Hætta við að nota forrit sem setti forval í Iowa í uppnám Kjartan Kjartansson skrifar 5. febrúar 2020 12:00 Pete Buttigieg er efstur ásamt Bernie Sanders í Iowa miðað við þær tölur sem hafa verið gefnar út. Hann og aðrir frambjóðendur eru þegar komnir til New Hampshire þar sem næstu hluti forvalsins fer fram í næstu viku. AP/Elise Amendola Demókrataflokkurinn í Nevada er hættur við að nota snjallforrit til að halda utan um úrslit kjörfunda þar síðar í mánuðinum í ljósi glundroðans sem skapaðist vegna tæknilegra vandamála í Iowa á mánudagskvöld. Endanleg úrslit kjörfunda í forvali demókrata liggja enn ekki fyrir í Iowa. Vandamálum í snjallforriti sem Demókrataflokkurinn lét hanna til að taka við tilkynningum kjörstaða um úrslit hefur verið kennt um miklar tafir í Iowa. Úrslit forvalsins þar áttu að liggja fyrir á aðfararnótt þriðjudags en vegna misræmis í tölum frá kjörstöðum voru engin úrslit gefin út fyrr en í gærkvöldi og þá aðeins fyrir innan við þrjá af hverjum fjórum stöðum. Til stóð að nota snjallforritið umtalaða í forvalinu í Nevada sem fer fram 22. febrúar en það er haldið með svipuðu sniði og í Iowa. Fulltrúar Demókrataflokksins þar segja nú hins vegar að þeir séu hættir við það. „Demókratar í Nevada geta sagt með vissu að það sem gerðist á kjörfundinum í Iowa gerist ekki í Nevada,“ sagði William McCurdy, formaður flokksins þar í yfirlýsingu í gær. Unnið sé að því að þróa aðrar leiðir til að koma úrslitum frá kjörfundum til skila. Reyna að tryggja að úrslitin séu rétt Enn hafa aðeins verið gefnar út tölur fyrir 71% svonefndra kjörfunda í Iowa. Eins og sakir standa fengju Pete Buttigieg, borgarstjóri South Bend í Indiana, og Bernie Sanders, óháður öldungadeildarþingmaður frá Vermont, flesta kjörmenn í Iowa. Elizabeth Warren, öldungadeildarþingmaður frá Massachusetts, er í þriðja sæti og Joe Biden, fyrrverandi varaforseti sem hefur verið með forskot í skoðanakönnunum á landsvísu, í því fjórða. Í gærkvöldi sagði flokkurinn að frekari úrslit yrðu ekki kynnt fyrr en í dag. Troy Price, formaður Demókrataflokks Iowa, baðst afsökunar á töfunum en fullvissaði kjósendur um að tölurnar væru réttar og að úrslitin væru til skjalfest. „Við höfum lagt nótt við nýtan dag til að tryggja að úrslitin séu rétt,“ sagði hann við fréttamenn. Úrslitin í Iowa virðast ætla að verða Sanders hagstæð. Honum er einnig spáð góðu gengi í New Hampshire og Nevada, næstu tveimur áfangastöðunum í forvalinu.AP/Matt Rourke Spenna og togstreita hjá frambjóðendunum Forvalið í Iowa er ekki hefðbundin atkvæðagreiðsla heldur safnast kjósendur saman á samkomustöðum og skipta sér upp í hópa eftir því hvaða frambjóðanda þeir styðja. Frambjóðendur þurfa að hljóta stuðning að minnsta kosti 15% þátttakenda í kjörfundi. Nái þeir ekki því lágmarki mega stuðningsmenn annarra frambjóðenda reyna að sannfæra kjósendur þeirra sem hlutu ekki brautargengi um að slást í þeirra hóp. Eftir þá endurröðun kjósenda fá frambjóðendur kjörmenn á landsfund Demókrataflokksins, sem velur forsetaframbjóðandann, í hlutfalli við vægi kjörfundanna. Ofan á tæknileg vandamál með snjallforritið sem formenn kjörstaða áttu að nota til að senda inn úrslit bættist að forvalið í ár er það fyrsta þar sem demókratar í Iowa gefa upp tölur fyrir allt kjörfundarferlið, alls þrjár mismunandi tölur: fjölda kjósenda hvers frambjóðanda í upphafi, eftir endurröðun kjósenda þegar ógjaldgengir frambjóðendur hafa verið sigtaðir út og að síðustu fjölda kjörmanna sem hver frambjóðandi fékk. Þar til í ár hefur flokkurinn aðeins gefið upp fjölda kjörmanna sem hver frambjóðandi vann sér inn. Ringulreiðin í kringum talninguna í Iowa olli töluverðri spennu og togstreitu á meðal frambjóðendanna. Framboð Biden reyndi að koma í veg fyrir að flokkurinn birti aðeins hluta úrslitanna í gærkvöldi en án árangurs. Buttigieg hrósaði sigri þegar á aðfaranótt þriðjudags þrátt fyrir að flokkurinn hefði ekki birt neinar formlegar tölur um úrslit. Þá hafa ýmsir stuðningsmenn Sanders haldið samsæriskenningum á lofti um að klúðrið með talninguna hafi verið útspil landsnefndar Demókrataflokksins til að skemma fyrir honum. Shadow, fyrirtækið sem þróaði snjallforritið í Iowa, var stofnað af tveimur fyrrverandi starfsmönnum framboðs Hillary Clinton sem Sanders tapaði fyrir í forvalinu árið 2016. Bæði Biden og Buttigieg hafa keypt aðra þjónustu af fyrirtækinu. Framboð Biden sagðist í gær hafa slitið viðskiptasambandi við Shadow í fyrra. Trump forseti og margir áhangendur hans notfærðu sér glundroðann hjá demókrötum til að skjóta á flokkinn og kynda frekar undir samsæriskenningar af þessu tagi. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Buttigieg efstur í forvali Demókrata sem stendur Pete Buttigieg, fyrrverandi borgarstjóri South Bend í Indiana, er sem stendur efstur í forvali Demókrataflokksins í Iowa fyrir forsetakosningarnar sem fara fram í nóvember næstkomandi. 4. febrúar 2020 22:29 Óánægja og tafir í Iowa Miklar tafir hafa orðið á því að hægt sé að greina frá úrslitum í forvali demókrata í Iowa sem fram fór í gær. 4. febrúar 2020 07:00 Vonast til þess að úrslit í fyrsta forvali demókrata liggi fyrir í dag Ringulreið ríkir um úrslit fyrsta forvals demókrata fyrir forsetakosningarnar vegna misræmis í tilkynningum kjörstaða um tölur. 4. febrúar 2020 10:20 Mest lesið Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Fleiri fréttir Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Sjá meira
Demókrataflokkurinn í Nevada er hættur við að nota snjallforrit til að halda utan um úrslit kjörfunda þar síðar í mánuðinum í ljósi glundroðans sem skapaðist vegna tæknilegra vandamála í Iowa á mánudagskvöld. Endanleg úrslit kjörfunda í forvali demókrata liggja enn ekki fyrir í Iowa. Vandamálum í snjallforriti sem Demókrataflokkurinn lét hanna til að taka við tilkynningum kjörstaða um úrslit hefur verið kennt um miklar tafir í Iowa. Úrslit forvalsins þar áttu að liggja fyrir á aðfararnótt þriðjudags en vegna misræmis í tölum frá kjörstöðum voru engin úrslit gefin út fyrr en í gærkvöldi og þá aðeins fyrir innan við þrjá af hverjum fjórum stöðum. Til stóð að nota snjallforritið umtalaða í forvalinu í Nevada sem fer fram 22. febrúar en það er haldið með svipuðu sniði og í Iowa. Fulltrúar Demókrataflokksins þar segja nú hins vegar að þeir séu hættir við það. „Demókratar í Nevada geta sagt með vissu að það sem gerðist á kjörfundinum í Iowa gerist ekki í Nevada,“ sagði William McCurdy, formaður flokksins þar í yfirlýsingu í gær. Unnið sé að því að þróa aðrar leiðir til að koma úrslitum frá kjörfundum til skila. Reyna að tryggja að úrslitin séu rétt Enn hafa aðeins verið gefnar út tölur fyrir 71% svonefndra kjörfunda í Iowa. Eins og sakir standa fengju Pete Buttigieg, borgarstjóri South Bend í Indiana, og Bernie Sanders, óháður öldungadeildarþingmaður frá Vermont, flesta kjörmenn í Iowa. Elizabeth Warren, öldungadeildarþingmaður frá Massachusetts, er í þriðja sæti og Joe Biden, fyrrverandi varaforseti sem hefur verið með forskot í skoðanakönnunum á landsvísu, í því fjórða. Í gærkvöldi sagði flokkurinn að frekari úrslit yrðu ekki kynnt fyrr en í dag. Troy Price, formaður Demókrataflokks Iowa, baðst afsökunar á töfunum en fullvissaði kjósendur um að tölurnar væru réttar og að úrslitin væru til skjalfest. „Við höfum lagt nótt við nýtan dag til að tryggja að úrslitin séu rétt,“ sagði hann við fréttamenn. Úrslitin í Iowa virðast ætla að verða Sanders hagstæð. Honum er einnig spáð góðu gengi í New Hampshire og Nevada, næstu tveimur áfangastöðunum í forvalinu.AP/Matt Rourke Spenna og togstreita hjá frambjóðendunum Forvalið í Iowa er ekki hefðbundin atkvæðagreiðsla heldur safnast kjósendur saman á samkomustöðum og skipta sér upp í hópa eftir því hvaða frambjóðanda þeir styðja. Frambjóðendur þurfa að hljóta stuðning að minnsta kosti 15% þátttakenda í kjörfundi. Nái þeir ekki því lágmarki mega stuðningsmenn annarra frambjóðenda reyna að sannfæra kjósendur þeirra sem hlutu ekki brautargengi um að slást í þeirra hóp. Eftir þá endurröðun kjósenda fá frambjóðendur kjörmenn á landsfund Demókrataflokksins, sem velur forsetaframbjóðandann, í hlutfalli við vægi kjörfundanna. Ofan á tæknileg vandamál með snjallforritið sem formenn kjörstaða áttu að nota til að senda inn úrslit bættist að forvalið í ár er það fyrsta þar sem demókratar í Iowa gefa upp tölur fyrir allt kjörfundarferlið, alls þrjár mismunandi tölur: fjölda kjósenda hvers frambjóðanda í upphafi, eftir endurröðun kjósenda þegar ógjaldgengir frambjóðendur hafa verið sigtaðir út og að síðustu fjölda kjörmanna sem hver frambjóðandi fékk. Þar til í ár hefur flokkurinn aðeins gefið upp fjölda kjörmanna sem hver frambjóðandi vann sér inn. Ringulreiðin í kringum talninguna í Iowa olli töluverðri spennu og togstreitu á meðal frambjóðendanna. Framboð Biden reyndi að koma í veg fyrir að flokkurinn birti aðeins hluta úrslitanna í gærkvöldi en án árangurs. Buttigieg hrósaði sigri þegar á aðfaranótt þriðjudags þrátt fyrir að flokkurinn hefði ekki birt neinar formlegar tölur um úrslit. Þá hafa ýmsir stuðningsmenn Sanders haldið samsæriskenningum á lofti um að klúðrið með talninguna hafi verið útspil landsnefndar Demókrataflokksins til að skemma fyrir honum. Shadow, fyrirtækið sem þróaði snjallforritið í Iowa, var stofnað af tveimur fyrrverandi starfsmönnum framboðs Hillary Clinton sem Sanders tapaði fyrir í forvalinu árið 2016. Bæði Biden og Buttigieg hafa keypt aðra þjónustu af fyrirtækinu. Framboð Biden sagðist í gær hafa slitið viðskiptasambandi við Shadow í fyrra. Trump forseti og margir áhangendur hans notfærðu sér glundroðann hjá demókrötum til að skjóta á flokkinn og kynda frekar undir samsæriskenningar af þessu tagi.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Buttigieg efstur í forvali Demókrata sem stendur Pete Buttigieg, fyrrverandi borgarstjóri South Bend í Indiana, er sem stendur efstur í forvali Demókrataflokksins í Iowa fyrir forsetakosningarnar sem fara fram í nóvember næstkomandi. 4. febrúar 2020 22:29 Óánægja og tafir í Iowa Miklar tafir hafa orðið á því að hægt sé að greina frá úrslitum í forvali demókrata í Iowa sem fram fór í gær. 4. febrúar 2020 07:00 Vonast til þess að úrslit í fyrsta forvali demókrata liggi fyrir í dag Ringulreið ríkir um úrslit fyrsta forvals demókrata fyrir forsetakosningarnar vegna misræmis í tilkynningum kjörstaða um tölur. 4. febrúar 2020 10:20 Mest lesið Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Fleiri fréttir Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Sjá meira
Buttigieg efstur í forvali Demókrata sem stendur Pete Buttigieg, fyrrverandi borgarstjóri South Bend í Indiana, er sem stendur efstur í forvali Demókrataflokksins í Iowa fyrir forsetakosningarnar sem fara fram í nóvember næstkomandi. 4. febrúar 2020 22:29
Óánægja og tafir í Iowa Miklar tafir hafa orðið á því að hægt sé að greina frá úrslitum í forvali demókrata í Iowa sem fram fór í gær. 4. febrúar 2020 07:00
Vonast til þess að úrslit í fyrsta forvali demókrata liggi fyrir í dag Ringulreið ríkir um úrslit fyrsta forvals demókrata fyrir forsetakosningarnar vegna misræmis í tilkynningum kjörstaða um tölur. 4. febrúar 2020 10:20