi endurskoða sína eigin niðurstöðu. Það sé sérstaklega ankannalegt þar sem aðildarríkin öll tilnefni fimm aðra dómara til hliðar við þann sem sitji og kalla hefði átt á annan dómara til að taka við málinu í efri deild. „Hæstiréttur kemst að þessari niðurstöðu í desember 2017 að ég hafi ekki rannsakað málið nægilega. Hæstiréttur kemst hins vegar að því stuttu seinna að þrátt fyrir þetta þá sé þetta ekki þannig annmarki að hafi varðað lögmæti skipunar dómaranna og ekki heldur að Alþingi hafi ákveðið, sem ég kom ekkert nálægt, Alþingi ákvað að greiða í einu lagi um fimmtán tillögur í stað þess að bera hverja og eina tillögu upp fyrir sig,“ segir Sigríður og vísar í dóm Hæstaréttar sem féll í desember 2017 um skipun dómara við Landsrétt. „Ef þetta væri svona einfalt held ég að það hefði nú ekki verið farin þessi leið að leita alla leið til Strassburg til Mannréttindadómstólsins. Þá hefði neðri deildin þar heldur ekki komist að þeirri niðurstöðu um að brotin hefði verið 6. grein Mannréttindasáttmála Evrópu. Ef þetta væri eins og fyrrverandi dómsmálaráðherra er að halda fram hérna værum við auðvitað ekki að verða vitni að því sem við erum að verða vitni að,“ svarar Helga Vala. Dómstólar Landsréttarmálið Víglínan Tengdar fréttir Segir suma dómara yfirdeildar Mannréttindadómstólsins hafa haft áhyggjur af pólitískum afskiptum Kjartan Bjarni Björgvinsson, formaður dómarafélags Íslands, sat málsmeðferðina í Strassborg í dag. Hann segir athyglisverðasta þátt málsins vera spurningar dómara yfirdeildarinnar. 5. febrúar 2020 12:03 Þyngra en tárum taki að dómarar séu settir á hliðarlínuna Komist Mannréttindadómstóll Evrópu að þeirri niðurstöðu að allir dómarar við Landsrétt séu ranglega skipaðir gæti verið tilefni til að hafa áhyggur af dómum sem kveðnir hafa verið upp hjá dómstólnum að mati formanns dómarafélagsins. 9. febrúar 2020 12:44 Mannréttindadómstóllinn og verkfallsaðgerðir Eflingar í Víglínunni Í vikunni fór fram málflutningur í Landsréttarmálinu svokallaða fyrir yfirdeild Mannréttindadómstóls Evrópu. 9. febrúar 2020 16:45 Mest lesið Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Innlent Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Innlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Fleiri fréttir Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Sjá meira
„Ég lít nú á þennan dómstól svolítið eins og hefur verið rætt, síðustu fjörutíu árin hefur hann verið að fara aðrar leiðir en hefðbundnir dómstólar gera og sérstaklega undanfarin tíu ár, í því sem hefur verið kallað meðal lögfræðinga lifandi túlkun á mannréttindasáttmálanum og það er svona eins og dómstóllinn hafi mikinn áhuga á því að dæma ekki bara samkvæmt sáttmálanum eftir orðanna hljóðan eða eins og hann var túlkaður í upphafi þegar aðildarríkin gengust undir hann á sínum tíma heldur hefur það verið dálítið kappsmál hjá dómstólnum að fara inn á svið stefnumótunar og stefnumörkunar meðal aðildarríkjanna.“ Þetta sagði Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi dómsmálaráðherra í Víglínunni í dag. Til umræðu var Landsréttarmálið svokallaða sem verið er að taka fyrir hjá yfirdeild Mannréttindadómstóli Evrópu. Sigríður fór út til að fylgjast með málinu en málið snertir á embættisfærslum hennar þegar hún var dómsmálaráðherra. Sigríður sagði aðildarríkin hafa gagnrýnt þetta fyrirkomulag innan dómstólsins harðlega, og uppi hafi verið ákveðin spenna innan dómstólsins. „Mér finnst skjóta skökku við að það skuli vera sami dómari sem sitji í undirréttinum, íslenski dómarinn, og hann sitji aftur í yfirdeildinni. Þetta er í samræmi við reglur dómstólsins og er kannski regla á gömlu meiði.“ Segir Sigríði þyrla upp vantrausti á Mannréttindadómstólinn Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar svarar þessari gagnrýni: „Þetta eru þær reglur sem hafa verið ákveðnar og það eru öll aðildarríki dómstólsins sem taka ákvörðun um að hafa það með þessum hætti. Það eru tveir dómarar sem fylgja málinu upp í yfirdeildina. Þetta er bara samkvæmt reglunum og þeim lögum sem við höfum sett okkur.“ „Ég átta mig ekki á því af hverju á að vera að gera þetta tortryggilegt á þessu stigi þegar það hefur ekki verið gert í öðru m málum. Þetta gagnast auðvitað þeim sem vilja þyrla upp einhvers konar ryki og þyrla upp einhvers konar vantrausti á þessum dómstól og Sigríður hefur verið að gera það frá því að niðurstaðan kom í mars í fyrra,“ bætir Helga við. „Svo það sé ekki verið að þvæla mönnum í þessu máli, það er ekki rétt að það hafi verið tveir dómarar færður upp úr undirrétti í yfir-, það var bara íslenski dómarinn sem situr aftur í yfirdeildinni. Forseti Mannréttindadómstólsins hann sat ekki í undirrétti hann situr alltaf í yfirdeildinni og ég bendi á þetta vegna þess að þetta lýtur auðvitað að réttlátri málsmeðferð líka,“ svarar Sigríður. Fimm dómarar til viðbótar sem hægt er að leita til Sigríður gagnrýnir það harðlega að íslenski dómarinn skyldi fylgja málinu upp í efri deild, aðeins íslenski dómarinn hafi fylgt málinu og sé það ankannalegt að dómari skyldi endurskoða sína eigin niðurstöðu. Það sé sérstaklega ankannalegt þar sem aðildarríkin öll tilnefni fimm aðra dómara til hliðar við þann sem sitji og kalla hefði átt á annan dómara til að taka við málinu í efri deild. „Hæstiréttur kemst að þessari niðurstöðu í desember 2017 að ég hafi ekki rannsakað málið nægilega. Hæstiréttur kemst hins vegar að því stuttu seinna að þrátt fyrir þetta þá sé þetta ekki þannig annmarki að hafi varðað lögmæti skipunar dómaranna og ekki heldur að Alþingi hafi ákveðið, sem ég kom ekkert nálægt, Alþingi ákvað að greiða í einu lagi um fimmtán tillögur í stað þess að bera hverja og eina tillögu upp fyrir sig,“ segir Sigríður og vísar í dóm Hæstaréttar sem féll í desember 2017 um skipun dómara við Landsrétt. „Ef þetta væri svona einfalt held ég að það hefði nú ekki verið farin þessi leið að leita alla leið til Strassburg til Mannréttindadómstólsins. Þá hefði neðri deildin þar heldur ekki komist að þeirri niðurstöðu um að brotin hefði verið 6. grein Mannréttindasáttmála Evrópu. Ef þetta væri eins og fyrrverandi dómsmálaráðherra er að halda fram hérna værum við auðvitað ekki að verða vitni að því sem við erum að verða vitni að,“ svarar Helga Vala.
Dómstólar Landsréttarmálið Víglínan Tengdar fréttir Segir suma dómara yfirdeildar Mannréttindadómstólsins hafa haft áhyggjur af pólitískum afskiptum Kjartan Bjarni Björgvinsson, formaður dómarafélags Íslands, sat málsmeðferðina í Strassborg í dag. Hann segir athyglisverðasta þátt málsins vera spurningar dómara yfirdeildarinnar. 5. febrúar 2020 12:03 Þyngra en tárum taki að dómarar séu settir á hliðarlínuna Komist Mannréttindadómstóll Evrópu að þeirri niðurstöðu að allir dómarar við Landsrétt séu ranglega skipaðir gæti verið tilefni til að hafa áhyggur af dómum sem kveðnir hafa verið upp hjá dómstólnum að mati formanns dómarafélagsins. 9. febrúar 2020 12:44 Mannréttindadómstóllinn og verkfallsaðgerðir Eflingar í Víglínunni Í vikunni fór fram málflutningur í Landsréttarmálinu svokallaða fyrir yfirdeild Mannréttindadómstóls Evrópu. 9. febrúar 2020 16:45 Mest lesið Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Innlent Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Innlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Fleiri fréttir Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Sjá meira
Segir suma dómara yfirdeildar Mannréttindadómstólsins hafa haft áhyggjur af pólitískum afskiptum Kjartan Bjarni Björgvinsson, formaður dómarafélags Íslands, sat málsmeðferðina í Strassborg í dag. Hann segir athyglisverðasta þátt málsins vera spurningar dómara yfirdeildarinnar. 5. febrúar 2020 12:03
Þyngra en tárum taki að dómarar séu settir á hliðarlínuna Komist Mannréttindadómstóll Evrópu að þeirri niðurstöðu að allir dómarar við Landsrétt séu ranglega skipaðir gæti verið tilefni til að hafa áhyggur af dómum sem kveðnir hafa verið upp hjá dómstólnum að mati formanns dómarafélagsins. 9. febrúar 2020 12:44
Mannréttindadómstóllinn og verkfallsaðgerðir Eflingar í Víglínunni Í vikunni fór fram málflutningur í Landsréttarmálinu svokallaða fyrir yfirdeild Mannréttindadómstóls Evrópu. 9. febrúar 2020 16:45