Foreldrar transbarna í öngum sínum Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 7. febrúar 2020 15:30 María Bjarnadóttir er móðir transstúlku. Það geti verið lífshættulegt fyrir börnin fái ekki þá þjónustu sem þau þurfa. Transteymi BUGL hefur verið lagt niður og þjónustan verður nú í boði á göngudeild. Mæður transbarna segja þetta lífshættulega ákvörðun og benda á að í lögum um kynrænt sjálfræði sé kveðið á um þverfaglegt transteymi. Í Mannlífi í dag er viðtal við þrjár mæður transbarna sem eru jafnframt í stjórn hagsmunasamtaka foreldra og aðstandenda transbarna og -ungmenna á Íslandi. Þær segja uppnám ríkja meðal fjölskyldna transbarna vegna niðurskurðar á BUGL, barna- og unglingageðdeild Landspítalans. 48 trans börn og ungmenni eru skráð hjá BUGL. Tölvupóstur hafi borist til aðstandenda þar sem kom fram að frá áramótum hafi ekki verið hægt að halda úti transteymi. Transteymið gerir börnunum t.d. kleift að komast á lyf vegna hormónastarfsemi, veitir sálfræðimeðferð og heldur utan um langt og strangt ferlið sem börnin ganga í gegnum. María Bjarnadóttir er móðir transstúlku. Hún bendir á að þetta þetta gangi þvert á ný lög um kynrænt sjálfræði og að viðbótarfé í tengslum við nýju lögin hafi ekki skilað sér til BUGL. „Það stendur í lögunum að það eigi að vera þverfaglegt teymi fyrir transbörn og með þessu er verið að brjóta á þessum börnum og fjölskyldum þeirra.“ María segir að þau börn sem eru þegar komin inn á BUGL fái nú skerta þjónustu og þau börn sem eru ekki enn komin inn fari aftar í röðina. Hún segir hvern dag skipta miklu máli þegar komi að hormónameðferð og sálrænum stuðningi. „Það getur verið lífshættulegt fyrir börnin fái þau ekki þá þjónustu sem þau þurfa. Það skiptir svo miklu máli að geta verið eins og maður upplifir sig.“ Margir foreldrar hafi reynslu af því að sitja yfir börnum sínum vegna þunglyndis og sjálfsvígshættu. Hópurinn þurfi greiðan aðgang að þjónustu. „Þau hafa það ekki ef þetta teymi er lagt niður. Teymið hefur ekki verið upp á sitt besta síðustu árin, helst vegna skorts á fjármagni. Fólk er ekki tilbúið að vera í þessum störfum á þessum launum, hópurinn er búinn að minnka með árunum og endar svona - að teymið er lagt niður,“ segir María Bjarnadóttir. Börn og uppeldi Hinsegin Mest lesið Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Titringur á Alþingi Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Græna gímaldið við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Innlent Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Innlent Fleiri fréttir Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna gímaldið við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Sjá meira
Transteymi BUGL hefur verið lagt niður og þjónustan verður nú í boði á göngudeild. Mæður transbarna segja þetta lífshættulega ákvörðun og benda á að í lögum um kynrænt sjálfræði sé kveðið á um þverfaglegt transteymi. Í Mannlífi í dag er viðtal við þrjár mæður transbarna sem eru jafnframt í stjórn hagsmunasamtaka foreldra og aðstandenda transbarna og -ungmenna á Íslandi. Þær segja uppnám ríkja meðal fjölskyldna transbarna vegna niðurskurðar á BUGL, barna- og unglingageðdeild Landspítalans. 48 trans börn og ungmenni eru skráð hjá BUGL. Tölvupóstur hafi borist til aðstandenda þar sem kom fram að frá áramótum hafi ekki verið hægt að halda úti transteymi. Transteymið gerir börnunum t.d. kleift að komast á lyf vegna hormónastarfsemi, veitir sálfræðimeðferð og heldur utan um langt og strangt ferlið sem börnin ganga í gegnum. María Bjarnadóttir er móðir transstúlku. Hún bendir á að þetta þetta gangi þvert á ný lög um kynrænt sjálfræði og að viðbótarfé í tengslum við nýju lögin hafi ekki skilað sér til BUGL. „Það stendur í lögunum að það eigi að vera þverfaglegt teymi fyrir transbörn og með þessu er verið að brjóta á þessum börnum og fjölskyldum þeirra.“ María segir að þau börn sem eru þegar komin inn á BUGL fái nú skerta þjónustu og þau börn sem eru ekki enn komin inn fari aftar í röðina. Hún segir hvern dag skipta miklu máli þegar komi að hormónameðferð og sálrænum stuðningi. „Það getur verið lífshættulegt fyrir börnin fái þau ekki þá þjónustu sem þau þurfa. Það skiptir svo miklu máli að geta verið eins og maður upplifir sig.“ Margir foreldrar hafi reynslu af því að sitja yfir börnum sínum vegna þunglyndis og sjálfsvígshættu. Hópurinn þurfi greiðan aðgang að þjónustu. „Þau hafa það ekki ef þetta teymi er lagt niður. Teymið hefur ekki verið upp á sitt besta síðustu árin, helst vegna skorts á fjármagni. Fólk er ekki tilbúið að vera í þessum störfum á þessum launum, hópurinn er búinn að minnka með árunum og endar svona - að teymið er lagt niður,“ segir María Bjarnadóttir.
Börn og uppeldi Hinsegin Mest lesið Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Titringur á Alþingi Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Græna gímaldið við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Innlent Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Innlent Fleiri fréttir Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna gímaldið við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Sjá meira