Kenna Ísraelum um að farþegaþota hafi næstum verið skotin niður Samúel Karl Ólason skrifar 7. febrúar 2020 09:22 Ísraelar hafa lengi gert fjölmargar árásir í Sýrlandi sem beinast gegn Írönum þar en í flestum tilfellum tjá þeir sig ekki um árásirnar. EPA/ABIR SULTAN Varnarmálaráðuneyti Rússlands segir stjórnarher Bashar al-Assad næstum því hafa skotið niður farþegaþotu með 172 farþega innanborðs í gær. Flugstjórar hafi neyðst til að lenda flugvélinni á herflugvelli Rússa í Sýrlandi. Ástæða þessa er, samkvæmt Rússum, að á sama tíma voru Ísraelar að gera loftárásir í Sýrlandi og saka Rússar Ísraela um að hafa skýlt sér bakvið farþegaþotuna. Samkvæmt ásökunum Rússa var verið að lenda flugvélinni í Damascus þegar árásir Ísraela hófust. Það sé einungis góðum viðbrögðum flugumferðarstjóra að þakka að ekki hafi illa farið. Talsmaður varnarmálaráðuneytisins sagði einnig að flugmenn Ísrael nýti sér reglulega farþegaþotur þegar skotið væri á þá og skýli sér á bakvið þær. Talsmaðurinn hélt því einnig fram að stjórnarher Sýrlands hafi stöðvað árásir Ísrael. Ísraelar hafa lengi gert fjölmargar árásir í Sýrlandi sem beinast gegn Írönum þar en í flestum tilfellum tjá þeir sig ekki um árásirnar. Mörgum þeirra árása er ætlað að sporna gegn vopnasendingum til Hezbollah, sem Íranar styðja. Þá hafa þeir varað Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, við því að skjóta á orrustuþotur Ísrael. Þá er vert að benda á að árið 2018 skutu hermenn stjórnarhersins rússneska njósnaflugvél niður fyrir mistök, þegar Ísraelar voru að gera loftárásir í Sýrlandi. Fimmtán áhafnarmeðlimir rússnesku flugvélarinnar dóu. Ísraelar neituðu alfarið sök þá. Sjá einnig: Ísrael segir Assad-liðum alfarið um að kenna Þá drógu sérfræðingar verulega í efa að flugmenn Ísrael gætu á einhvern hátt skýlt sér á bakvið aðrar flugvélar og þá sérstaklega svo hægfara flugvélar. Syrian Observatory For Human Rights, sem rekur umfangsmikið net heimildarmanna í Sýrlandi, segir minnst 23 hafa fallið í árásum Ísrael í gær. Þá hafi árásir verið gerðar á þrjú skotmörk. Ríkisstjórn Assad segir þó að loftárásirnar hafi verið stöðvaðar og allar eldflaugarnar hafi verið skotnar niður. Ísrael Rússland Sýrland Mest lesið Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Fleiri fréttir Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Sjá meira
Varnarmálaráðuneyti Rússlands segir stjórnarher Bashar al-Assad næstum því hafa skotið niður farþegaþotu með 172 farþega innanborðs í gær. Flugstjórar hafi neyðst til að lenda flugvélinni á herflugvelli Rússa í Sýrlandi. Ástæða þessa er, samkvæmt Rússum, að á sama tíma voru Ísraelar að gera loftárásir í Sýrlandi og saka Rússar Ísraela um að hafa skýlt sér bakvið farþegaþotuna. Samkvæmt ásökunum Rússa var verið að lenda flugvélinni í Damascus þegar árásir Ísraela hófust. Það sé einungis góðum viðbrögðum flugumferðarstjóra að þakka að ekki hafi illa farið. Talsmaður varnarmálaráðuneytisins sagði einnig að flugmenn Ísrael nýti sér reglulega farþegaþotur þegar skotið væri á þá og skýli sér á bakvið þær. Talsmaðurinn hélt því einnig fram að stjórnarher Sýrlands hafi stöðvað árásir Ísrael. Ísraelar hafa lengi gert fjölmargar árásir í Sýrlandi sem beinast gegn Írönum þar en í flestum tilfellum tjá þeir sig ekki um árásirnar. Mörgum þeirra árása er ætlað að sporna gegn vopnasendingum til Hezbollah, sem Íranar styðja. Þá hafa þeir varað Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, við því að skjóta á orrustuþotur Ísrael. Þá er vert að benda á að árið 2018 skutu hermenn stjórnarhersins rússneska njósnaflugvél niður fyrir mistök, þegar Ísraelar voru að gera loftárásir í Sýrlandi. Fimmtán áhafnarmeðlimir rússnesku flugvélarinnar dóu. Ísraelar neituðu alfarið sök þá. Sjá einnig: Ísrael segir Assad-liðum alfarið um að kenna Þá drógu sérfræðingar verulega í efa að flugmenn Ísrael gætu á einhvern hátt skýlt sér á bakvið aðrar flugvélar og þá sérstaklega svo hægfara flugvélar. Syrian Observatory For Human Rights, sem rekur umfangsmikið net heimildarmanna í Sýrlandi, segir minnst 23 hafa fallið í árásum Ísrael í gær. Þá hafi árásir verið gerðar á þrjú skotmörk. Ríkisstjórn Assad segir þó að loftárásirnar hafi verið stöðvaðar og allar eldflaugarnar hafi verið skotnar niður.
Ísrael Rússland Sýrland Mest lesið Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Fleiri fréttir Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Sjá meira