Ragnheiður Sveinsdóttir sem hefur leikið allan sinn feril með Haukum hefur yfirgefið þær rauðklæddu úr Hafnarfirði.
Ragnheiður var ekki að fá þann spiltíma sem hún vildi í Hafnarfirði og ákvað því að skipta yfir í þrefaldra meistara Vals.
„Glórulaust,“ sagði Þorgerður Anna Atladóttir, annar spekinga Seinni bylgjunnar, er farið var yfir félagaskiptin.
Hinn spekingur þáttarins, Hrafnhildur Skúladóttir, segir að hún hefði getað valið um mun meiri spiltíma á öðru stöðum. Í liðum eins og HK og Stjörnunni.
Valur sé með Örnu Sif Pálsdóttur og Hildi Björnsdóttur og svo sé Anna Úrsúla Guðmundsdóttir að gera sig líklega á parketið aftur.
Innslagið má sjá hér að neðan í heild sinni.

